Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Þar á meðal
Mädchenlieder eftir
Schumann sem ekki er oft
flutt hér á landi. 33
»
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mig hefur lengi langað til þess að
setja upp þetta verk og gat loks látið
verða af því núna þar sem ég fékk
sýningarréttinn í vor,“ segir María
Sigurðardóttir, leikhússtjóri Leik-
félags Akureyrar, um Svörtu kóme-
díuna eftir Peter Shaffer sem frum-
sýnd verður í Samkomuhúsinu hjá
LA annað kvöld í leikstjórn Maríu.
„Verkið var skrifað árið 1965 og er
einn af fáum gamanleikjum sem Pet-
er Shaffer samdi,“ segir María, en
frægustu verk hans eru Amadeus og
Equus sem bæði hafa verið sýnd á
sviði hérlendis og verið kvikmynduð.
„Þetta er ekki dæmigerður farsi um
framhjáhald með ótal dyrum sem
opnast og lokast. Það má frekar segja
að þetta sé óvæntur gamanleikur,
auk þess sem það er meiri dýpt í kar-
akterunum,“ segir María þegar hún
er beðin að lýsa verkinu.
Alltaf gott að hlæja
„Verkið gerist í London árið 1965
og við höldum okkur við þann tíma.
Ungur, fátækur listamaður og unn-
usta hans fá ríkulega antíkhúsmuni
að láni án leyfis til að ganga í augun á
föður hennar, uppskrúfuðum og stíf-
um ofursta, og þýskum auðkýfingi
sem er væntanlegur til að skoða verk
listamannsins unga. Þetta sama kvöld
fer rafmagnið, þannig að þetta lítur
mjög illa út. Eigandi húsgagnanna
kemur óvænt heim, fyrrverandi kær-
asta hans mætir óboðin og heim-
spekilegur rafvirki reynir að bjarga
málunum,“ segir María og tekur fram
að það sé sérlega skemmtileg áskor-
un fyrir leikarana að leika í myrkri.
„Þetta er mikil kúnst fyrir leikarana,
því þau leika í ljósum en þurfa sem
persónur verksins að hegða sér eins
og þau sjái ekki neitt,“ segir María og
tekur fram að tilburðir leikaranna
hafi vakið mikla kátínu þeirra áhorf-
enda sem fengið hafa að fylgjast með
opnum æfingum síðustu kvöld.
Að sögn Maríu er sýning LA á
Svörtu kómedíunni önnur uppfærsla
verksins á Íslandi, en leikritið var
sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í
Iðnó árið 1973 og gekk fyrir fullu húsi
í tvö ár. „Vigdís Finnbogadóttir þýddi
verkið fyrir LR á sínum tíma, en við
ákváðum að nota nýja þýðingu eftir
Eyvind Karlsson til að færa þýð-
inguna til nútímans.“
Spurð hvort hún eigi von á því að
verkinu muni vegna jafn-vel nú og
fyrir rúmum þrjátíu árum svarar
María því játandi. „Ég er full bjart-
sýni. Ég held að fólk hafi mjög gott af
því að koma og hlæja. Ég valdi þenn-
an gamanleik vegna þess að ég held
að hann sé mjög vel boðlegur fyrir
jafnt heimamenn sem og landsmenn
alla,“ segir María.
Mikil kúnst fyrir leikarana
Svarta kómedían óskaverkefni Maríu Sigurðardóttur leikstjóra árum saman
Einn af fáum gamanleikjum Peters Shaffer sem þekktastur er fyrir Amadeus
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Allt svart Árni Pétur Guðjónsson og Einar Aðalsteinsson í hlutverkum sín-
um í Svörtu kómedíunni sem öll er leikin í myrkri þó ljósin séu kveikt.
Út er komin bókin Reykjavik
Rocks hjá GAG útgáfunni og
posters.is. Meðal höfunda efnis
í bókinni, sem gefur innsýn inn
í Reykjavík í léttum dúr, eru
Hallgrímur Helgason, Örn Úlf-
ar Sævarsson og Jón Atli Jón-
asson. Jón Gnarr borgarstjóri
skrifar leiðara bókarinnar.
Guðlaugur A. Guðmundsson
ritstýrir bókinni, Ljósmyndir
eru eftir Óskar Hallgrímsson,
Gulla Má, Kjartan Má Magnússon, Oscar Bjarna-
son, Pétur Friðgeirssons og Björn Loka Björns-
son. Bókin er 96 blaðsíður og er hönnun hennar í
höndum Sigurgeirs Magnúsar Hafsteinssonar.
Ferðabækur
Innsýn í Reykjavík
í léttum dúr
Kápa Reykjavik
Rocks.
Hljómsveitin Skuggamyndir
frá Býsans heldur tónleika á
Café Haíti, Geirsgötu 7, annað
kvöld kl. 21.30. Sveitin leikur
fjöruga balkantónlist frá Tyrk-
landi, Grikklandi og Búlgaríu
Hljómsveitina skipa Ásgeir Ás-
geirsson, sem leikur á bouzouki
frá Grikklandi, saz frá Tyrk-
landi og tamboura frá Búlg-
aríu, Haukur Gröndal, sem
leikur á klarinett, Þorgrímur
Jónsson, sem leikur á bassa, og Erik Qvick, sem
leikur á slagverk. Sérstakir gestir þetta kvöld
verða Gunnar Hrafnsson á bassa og Kjartan
Guðnason á slagverk.
Tónlist
Balkantónleikar á
Café Haíti
Haukur
Gröndal
Nú stendur í Nýlistasafninu
sýningin Grasrót IX, en á
henni eru verk eftir átta unga
myndlistarmenn. Í kvöld verð-
ur safnið opið til kl. 21.00, og
hægt að sjá verkið Nocturne in
Bank and Blue, sem er mynd-
bandsinnsetning utandyra og
gjörningur eftir Helgu Björg
Gylfadóttur, kl. 19.30-20.30.
Nocturne in Bank and Blue er
skapað fyrir ljósaskiptin að
kvöldlagi. Myndband verksins var tekið upp í
Bank-hverfi Lundúna á tímum efnahagshrunsins
og er því óbein ljóðræn túlkun á ástandi bláa ljóss-
ins í ljósaskiptum Lundúna og Reykjavíkur.
Myndlist
Myndbandsinnsetn-
ing í Nýló í kvöld
Úr Nocturne in
Bank and Blue.
Róbert Stefánsson er ekki um-
svifamikill bókaútgefandi, hefur að-
eins gefið út eina bók, en hann er þó
staddur á bókakaupstefnunni í
Frankfurt að kynna þá bók, The
Phrase Book, sem hefur að geyma
600 setningar eða frasa á þrettán
tungumálum; íslensku dönsku,
ensku, finnsku, frönsku, ítölsku, kín-
versku, norsku, potúgölsku pólsku,
spænsku, sænsku og þýsku.
Bókin er ekki alveg ný, hún kom
út fyrst 2005 og seldist þá bráðvel að
sögn Róberts, seldist í um 5.000 ein-
tökum. Hún hét þá Made in Iceland,
en honum þótti nafnið ekki nógu lýs-
andi og breytti því fyrir nýja útgáfu.
„Þetta verkefni hefur legið í dvala
undanfarin ár, enda má segja að ég
hafi lagt of mikið í markaðssetningu
og kynningu og fyrir vikið stóð verk-
efnið ekki undir sér,“ segir hann. Að
þessu sinni segist hann betur und-
irbúinn og hyggst nota meðbyrinn
sem íslensk bókaútgáfa fær af kaup-
stefnunni í Frankfurt. „Ég hef verið
í samningaviðræðum við fyrirtæki í
Kína sem ég ætla að reyna að hitta
úti og svo er ég til í að semja um
réttinn í öðrum löndum.“
Það er þó fleira framundan en
Frankfurt, því Róbert er búinn að
setja saman sérstaka útgáfu bók-
arinnar fyrir spjaldtölvur og snjall-
síma, sem sjá má á síðunni, phra-
sebook.com og segist ekki síst horfa
til þeirra framtíðarmöguleika sem
þar er að finna.
600 setn-
ingar á 13
málum
The Phrase Book
kynnt í Frankfurt
Meðbyr Róbert Stefánsson leitar
meðal annars hófanna í Kína.
Varla þarf að fara mörgumorðum um útgáfusöguskáldsögunnar Frönsksvíta eftir Irène Ném-
irovsky, jafn alkunn og hún er orðin.
Rúmlega 60 árum eftir lát Ném-
irovsky í fangabúðum nasista kom í
ljós að handrit sem dóttir hennar
hafði varðveitt var handrit að mikilli
skáldsögu. Bókin var gefin út, hlaut
einróma lof, hefur verið þýdd á um
fjörutíu tungumál og kemur nú út á
íslensku.
Némirovsky er að skrifa um at-
burði sem hún lifði sjálf, það er að
segja innrás Þjóðverja í Frakkland,
og skráir svo að segja samtímis því
sem þeir gerast og setur í skáld-
sagnaform. Frönsk svíta er í tveimur
hlutum. Sá fyrri, Júnístormur, segir
frá innrás Þjóðverja í Frakkland
sumarið 1940 og þeirri ringulreið og
upplausn sem skapast þegar líf fólks
fer úr skorðum. Í París leggur fólk á
flótta og streymir út úr borginni.
Némirovsky segir sögu nokkurra
þeirra. Seinni hlutinn nefnist Blíða og
segir frá lífi í frönsku þorpi sem Þjóð-
verjar hafa hernumið og lýsir sam-
bandi íbúa við innrásarliðið.
Hvað er það sem gerir Franska
svítu að svo góðu skáldverki? Að
stærstum hluta er ástæðan sú að
Némirovsky er afar snjallur rannsak-
andi á mannlegt eðli, auk þess sem
hún er afar góður stílisti. Henni tekst
fádæma vel að lýsa viðbrögðum fólks
þegar upplausn og óreiða blasir við
með eignamissi og skorti á mat. Hver
og einn reynir að bjarga sér á þann
hátt sem hann telur best henta sjálf-
um sér. Alltof fáir halda virðingu
sinni og enn færri eru færir um að
sýna göfuglyndi. Mögnuðustu kaflar
bókarinnar eru lýsingar á því þegar
fólk sýnir af sér grimmd eða hrein
ómerkilegheit í samskiptum við aðra.
Némirovsky veit líka ýmislegt um
hjarðeðlið sem svo auðveldlega getur
gripið um sig í upplausnarástandi og
gjörbreytt manneskjum. Eins og ein
persóna hennar segir: „Það er vitað
að manneskjan er flókin, marg-
slungin, sundruð, undarleg, en það
kemur best í ljós þegar stríð geisar
eða upplausnarástand ríkir.“
Í lýsingum sínum forðast Ném-
irovsky alla tilfinningasemi. Hún
horfir yfir sviðið af mátulegri kald-
hæðni, hefur alla þræði í hendi sér og
ætlar sér ekki að glutra niður góðu
efni með því að gera það væmið. Hún
skrifar svo afar góðan stíl, skýran og
tilgerðarlausan.
Það er mikið gleðiefni að Frönsk
svíta sé nú komin út á íslensku. Frið-
rik Rafnsson þýðir þetta meist-
araverk afar vel og reyndar er útgáf-
an öll til mikillar fyrirmyndar. Í
bókinni er formáli eftir Myriam An-
issimov um líf þessarar merku skáld-
konu sem dó 39 ára gömul. Viðauki
fylgir einnig þar sem er að finna
minnispunkta Némirovsky um verk-
ið, en hún hafði ætlað því að verða
fimm bindi. Þarna er einnig brot úr
bréfum hennar og bréfum manns
hennar eftir handtöku hennar þar
sem hann biður einstaklinga um hjálp
til að hafa uppi á konu sinni.
Frönsk svíta er áhrifamikið meist-
araverk sem bókmenntaunnendur
mega ekki láta framhjá sér fara.
Áhrifamikið meistaraverk
Frönsk svíta bbbbb
Eftir Irène Némirovsky.
JPV gefur út, 409 bls. innb.
KOLBRÚN
BERGÞÓRSDÓTTIR
BÆKUR
Irène Nemirovsky Franska skáld-
konan Irène Nemirovsky.
„Við erum með góða blöndu af
nýútskrifuðum leikurum og
miklum reynsluboltum, sem
samanlagt eru með yfir 160
ára leikreynslu,“ segir María
Sigurðardóttir leikstjóri og vís-
ar þar til Árna Péturs Guðjóns-
sonar, Guðmundar Ólafssonar,
Gests Einars Jónassonar og
Sunnu Borg. María segir sér-
lega ánægjulegt að Gestur Ein-
ar og Sunna séu að stíga á
svið LA aftur eftir nokkurt hlé.
Anna Gunndís Guðmundsdóttir
og Einar Aðalsteinsson eru að
stíga sín fyrstu skréf, en Ívar
Helgason hefur áður leikið hjá
Þjóðleikhúsinu og Þóra Karitas
Árnadóttir með LA.
María bendir á að allir list-
rænir stjórnendur komi af Ak-
ureyrarsvæðinu. Þeir eru, auk
Maríu, Þórarinn Blöndal sem
hannar leikmyndina, ODDde-
sign sem sér um bún-
ingahönnun, Lárus H. Sveins-
son sem hannar lýsingu og
Gunnar Sigurbjörnsson sem
hannar hljóðmynd og sér um
hljóðstjórn.
Listrænir
stjórnendur
NORÐLENSK LEIKSÝNING