Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Næstkomandi sunnudag kl. 16.00 heldur tríóið Tríólógía tónleika í Sel- inu á Stokkalæk. Tríóið skipa Hall- veig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Sólveig Samúelsdóttir mezzósópr- ansöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni verða sönglög og dúettar eftir Felix Mend- elssohn og Robert Schumann, þar á meðal Mädchenlieder eftir Schu- mann sem ekki er oft flutt hér á landi. Sólveig mun svo flytja úrval af einsöngslögum Mendelssohns, þar á meðal lögin Auf flügeln des Ges- anges og Neue Liebe og Hallveig mun flytja ljóðaflokk Schumanns Frauenliebe und Leben sem er einn þekktasti ljóðaflokkur sem saminn hefur verið fyrir kvenrödd. Hallveig Rúnarsdóttir hefur nokkrum sinnum komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hún hefur einnig sungið með Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna, kamm- ersveitinni Aldavinum, kamm- erhópnum Caput, Kammersveit Hafnarfjarðar, Íslensku kamm- ersveitinni og Jón Leifs Kammerata og komið fram sem einsöngvari víða um heim. Undanfarin ár hefur hún haldið fjölda einsöngstónleika þar sem hún hefur lagt áherslu á ljóða- söng. Sólveig Samúelsdóttir var annar tveggja sigurvegara í sólistakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands 2004 og kom fram sem einsöngvari með Sinfón- íuhljómsveitinni á tónleikum í Há- skólabíói í janúar 2005. Hún hefur farið með nokkur hlutverk hjá Óp- erustúdíói Íslensku óperunnar og komið reglulega fram sem einsöngv- ari. Hrönn Þráinsdóttir hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýska- landi, Austurríki, Ítalíu og á Íslandi, bæði sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Hún hefur verið meðlimur kammersveit- arinnar Ísafoldar frá árinu 2004. Tónleikarnir í Selinu á Stokkalæk eru svonefndir landsbyggð- artónleikar sem Félag íslenskra tón- listarmanna gengst fyrir með til- styrk mennta- og menn- ingarmálaráðueytisins. Veitingar verða á tónleikunum og eru miða- pantanir í síma 487 5512 og 864 5870. Tríólógía í Selinu á Stokkalæk Tríólógía Næstu tónleikar tríósins verða á sunnudag.  Sönglög og dúettar eftir Mendelssohn og Schumann Morgunblaðið/Golli Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðs- son er meðal þeirra sem hljóta bókmenntaverð- laun Evrópusam- bandsins á þessu ári. Verðlaunin voru tilkynnt á bókasýningunni í Frankfurt. Ófeigur, sem er 36 ára, hefur gefið út ljóðabækur og skáldsögur en á síðasta ári kom út eftir hann bókin Skáldsaga um Jón, sem segir meðal annars frá eldklerknum Jóni Steingrímssyni en hann fær einmitt verðlaunin fyr- ir hana. Alls hljóta tólf höfundar verð- launin í ár en þau nema 5.000 evr- um og tækifæri til að fá bækur gefnar út í öðrum Evrópulöndum. Ellefu aðrir höfundar frá ýmsum Evrópulöndum fengu einnig bók- menntaverðlaun Evrópusambands- ins að þessu sinni. Verðlaun til Ófeigs Ófeigur Sigurðsson Nei Ráðherra áhorfendasýning ársins 2011 Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Eftir Lokin Lau 29/10 kl. 20:00 U Fim 3/11 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 20:00 Fim 17/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Lau 26/11 kl. 20:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 3/12 kl. 20:00 Svanurinn Sun 6/11 kl. 14:00 U Sun 13/11 kl. 14:00 U Sun 13/11 aukas. kl. 17:00 Sun 20/11 kl. 14:00 U Sun 20/11 aukas. kl. 17:00 Sun 27/11 kl. 14:00 U Söngleikir með Margréti Eir Fös 21/10 kl. 20:00 Lau 22/10 kl. 20:00 Sun 30/10 kl. 20:00 Lau 19/11 kl. 20:00 Lau 10/12 kl. 20:00 Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖ S 14 / 10 L AU 1 5/ 10 L AU 22 /10 FÖS 28/10 L AU 29/10 FÖS 04/1 1 L AU 05/1 1 FÖS 1 1 / 1 1 L AU 1 2 /1 1 FÖS 18/1 1 FIM 24/1 1 FÖS 25/1 1 L AU 26/1 1 FÖS 02 /1 2 FÖS 09/1 2 L AU 10/1 2 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 Ö Ö Ö U U Ö NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050 Fimmtudagur 13.10.11 Sinfónían á Airwaves Hjónabandssæla Hrekkjusvín – söngleikur Fös 14 okt kl 20 frumsýning Lau 22 okt kl 20 Fim 27 okt kl 20 Fös 28 okt kl 20 Lau 15 okt. kl 20 Ö Sun 16 okt. kl 21 Fim 20 okt. kl 20 Ö Fös 21 okt. kl 20 U Lau 29 okt. kl 20 Ö AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.