Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 19

Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 taks við Búðarhálsvirkjun. Páll og Gísli segja auðveldara að verjast vetrarveðrum eftir því sem byggingunni miðar áfram. Stöðvarhúsið á að komast undir þak snemmsumars og Einar Erlingsson, eftirlits- maður Landsvirkjunar með bygginga- framkvæmdum, segir að brúin fyrir stöðv- arhúskranann þurfi að vera kominn upp 20. júní því þá hefji verktakar véla- og rafbún- aðar fyrir alvöru vinnu við að setja niður vél- ar virkjunarinnar. Hann telur að þar sem vel hafi gengið í sumar eigi verktakinn inni fyrir því þótt einhverjar tafir verði í vetur. Brugðist við töfum í gangagerð Verkið skiptist aðallega í þrennt. Það er gerð stíflu og inntakslóns og aðrennsl- isganga, auk byggingar stöðvarhússins og til- heyrandi mannvirkja. Göngin liggja frá nýju inntakslóni, Sporð- öldulóni við Sprengisandsleið, í gegnum Búð- arháls og að stöðvarhúsinu við Sult- artangalón. Þetta er fjögurra kílómetra leið og um 16 m breið göng, sem samsvarar tvö- földum Héðinsfjarðargöngum, svo dæmi sé tekið til samanburðar. Byrjað var að sprengja lónsmegin og eru gangamenn komnir talsvert á fimmta hundrað metra inn í hálsinn. Verkið hefur reynst tafsamara en gert var ráð fyrir. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja sprengingar á hin- um endanum, stöðvarhúsmegin. Sú vinna hófst í vikunni. Eftirlitsmenn Landsvirkjunar telja að það dugi til að göngin verði tilbúin í júli 2013 en þá á að hefja flutning vatnsins vegna prófana á mannvirkjum og vélum. „Þetta er ekkert sem ógnar verkinu,“ segir Dagur Georgsson, aðstoðarstaðarverkfræð- ingur Landsvirkjunar við Búðarháls. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn við gangagerðina. Göngin eru sprengd í tveimur umferðum, nú er unnið í efri hluta hvelfing- arinnar. Þegar holan nær í gegn verður neðri hlutinn sprengdur en það tekur mun skemmri tíma. Stíflan byggð upp á næsta ári Inntakslón Búðarhálsvirkjunar er myndað með tveimur jarðefnastíflum. Kaldakvísl verður stífluð skammt ofan við ármótin við Tungnaá og önnur stífla verður á útfalli Hrauneyjafossstöðvar, svokallaðrar Sporð- öldukvíslar. Lónið er nefnt Sporðöldulón. Veita þarf Kölduvísl fram hjá fram- kvæmdasvæðinu á meðan unnið er að stíflu- gerðinni. Þá þarf að hækka brúna á Sprengi- sandsleið og er umferðinni beint annað á meðan. Nú er verið að hreinsa stíflubotninn og búa hann undir gerð stíflunnar. Dagur Georgsson segir að undirbúningsvinnu ljúki vor og þá verði hægt að hefja vinnu við stíflugarðana. Páll Eggertsson segir að þar sem ekki sé hægt að vinna við stíflugerðina í vetur dragi mjög úr jarðvinnuhlutanum upp úr næstu mánaðamótum. Jarðvinnan fer á fullt næsta vor enda er næsta sumar mikilvægasti tíminn við stíflu- gerðina. Vatni verður síðan hleypt á lónið smám saman á síðasta ári framkvæmdanna. Gangsett í lok árs 2013 Fyrirhugað er að gangsetja fyrri hverfil virkjunarinnar í október 2013 og þann seinni í desember. Ekkert bendir enn til annars en að virkjunin komist í fullan rekstur fyrir lok þess árs, eins og áformað hefur verið. Morgunblaðið/RAX Búðarhálsvirkun Starfsmenn Ístaks eru þessa dagana að járnabinda og steypa undirstöður röranna sem leiða vatnið úr inntaksmannvirkjum niður í vélar stöðvarhússins. Stöðin sést fyrir neðan og lætur lítið yfir sér. Þar er þegar búið að steypa mikið í grunni hússins en það nær 28 metra niður í jörðina og fullklárað stendur það aðeins 12 metra upp fyrir barmana. Búðarhálsvirkjun » Virkjunin er rennslisvirkjun sem nýtir vatn frá Hrauneyjafossstöð og úr Köldu- kvísl. Virkjað er 40 metra fall á milli Hrauneyjafoss- og Sultartangastöðva. » Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæpt ár og þeim á að ljúka í lok árs 2013. » Heildarkostnaður er áætlaður 26 millj- arðar kr. » Inntakslónið við Sporðöldu verður um 7 ferkílómetrar að stærð. » Vatnið verður leitt þaðan um fjögurra kílómetra aðrennslisgöng undir Búð- arháls að sveiflujöfnunarþró og stöðv- arhúsi við Sultartangalón. » Í stöðvarhúsinu verða tvær vatnsvélar. Gert er ráð fyrir að uppsett afl verði 95 MW. Vatnið er síðan leitt út í Sult- artangalón. » Orkan verður notuð í álver Alcoa í Straumsvík. Þar er verið að undirbúa straumhækkun til að auka framleiðsluna. Efnisflutningar Eftir sprengingar er stöðugur straumur bíla með efni út úr göngunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.