Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 27

Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 ✝ ÞorsteinnSteingrímsson fæddist á Gríms- nesi á Látraströnd hinn 25. mars 1933. Hann lést á heimili sínu þann 5. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Steingrímur Jónsson, d. 7. des- ember 1972, og Aðalrós Björnsdóttir, d. 7. júlí 1991. Systir Þorsteins var María, d. 24. febrúar 1999 og bróðir hans er Jón Eyfjörð, f. 11. febrúar 1950. Þorsteinn giftist 24. sept- ember 1955 Kristrúnu Ellerts- dóttur frá Akureyri, f. 15. maí 1935. Dóttir þeirra er Kolbrún, f. 30. október 1956, maki hennar er Matthías Loftsson. Börn Kolbrúnar eru 1) Þorsteinn Rúnar, f. 29. ágúst 1980, maki Arna Huld Sigurðardóttir og eiga þau Kolbrúnu Birnu, f. 3. desem- ber 2010. 2) Lilja Björg, f. 4. ágúst 1982, gift Er- lendi Inga Jónssyni og eiga þau Ástbjörgu Lilju, f. 15. desember 2005. Útför Þorsteins fer fram frá Bústaðakirkju í dag, fimmtu- daginn 13. október 2011 og hefst athöfnin klukkan 13. Það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar ég hugsa um afa er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt mann eins og afa að, í barn- æskunni, á unglingsárunum til dagsins í dag, og segi ég í dag vegna þess að ég veit að sá gamli er nálægur og fylgist með að mað- ur muni standa sína plikt í fram- tíðinni. Á þessari stundu þegar ég lít til baka og hugsa um allar þær frá- bæru stundir sem við „nafnarnir“ áttum saman er erfitt að draga eitthvað út sem stendur upp úr, það væri efni í heila bók. Við vor- um alltaf mjög nánir og raun var ekkert sem maður gat ekki rætt við afa, hann var alltaf til í að leið- beina og hjálpa, hversu smátt eða stórt maður bar fyrir hann. Ég á afa að stórum hluta að þakka það sem ég er í dag, sama hvað upp hefur komið hjá mér á lífsleiðinni bæði miður og gleði- legt, þá hef ég alltaf getað reitt mig á skilyrðislausan stuðning frá afa og ömmu í Bökkunum og það er nokkuð sem er ekki sjálfgefið og í raun forréttindi. Þegar ég hugsa til baka vona ég að afi hafi fundið þá ómældu væntumþykju og virðingu sem ég bar til hans. Hann var mikil fyrirmynd, hafði alveg sérstaklega góða nærveru og hafði einstakt lag á að láta öll- um í kringum sig líða vel, þá sér í lagi með skondnum athugasemd- um eða orðatiltækjum sem aðeins voru á hans færi. Andlát afa bar snöggt að og kom í raun eins og þruma úr heið- skíru lofti. Ég, móðir mín og dóttir vorum á leið í heimsókn til ömmu og afa eins og við gerðum svo iðu- lega þegar ég fékk símtal frá ömmu um að afi hefði komið inn úr göngutúr með hljóðum og kvartað undan verk í baki. Ég skynjaði strax að eitthvað meira var á ferð- inni sem varð svo raunin en það leið ekki nema rétt um hálftími frá því að við komum þar til afi kvaddi þessa jarðvist. En ég veit að hann mun um ókomin ár vaka yfir okk- ur og halda áfram að beina okkur inn á réttar brautir. Hvíl þú í friði, elsku afi, minn- ing þín lifir í hjarta mínum um alla framtíð. Þorsteinn Rúnar Kjartanson „nafni“. Ég finn ekki nein orð sem lýsa nægjanlega missinum og söknuð- inum sem ég finn núna í hjarta mínu. Það eina sem ég get gert við tómið sem eftir situr í hjartanu er að fylla það af öllum yndislegu minningunum sem ég á um hann afa minn. Í hugann koma minn- ingar úr æskunni um gistinætur í Bökkunum (þar sem ég fékk að sofa í millinu), útilegur og utan- landsferðir sem við fórum saman í, þetta voru yndislegir tímar og frá honum á ég dýrmætar minn- ingar. Afi skipaði alveg sérstakan sess í lífi mínu og ég á honum margt að þakka. Hjálpsemi, dugnaður, vinnusemi, jafnaðar- geð, kærleikur og hlýja eru þau orð sem lýsa afa best að ógleymdri kímninni, sem nóg var af. Afi hafði skemmtilegt skop- skyn, oft blandið hæfilegri stríðni, en alltaf var stríðnin góðlátleg og hjartað á réttum stað. Hann var alltaf kátur og kom manni í gott skap með hnyttnum athugasemd- um. Afi hafði alveg sérstakt lag á að ná til unga fólksins en það kom af sjálfu sér og hefur það verið fyrir það að hann varðveitti alla tíð barnið í sér. Hann gaf sér alltaf tíma til að hasast í okkur systk- inunum og seinna meir í börnum okkar og er ég ofboðslega þakklát fyrir allar þær stundir sem dóttir mín fékk með afa. Ég mun halda minningu afa míns á lífi með hugs- unum og umtali um hann eins oft og ég mögulega get. Að hafa átt þess kost að kynn- ast jafn yndislegum manni er al- veg ómetanlegt og minningarnar um afa í Bökkunum mun ég ætíð varðveita í hjarta mínu. Eins og kertið brennur niður og kveikurinn deyr út standa eftir áhrif ljóssins og hlýr heimurinn, þannig fer elsku afi minn. Lilja Björg Kjartansdóttir, afabarn. Sveitungi minn til margra ára, Þorsteinn Steingrímsson, er allur og mér er ljúft að festa á blað nokkur fátækleg kveðjuorð um góðan og gegnan dreng. Kynni okkar hófust þegar þau hjón fluttu til Reyðarfjarðar þar sem þau áttu starfsvettvang svo lengi og komu sér hvarvetna vel. Þor- steinn var afar góður verkmaður í sinni grein, bifvélavirkjun, vand- virkur og virtur sem slíkur. Hann var mikið prúðmenni sem fór í engu með gný um götur lífsins en hann var fastur fyrir og kunni vel að blanda geði við aðra, gjarnan með spaugsyrði á vör, léttur í máli, en alvörumaður einnig. Það var gott að hitta hann Steina Steingríms eins og hann var kallaður heima, það var ljóst að hann var vel að sér í svo mörgu og hafði sínar ákveðnu skoðanir sem hann kom á framfæri með öllu áreitnislaust, gat líka skotið fram skemmtilegum athugasemd- um, græskulausum, en sem hittu oft beint í mark. Hann var einlæg- ur jafnaðarmaður af beztu gerð, fylgdi Alþýðuflokknum að málum og vildi veg jafnréttis sem mestan. Hann Steini var hlýr í viðmóti og einlægur og vinsæll af vinnufélög- um sínum, það munaði svo sann- arlega um handtökin hans. Hanna kynntist vel ágætri konu hans, henni Kristrúnu, þeg- ar þær unnu saman í Félagslundi, frystihúsinu og víðar í vinnu heima og ber henni einkar vel sög- una, en hennar Rúnu er nú miss- irinn mestur að sjá á bak sínum góða eiginmanni. Kolbrún dóttir þeirra var kær nemandi minn og hún var eftirlæti þeirra foreldra sinna, bar þeim fagurt vitni, indæl og vel gjörð stúlka. Við Hanna sendum þeim mæðgum og þeirra fólki einlægar samúðarkveðjur. Hann Steini Steingríms skilur eftir sig afar góðar minningar í huga mínum, hvort sem var í önn daganna eða á gleðistundum, þar fór maður heill og vandaður hið bezta, þökk sé fyrir þær góðu minninga- myndir. Blessuð sé minning Þorsteins Steingrímssonar. Helgi Seljan. Þorsteinn Steingrímsson Elsku amma, mér leið mjög skringilega þegar ég vissi að þú varst farinn, ég gat varla trúað því. Ég mundi strax eftir öllum dögunum sem við komum heim til þín með pabba og þér fannst alltaf svo gaman að fá okkur til þín, þótt að við kæmum ekki oft. Ég man sérstaklega eftir því þegar við komum á jóladag í afmæli til þín, þú varst alltaf með matarboð fyrir alla fjölskylduna þann dag. Í hvert sinn þegar við komum í heimsókn áttirðu alltaf eitthvað nammi til þess að bjóða okkur upp á, svo fórum við alltaf út að leika okkur í skólanum á bak við hús. Ég man líka vel eftir því þegar þú vannst í sjoppunni á Álftanesi og þú gafst okkur ís. Ég vona að þér Theódóra G. Gunnarsdóttir ✝ Theódóra G.Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 25. desember 1941. Hún lést á Land- spítala í Fossvogi 4. október 2011. Útför Theódóru verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 12. október 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. líði betur á himnum, því þú varst svo oft veik. Mér hefði lang- að að hitta þig aftur, af því að mér finnst við hafa heimsótt þig allt of sjaldan. Samt fórum við alltaf að hitta þig nokkrum sinnum þegar við komum til Íslands. Ég sakna þín mjög mikið og ég veit ekki hvernig það verður að koma til Ís- lands án þess að fara að hitta þig. Svona hlutir gerast alltaf allt í einu og maður býst aldrei við þeim, sérstaklega þegar maður er svona langt í burtu. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þinn Ólafur Ketill Guðrúnarson. Þegar þetta gerðist þá varð ég mjög sorgmædd, en svo fattaði ég að þér líður örugglega betur hjá englunum, að því þú varst alltaf svo veik. Við áttum einn hlut sam- eiginlegan, við elskuðum báðar nammi. Þú varst alltaf svo góð við mig. Ég elska þig, amma. Perla Líf Kjartansdóttir. Nú er komið að kveðjustund við elsku afa og langafa. Hann afi í Brekkó eins og við köll- uðum hann á okkar heimili er látinn. Nú sit ég og hugsa til baka og upp koma margar góð- ar og skemmtilegar minningar. Afi í Brekkó var lukkunnar pamfíll með henni elsku Önnu Ólafur Pálsson ✝ Ólafur Pálssonvar fæddur 18. maí 1921 í Reykja- vík. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 4. október 2011. Útför Ólafs Pál- sonar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 11. október 2011. Siggu sinni eins og hann kallaði ömmu alltaf í nærveru minni. Eftir að hafa komið upp sjö börnum jókst tala afkomenda jafnt og þétt og þegar hann kvaddi voru afkom- endurnir orðnir 54 talsins. Þegar afi talaði um og við af- komendur sína mátti sjá stolt og gleði í augum hans og lýsti hann því óspart hvað hann væri heppinn og rík- ur maður að eiga allan þennan fjársjóð. Þegar ég hugsa til barnæsku minnar situr í minningunni þau ófáu sunnudagsmatarboð í Brekkugerðinu þar sem alltaf var lambalæri og þessi svaka fína ísterta með blómum á. Í þessum matarboðum var ekki lognmollan og fengu barnabörn- in að skiptast á að sitja í „kónga- og drottningarstólun- um“ eins og við kölluðum þá þar sem þeir voru svo flottir. Þegar ístertan var borin fram var mis- jafnt hver fékk ísblómin og var það allaf mikil spenna. Í heim- sóknum okkar fengum við oft að sitja inni í vinnuherbergi afa og horfa á sjónvarpið sem var svo flott að það var hægt að draga fyrir skjáinn. Á jólunum hittumst við alltaf og dönsuðum í kringum jólatréð og var alltaf endað á 10-20 leiknum sem öllum þótti mjög skemmtilegur. Að honum lokn- um tók afi pakkana undan trénu og var þeim iðulega kastað til okkar, okkur fannst það mjög gaman. Afi hafði ákaflega gaman af því að tala við Gunna um verk- fræði, sjómennsku og þá þróun sem hefur átt sér stað í gegnum tíðina. Stelpurnar mínar muna eftir langafa sínum sem „góða og skemmtilega afa sem átti dótaskúffuna“ sem öll hans barnabörn og barnabarnabörn hafa leikið sér með. Þegar við eignuðumst drenginn okkar var afi svo ákaflega stoltur því hann Oliver, eða Óli eins og afi sagði alltaf, var afkomandi hans núm- er 50. Það skipti engu máli hvað við lærðum eða gerðum, afi var allt- af ákaflega stoltur af öllu sínu fólki og var hann mjög duglegur að sýna okkur stolt sitt. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði en geymum gleði og góðar minningar í hjörtum okkar. Þín Anna Sigríður Björns- dóttir, Gunnar Hrafn Hall, Malín María Hall, Rakel Rán Hall og Oliver Orri Hall. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BRAGA K. NORÐDAHL fv. flugstjóra, Kópavogsbraut 1b, áður til heimilis að Þinghólsbraut 66, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dagdvalar Sunnuhlíðar í Kópavogi. Einnig viljum við þakka læknum og öðru starfsfólki deildar L4 á Landspítala Landakoti fyrir einstaka umönnun í veikindum hans og hlýju í okkar garð. Ingunn Runólfsdóttir Norðdahl, Erna Norðdahl, Edward Finnsson, Kristín Norðdahl, Kristinn Guðmundsson, Björk Norðdahl, Bragi Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og jarðarfarar elsku- legs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDAR BJÖRNSSONAR kennara og organista. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skjóli, 5. hæð og Drafnarhúsi í Hafnarfirði fyrir góða umönnun á liðnum árum. Kolbrún Steingrímsdóttir, Steingrímur Þorvaldsson, Helga Sjöfn Guðjónsdóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðmundur E. Finnsson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Björn Þorvaldsson, Anna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, RAGNA GUNNARSDÓTTIR, Samtúni 10, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 27. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 3. hæð á Skjóli fyrir góða umönnun og kærleiksríkt viðmót. Þakka auðsýnda samúð. Garðar Sölvi Helgason. ✝ Systir okkar, ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 28. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Systkini hinnar látnu. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir og amma, HERDÍS JÓNSDÓTTIR kennari, Auðbrekku 29, Kópavogi, lést á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins 4. október. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 14. október kl. 15.00. Halldór Snorri Gunnarsson, Berglind Björk Halldórsdóttir, Hannes Þór Baldursson, Svanhildur Sif Halldórsdóttir, Hjalti Geir Pétursson, Lovísa Lára Halldórsdóttir, Ársæll Rafn Erlingsson, Gunnar Már Halldórsson og ömmubörnin þrjú. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, "Senda inn minning- argrein", valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.