Morgunblaðið - 13.10.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
!"#
$ %
&&Næsta námskeið byrjar 19. október 2011
Er hugsanlegt að Össur Skarp-héðinsson misskilji starfsheiti
sitt: Utanríkisráðherra? Heldur
hann að það merki utan- ríkis -ráð-
herra? Hann eigi að halda sig sem
oftast utan lands svo hann uppfylli
starfsskilyrði sín?
Hann þýtur á millilanda, við mann
og annan og ræðir
við starfbræður sína
um ESB-umsóknina.
Og fréttamiðlar lepja
í hvert skipti upp
eins og hverja aðra
alvörufrétt að viðkomandi gestgjafi
„styðji umsókn Íslands“.
Það er löngu komið fram. Það vargert í atkvæðagreiðslu fyrir
tveimur árum. Því að kosta stórfé til
að heyra það aftur?
Það hafa engar samninga-viðræður farið fram. Þeir und-
irsátar Össurar sem láta til gamans
titla sig samningamenn mæta fyrir
embættismenn í Brussel sem yf-
irheyra þá um hvernig aðlögun
gangi, merkja við og skamma upp-
burðarlitlu útsendarana ef eitthvað
dregst.
Þessir auðmýkingarfundir hafaekkert með „samninga“ að
gera.
Enda biður ESB Íslendinganalengstra orða að vera ekki að
kalla aðfarirnar samninga, til þess
eins að plata fólk.
Sambandið veit sem er að fyrr eðasíðar munu staðreyndir málsins
renna upp fyrir öllum nema þeim
sem verst eru haldnir.
Og þá verður fáum skemmt. Þámunu fáir „styðja umsóknina“.
Össur
Skarphéðinsson
Utanlands-
ráðherra?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.10., kl. 18.00
Reykjavík 11 alskýjað
Bolungarvík 5 rigning
Akureyri 4 skýjað
Kirkjubæjarkl. 7 rigning
Vestmannaeyjar 10 súld
Nuuk 0 léttskýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 8 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 6 léttskýjað
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 15 súld
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 11 skýjað
London 18 skýjað
París 16 skýjað
Amsterdam 11 skúrir
Hamborg 12 skýjað
Berlín 11 skýjað
Vín 10 skúrir
Moskva 7 alskýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 22 heiðskírt
Aþena 21 léttskýjað
Winnipeg 15 skýjað
Montreal 15 skýjað
New York 15 skýjað
Chicago 21 léttskýjað
Orlando 28 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:12 18:17
ÍSAFJÖRÐUR 8:22 18:17
SIGLUFJÖRÐUR 8:05 17:59
DJÚPIVOGUR 7:43 17:45
Dagana 13. – 15. október verður opið
hús í Höfða í tilefni af því að 25 ár
eru liðin frá leiðtogafundi Ronald
Reagans, forseta Bandaríkjanna, og
Mikhail Gorbatsjevs, leiðtoga Sov-
étríkjanna, í húsinu árið 1986.
Höfði verður opinn frá klukkan 12
– 16 dagana 13. og 14. október og frá
kl. 11 – 16 laugardaginn 15. október.
Almenningi gefst þá tækifæri til að
skoða þetta sögufræga hús og sjá
ljósmyndasýningu frá leiðtogafund-
inum fyrir 25 árum. Boðið verður
upp á leiðsögn um húsið.
Morgunblaðið/Heiddi
Opið hús í Höfða
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Hann er ekki gleymdur sá gamli,“ segir Árni
Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, og vísar til
gamla vitans á Suðurflös. Vitinn liggur nú undir
skemmdum en um er að ræða sögulegt mannvirki
sem byggt var árið 1918 eftir teikningu Thorvalds
Krabbe, vitamálastjóra og verkfræðings.
„Hann er svolítið munaðarlaus. Þetta er bara
yfirgefinn viti og sem slíkur ekki á forræði ann-
arra en þeirra sem þykir vænt um að viðhalda
sögunni,“ segir Tómas Guðmundsson, verk-
efnastjóri Akranesstofu. Að undanförnu hefur
verið unnið að því að vekja athygli fólks á versn-
andi ástandi vitans í von um að styrktaraðilar
finnist þar sem viðgerð á mannvirkinu kann að
reynast kostnaðarsöm. Að sögn Tómasar er verk-
fræðistofa að vinna að úttekt á vitanum og eftir þá
vinnu verður hafist handa við að semja grein-
argerð sem m.a. verður send til Húsafrið-
unarnefndar. „Þetta verður ekki gert öðruvísi en
með opinberri aðkomu,“ segir
Tómas.
Skelfileg umgengni
Gamli vitinn á Akranesi
hefur ekki verið notaður frá
árinu 1947 og segir Tómas
hann hafa þurft að þola mjög
slæma umgengni í gegnum ár-
in. „Akraneskaupstaður hefur
skipt þarna um allt gler reglu-
lega en einhverjir hafa mikið
fyrir því að brjóta þetta gler,“ segir Tómas og
nefnir einnig að ljósmyndasýningar, sem haldnar
hafa verið árlega í vitanum að undanförnu, hafi
margsinnis verið skemmdar af óprúttnum aðilum.
Segir hann því nauðsynlegt að almenningur taki
höndum saman og láti sig varða bætta umgengni
við þetta forna kennileiti Akraness. „Þetta er
fyrsti steypti vitinn og maður skyldi ætla að það
væri áhugi fyrir því að passa að hann molnaði ekki
niður í brimið.“
Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason
Minnisvarði Gamli vitinn við Akranes var flottari.
Hafa ekki gleymt
munaðarlausum vita
Bærinn skiptir reglulega um gler en það er jafnoft brotið
Árni Múli
Jónasson