Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 18
Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt vetur konungur sé smám saman að
herða tökin á virkjunarsvæðinu við Búð-
arháls eru starfsmenn ekkert farnir að slá af.
Unnið verður af fullum krafti á tvennum víg-
stöðvum í allan vetur en dregið úr jarðvinnu
yfir háveturinn. Ekki veitir af ef virkjunin á
að komast í gagnið á tilsettum tíma, fyrir lok
árs 2013. Orkan fer til að auka framleiðslu á
áli hjá Alcan í Straumsvík.
Sýnilegasta merki um árstímann er ísinn
sem er að myndast á Sultartangalóni. Vet-
urinn er þó ekkert farinn að há starfs-
mönnum verktaka. Liðlega 250 starfsmenn
eru við vinnu á virkjanasvæðinu, flestir á
vegum aðal verktakans sem er Ístak hf.
Búðarhálsvirkjun er ein stærsta fram-
kvæmdin í landinu um þessar mundir.
Vatnið leikur á trompet
Mesta lífið á virkjanasvæðinu er við Sult-
artangalón. Þar rís stöðvarhúsið. Verið er að
koma því upp úr jörðinni, ef svo má að orði
komast, því það nær 28 metra niður í jörðina
og mun aðeins standa um 12 metra upp úr.
Jafnframt er verið að gera inntaksmannvirki
þar sem tekið er við vatninu úr aðrennsl-
isgöngunum og því veitt inn á hverflana í
stöðvarhúsinu. Inntakið er mikið mannvirki
og flókið í uppsteypu og er stundum líkt við
trompet vegna lögunar þess. Vatnið mun
leika á þetta hljóðfæri þegar líður á árið
2013.
Jarðvegurinn úr stæði stöðvarhússins og
inntaksmannvirkja var notaður til að mynda
eyrar út í lónið. Þar er athafnasvæði verk-
taka og fyllingin er notuð til að beina vatninu
úr stöðvarhúsinu á réttan hátt út í lónið.
Eiga inni fyrir töfum
Ístak hóf framkvæmdir á virkjanasvæðinu
í nóvember á síðasta ári. Áður hafði Lands-
virkjun unnið að undirbúningi í nokkur ár,
meðal annars með því að leggja vegi og brýr
og skapa aðstöðu fyrir starfsfólk. Fram-
kvæmdir verktakans byrjuðu í hægagangi
vegna þess að Landsvirkjun hafði ekki fjár-
magnað framkvæmdina en í byrjun febrúar
fékkst heimild til að setja allt á fullt.
Síðari hluti vetrar var erfiður vegna
storma og snjóþyngsla. „Það er almennt orð-
ið þannig að ekkert tillit er tekið árstíma í
slíkum stórframkvæmdum. En við komumst í
gegnum þetta,“ segir Gísli Kristófersson, yf-
irverkstjóri hjá Ístaki. „Við munum vinna á
fullu í vetur. Það er tafsamt og kostar meira
en við verðum að gera það til að halda áætl-
un,“ segir Páll Eggertsson, staðarstjóri Ís-
Morgunblaðið/RAX
Gangamunni myndast Til þess að flýta gerð aðrennslisganganna frá Sporðöldulóni var ákveðið að sprengja frá báðum endum. Göngin eru orðin hátt í hálfur kílómetri að lengd, lónsmegin. Í vik-
unni var byrjað að sprengja stöðvarhúsmegin. Eftirlitsmenn Landsvirkjunar litu á aðstæður eftir fyrstu sprengingar.
Unnið á tvenn-
um vígstöðvum
í allan vetur
Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun ganga vel
Göng sprengd beggja vegna til að vinna upp tafir