Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Það er margt sem ég minnist
þegar ég hefst handa við að
skrifa grein um afa minn. Fyrir
mér var hann maðurinn sem allt
gat og vissi. Ég hugsa að sögu-
stundirnar, sem mér fannst
óteljandi, hafi gert það að verk-
um að mér fannst að hann vissi
allt. Afi minn var sögumaður og
allur fróðleikur sem hann bjó
yfir kom í ljós á þessum
skemmtilegu sögustundum.
Ef fleiri krakkar en ég voru í
heimsókn hjá afa þá var aðal-
málið að fá að setjast á annað
lærið á meðan hann las fyrir
okkur sögur. Hann var mjög
þolinmóður og gat, að okkur
fannst, lesið endalaust margar
sögur. Stundum sagði hann líka
bara sögur af sjálfum sér. Fyrir
okkur hafði hann búið í hálf-
gerðu ævintýralandi, þar sem
hann spilaði fótbolta með
heimasaumaðan fótbolta. Vegna
smæðar sinnar gat hann skriðið
undir klof mótspilaranna og því
átti enginn séns gegn honum.
Sem barn var ég stoltastur af
afa mínum þegar hann las sögu
í sjónvarpinu. Loksins fengu all-
ir hinir krakkarnir að kynnast
sögunum hans. Fyrir mér var
ekki til betri maður. Maður sem
horfði framhjá veikleikum fólks.
Hann kom úr mikilli fátækt sem
hann breytti í ævintýri fyrir
okkur hin sem á hann hlustuðu.
Hann hafði verið með í að
byggja hæstu hús Íslands og
lagt mósaík á gólf, múrað veggi
og kennt börnum að lesa, reikna
og skrifa.
Venjulegur dagur hjá mér og
afa innihélt göngutúr frá
Kleppsvegi 24 með sundfötin
okkar að Laugardalslauginni.
Þar fór afi rækilega yfir þrifnað
Sveinbjörn
Markússon
✝ SveinbjörnMarkússon
fæddist í Mið-
Görðum í Kolbeins-
staðahreppi,
Hnappadalss., 25.
júní 1919. Hann lést
3. október 2011.
Útför Svein-
björns fór fram frá
Laugarneskirkju
11. október 2011.
áður en farið var
ofan í. Í sundi lá ég
mest allan tímann í
grunna disknum á
meðan afi ræddi
þjóðmálin við
gömlu mennina í
pottinum. Á leiðinni
heim, eftir að hafa
þrifið sig á öllum
réttum stöðum, var
stundum komið við
í ísbúðinni hjá
Markúsi frænda á Laugalæk.
Ég átti það stundum til að fara
þangað og spyrja: „Get ég feng-
ið ís, Sveinbjörn er afi minn?“
og alltaf fékk ég ís.
Suma daga fengum við okkur
hrært skyr og borðuðum lí-
nuýsu en afi sagði mér að hún
væri feitari vegna þess að hún
væri veidd á svæði þar sem ýs-
an nærðist á rækju og veidd
nærri landi. Alltaf voru kart-
öflur og lýsi með, því ef ég ætl-
aði að verða jafn stór og afi
minn, þá varð ég að vera dug-
legur að fá mér lýsi.
Afi kenndi mér bæði landa-
fræði og sögu. Hann hóf kennsl-
una á því að spyrja mig hvaða
bók ég væri með, tók við henni
og strauk svo blíðlega eins og
bókin væri gæludýr sem honum
þótti verulega vænt um. Svo
sótti hann heimshnöttinn, setti á
borð fyrir framan mig, benti
mér á hitabeltin og sagði:
„Sjáðu hérna á þessu hitabelti
er hægt að rækta hrísgrjón og
því er það aðalatvinnuvegurinn í
þessum löndum“. Eftir að hafa
bent mér á öll beltin og gefið
mér að borða þá sagði hann mér
að fara heim, setja bókina undir
koddann og þá yrði prófið ekk-
ert mál.
Hann kenndi mér að við vær-
um ekki til nema ef væri fyrir
annað fólk og því skipti velferð
allra máli. Ríkidæmi hans var
fjölskyldan og heilsa hennar.
Það er því engin furða að þegar
ég eignaðist fyrsta son minn var
hann skírður í höfuðið á honum.
Guð geymi afa minn. Bróðir
minn, Sveinn Bjarki, hefur tekið
við honum og ég sé þá fyrir mér
fylgjast að.
Rúnar Sigurðsson.
Haustið hefur tyllt sér niður.
Gustur fer um náttúruna,
strýkst við trén og laufblöðin
svífa létt til jarðar í haustlit-
unum. Þeirra tími er liðinn,
kyrrð færist yfir. Sveinbjörn
Markússon, hjartkær föður-
bróðir minn, sveif inn í svefninn
langa aðfaranótt 3. október sl.,
líkt og haustblöðin af trjánum
til jarðar. Ljúfur vindurinn
straukst við vanga hans, falleg-
an og sléttan, tími hans var lið-
inn á þessu tilverustigi, allt varð
hljótt.
Svenni frændi brosti líkt og
geislaklædd sólin, andlit hans
geislaði af gleði og kátínu, hlát-
ur hans heyrist, frásagnarstíll-
inn einkenndi hann, hrífandi,
spaugsamur og glettinn. Þær
voru ófáar stundirnar sem hann
fangaði okkur hlustendur sína
með látbragði í leik frásagnar-
innar, orðaval fallegt, fjölskrúð-
ugt og heillandi.
Sveinbjörn var barnaskóla-
kennari, alls í 44 ár. Hann var
yngstur systkina sinna. Njáll,
faðir minn var sex árum eldri
en Svenni, þeir áttu samleið allt
frá æsku til fullorðins ára en
faðir minn lést rétt tæpra 65
ára.
Ljósbrot minninganna koma
fram, ég naut þeirra umhyggju,
Svenna og Önnu, að dvelja tvo
vetur hjá þeim að Kleppsvegi 24
í Reykjavík, sótti nám við Ár-
múlaskóla. Vart er hægt að
nefna nafn annars þeirra án
þess að hitt fylgi fast á eftir,
samband þeirra og samheldni
var slík. Sveinbjörn sat oft á
kvöldin við yfirlestur verkefna,
heima við borðið sitt í stofunni.
Eitt sinn kom ég með ritgerð og
Svenni las hana yfir. Hann varð
hálf hissa yfir orðfæð minni, þar
sem ég var dóttir pabba míns,
Njáls bróður hans, sem átti svo
ríkan orðaforða, var hagmæltur
vel. Þetta fannst Svenna frænda
alveg ótrúlegt, úr þessu þyrfti
ég að bæta. Stafsetningarorða-
bókin varð fyrir augum mér. Ég
skammaðist mín, tók bókina, las
hana spjaldanna á milli til þess
að auka orðaforðann. Trúlega
varð þessi áminning til þess að
nú er ég íslenskukennari og
finnst fátt annað skemmtilegra
en að fara yfir ritgerðir nem-
enda minna, kenna þeim aukinn
orðaforða, bragfræði og fer-
skeytluhátt.
Kveðjustund mín með Svenna
frænda var síðasti afmælisdagur
hans í júní. Sveinbjörn sat, tein-
réttur, við hringlaga gnægta-
borð með okkur, á sólríkum
92ja ára afmælisdegi. Hann var
fallegur, sléttur og mjúkur er
ég heilsaði honum og bar upp
síðustu kveðjuorðin til hans. Í
framhaldi þakka ég þeim Önnu
og Svenna fyrir kærleikann og
umhyggjuna sem þau hafa
ávallt sýnt mér og börnum mín-
um. Strengur hefur slitnað í til-
verunni við fráfall hans:
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
(Halldór K. Laxness)
Með fullri hluttekningu fylgja
hugheilar samúðarkveðjur til
Önnu og fjölskyldunnar.
Steinunn Njálsdóttir
og fjölskylda.
Sveinbjörn Markússon hóf
kennslu við Austurbæjarskól-
ann árið 1942 og lét af störfum
upp úr 1980 eftir að hafa gegnt
stöðu yfirkennara síðasta árið.
Hann er án vafa meðal ástsæl-
ustu kennara skólans, einstakt
prúðmenni sem kom eins fram
við börn og fullorðna. Hann var
réttsýnn, rökviss og hreinskipt-
inn ef því var að skipta, umhug-
að um skjólstæðinga sína og tók
oft málstað smælingjanna eins
og títt var í Austurbæjarskól-
anum. Sjaldan eða aldrei sást
hann skipta skapi og kom sínu
til skila án þess að hækka róm-
inn.
Í frímínútum sat Sveinbjörn
við enda langa borðsins á kenn-
arastofunni snyrtilegur til fara,
hlýr en glettinn á svip og fór
ekki framhjá nokkrum manni
sem þar átti leið um. Hann bjó
yfir ríkri frásagnargáfu, hafði
auga fyrir því spaugilega í til-
verunni og komst oft eftirminni-
lega að orði. Öðru hverju laum-
aði hann út úr sér heillaráðum
til ungra og óreyndra kennara
án þess að gera nokkurn tímann
lítið úr þeim. Þá var gott að
eiga hann að félaga.
Honum var umhugað um
þjóðtunguna líkt og mörgum af
hans kynslóð. Það er við hæfi að
minnast hans með þeim orðum
sem Jón biskup Ögmundsson
mælti um Ísleif biskup, fóstra
sinn: „Þá kemur mér hann í hug
er ég heyri góðs manns getið;
hann reyndi ég svo að öllum
hlutum.
Blessuð sé minning hans.
Guðmundur Sighvatsson,
Nína Magnúsdóttir og Pét-
ur Hafþór Jónsson.
Elskuleg tengdaamma mín
hefur kvatt þennan heim. Sökn-
uður okkar er eftir sitjum er sár,
en minningarnar eru góðar, hlýj-
ar og veita huggun.
Ég kveð Unni með mikilli virð-
ingu og þökk fyrir okkar kynni.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
Unnur
Haraldsdóttir
✝ Unnur Har-aldsdóttir
fæddist á Sval-
barðseyri 26.
september 1923.
Hún lést á Dval-
ar- og hjúkr-
unarheimilinu
Sóltúni 27. sept-
ember 2011.
Unnur var
jarðsungin frá
Bústaðakirkju 7.
október 2011.
þig umvefji blessun og
bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda
viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég
átti
þá auðnu að hafa þig
hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Megi góður guð veita aðstand-
endum hennar frið og styrk á
kveðjustund.
Bertha Kristín Óskarsdóttir.
Kveðja frá
Hörpukórnum
Við skyndilegt fráfall vinar
okkar og söngfélaga Péturs
Hjálmssonar erum við óþægi-
lega minnt á hvað bilið milli lífs
og dauða getur verið stutt. Pét-
ur var mikill ljúflingur, glaðleg-
ur og brosmildur með þægilega
nærveru, hann var góður ferða-
félagi og í kórstarfi var hægt að
treysta á að hann mætti ef eitt-
hvað stóð til hjá kórnum þó að
hann ætti lengri leið að fara en
flestir aðrir.
Við þökkum af alhug fyrir
samveruna og sendum fjöl-
skyldu hans og ástvinum öllum
einlægar samúðarkveðjur.
F.h. kórsins,
Arndís Erlingsdóttir.
Kynni okkar Péturs Hjálms-
sonar hófust fyrir mörgum ára-
tugum. Hann var þá orðinn
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi
Íslands og var að mæla fyrir
skurðum í forblautum mýrum,
sem nú á haustdögum skarta
fagurgrænum túnum.
Pétur var léttur og ötull við
það verk sem hans var von og
vísa. Seinna sinnti hann marg-
víslegum verkum fyrir Búnaðar-
félagið.
Um langt skeið höfðum við
ekki samband, en einn dag
seinna fyrir allnokkrum árum
kom símtal til konu minnar,
Arndísar, sem þá var formaður í
félagi eldri Hrunamanna og þar
var Pétur sem talaði og sagði
„Ég var að segja af mér for-
mennsku og úr félagi eldri
borgara í Mosfellssveit og við
hjónin óskum eftir að ganga í
ykkar félag því við ætlum að
flytja í ykkar sveit á morgun.“
Þetta var auðsótt mál. Þetta
sýndi fyrirhyggju og framtak
Péturs að draga það ekki að
koma hlutunum af.
Þau Pétur og Ólöf hafa verið
mjög virk í okkar félagsskap.
Var mikill fengur að fá þau í
eldri kórinn og eins æfðu þau og
sungu með Hörpukórnum á Sel-
fossi. Fyrir stuttu var Pétur við
hlið okkar á Heimalandi þar
sem ýmislegt er föndrað, konur
í handavinnu og málun, aðrir
spila, unnið við útskurð, bók-
band og fleira. Pétur var þá að
skera út platta í harðvið af hag-
leik og vandvirkni. Nú síðast er
við komum saman var sætið
hans tómt.
Við hjónin söknum góðs vin-
ar, sem horfinn er úr okkar hópi
og biðjum ljós kærleikans að
vaka yfir honum, konu hans
Ólöfu og fjölskyldu þeirra. Við
efumst ekki um að tekið verður
vel á móti honum í nýjum heim-
kynnum.
Skúli Gunnlaugsson.
Yndislegur frændi er fallinn
frá.
Í æsku minni voru þeir tví-
burabræðurninr hluti af mér.
Elskuleg móðursystir mín
Síta (Sigríður Helgadóttir)
keypti hús á Sólvallagötu í
Reykjavík. Pabbi minn sagði
mér einhvern tímann að það
hefði hún gert til að hafa móður
sína Sesselju hjá sér. Elsku Síta
dó á besta aldri. En ég man eft-
ir mér sem mjög ungri á Sól-
Pétur
Hjálmsson
✝ Pétur Hjálms-son fæddist í
Vestmannaeyjum
24. ágúst 1929.
Hann varð bráð-
kvaddur þann 2.
október sl.
Útför Péturs fór
fram frá Skálholts-
kirkju 11. október
2011.
vallagötunni hjá
ömmu minni Sess-
elju. Á miðhæðinni
bjó Helgi með Bíbí
og Pétur bjó upp á
lofti með elsku
Dúddu sinni.
Pétur og Dúdda
bjuggu síðar á
Lágafelli í Mos-
fellssveit. Hann
kom oft í bústað
foreldra minna og
þá bauð hann mér stundum með
sér á bóndabýli þar sem hann
fór til að sæða kýrnar, en á
Lágafelli voru líka mannýg
naut. Þetta var allt mjög spenn-
andi, þó ég skildi ekki vel til-
gang ferðanna.
Góður frændi okkar frá
Bandaríkjunum sagði mér að
kýrnar hefðu ekki mátt sjá Pét-
ur þá færu þær að baula! Eitt
skiptið í brekkunni á Lágafelli
réðst mannýgt naut að Pétri,
hann var varnarlaus, en náði að
grípa hringinn í nefi nautsins og
hafði betur.
Í mínum huga er hann eini ís-
lenski nautabaninn.
Fráfall hans var óvænt og er-
um við öll harmi slegin. Ég
votta Dúddu og fjölskyldu og
Helga bróður hans og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Helga S. Guðmundsdóttir.
Elsku afi Pétur er nú farinn
frá okkur. Einhvern veginn
finnst manni aldrei rétti tíminn
til að kveðja, en við erum ekki
spurð, og kveðjum þig því, elsku
afi, í hinsta sinn á þessum stað
en höfum þig áfram með okkur í
hjörtum og huga. Allar góðu
stundirnar sem við áttum með
ykkur ömmu í Mosfellsbænum
og í sumarbústaðnum á Flúðum
eiga eftir að fylgja okkur allt líf-
ið.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar þegar við þurftum á ráð-
leggingum, hughreystingu og
stuðningi að halda, það var allt-
af hægt að leita til þín og ömmu
ef maður stóð á krossgötum. Ég
á yndislegar minningar með
þér, úr reiðtúrum bæði í Mos-
fellsveitinni og fyrir austan fjall.
Og ég gleymi aldrei þeim skipt-
um sem ég fékk að fara með þér
að frostmerkja hesta hér og þar
um landið og hvað ég var alltaf
stoltur að segja frá því að þetta
væri nú afi minn. Það hefur allt-
af haft mikla þýðingu fyrir mig
að fá að bera sama nafn og þú.
Þú varst alltaf svo glaður og
hjartahlýr, við munum alltaf
muna eftir brosinu sem þú
brostir um leið og við löbbuðum
inn um dyrnar. Hlátur þinn
mun bergmála í minni okkar svo
lengi sem við lifum.
Við kveðjum þig í dag, elsku
afi Pétur. Minningin lifir í
hjarta okkar um ókomin ár.
Pétur, Helga, Embla
og Askur.
Nú kveðjum við yndislegan
mann, hann afa Pétur, sem fyllti
hjarta okkar gleði og kærleika
þegar við komum í sveitina til
ykkar ömmu. Ég var svo heppin
að fá að koma til ykkar ömmu í
sveitina í sumar og eyða með
ykkur yndislegri viku.
Ég á ótal minningar með þér,
t.d. þær stundir sem við stóðum
saman á golfvellinum og dáð-
umst að veðrinu og fallegu golf-
sveiflunum. Fallegu hundana
sem þú skarst út og settir á
jólapakkana mun ég geyma.
þær stundir sem ég átti með
þér verða aldrei gleymdar og vil
ég þakka þér fyrir að hafa verið
afi minn. Þú munt fylgja mér í
hjarta og huga um ókomna
framtíð.
Embla Ósk Pétursdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN ANDRÉS EIÐSSON
húsasmíðameistari,
Sléttuvegi 15,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
7. október.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. október
kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Eirar.
Sigurrós Gísladóttir,
Svava Björnsdóttir, Sigurbjörn Björnsson,
Eiður Björnsson, María M. Guðmundsdóttir,
Gísli Björnsson, Anna D. Tryggvadóttir,
Anna Björnsdóttir, Róbert B. Agnarsson,
Sigurrós Birna Björnsdóttir, Guðmundur Kr. Hallgrímsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
INGÞÓR HALLBERG GUÐNASON,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
í Fossvogi laugardaginn 8. október.
Útför hans verður frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 17. október kl. 15.00.
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Hulda Anna Arnljótsdóttir,
Björg Ingþórsdóttir, Garðar Halldórsson,
Ásdís Ingþórsdóttir, Axel Viðar Hilmarsson,
Alda Rún Ingþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.