Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Langþreytt á partíhaldi
2. Vilhjálmur Þór hársnyrtir látinn
3. Banaslys á Fagradal
4. Brad Pitt öskureiður
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rokkhljómsveitin Sólstafir stendur
fyrir hlustunarveislu þar sem nýjasta
platan þeirra, Svartir sandar, verður
spiluð í heild sinni fyrir utan eitt lag
sem hljómsveitin mun spila „live“.
Platan verður til sölu á staðnum.
Sólstafir með hlust-
unarveislu á Bakkusi
Dr. Gunni er bú-
inn að hræra í
nýtt pönkband
með gömlum fé-
lögum úr Kópa-
voginum. Vid-
eósílin eru „eitt
besta pönkkóver-
band á Íslandi
sem sérhæfir sig í
Kópavogi 1980-1981“. Sveitin leikur á
Pönk 2011 laugardaginn 22. okt. Einn
meðlima er sjálfur Trausti Júlíusson,
Fréttablaðspenni með meiru.
Dr. Gunni stofnar
nýja pönkhljómsveit
Björn Thoroddsen býður til sinnar
árlegu gítarveislu fimmtudaginn 20.
október. Þetta er í áttunda skiptið
sem gítarveislan er haldin og meðal
þeirra sem koma fram eru
Robin Nolan, Bjöggi
Gísla, Gummi P, Hákon
Möller, Þórður Árna,
Dóri Braga, Siggi
Ólafs, Jón
Hilmar og
Hjörtur
Steph.
Gítarveisla Bjössa
Thor í október
Á föstudag Sunnan og suðvestan 10-15 m/s. Skúrir sunnan- og
vestanlands en rigning um kvöldið. Bjart með köflum norðan- og
austanlands framan af degi. Hiti 3 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-20 m/s og rigning eða skúrir
sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnandi
veður og hiti á landinu 5 til 12 stig.
VEÐUR
Kristján Þór Einarsson, kylf-
ingur úr Kili í Mosfellsbæ,
vann á þriðjudagskvöldið
sögulegan sigur þegar hann
sigraði á Harald Funston-
mótinu í bandaríska há-
skólagolfinu. Sigurinn er
sögulegur fyrir þær sakir að
Kristján varð þar með fyrst-
ur Íslendinga til þess að
vinna þrjú mót í há-
skólagolfinu. „Ég er auðvit-
að mjög ánægður með
þetta,“ segir Kristján. »1
Sögulegur sigur
hjá Kristjáni
Kristinn Geir Friðriksson, körfu-
boltaspekingur Morgunblaðsins,
birtir í dag síðasta pistil sinn um
Iceland Express-deild
karla í körfu-
knattleik þar
sem hann
spáir því
hvaða lið
endi í sæt-
unum 1-4
en keppni í
deildinni
hefst í kvöld
með þremur
leikjum.
»2-3
Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfu-
knattleik kvenna hófu titilvörn sína
í gærkvöldi með því að tapa fyrir
Fjölni, 79:72, þegar flautað var til
leiks í Iceland Express-deildinni.
Nýliðar Vals töpuðu fyrir Snæfelli
en silfurliðið í vor, Njarðvík, vann
nýbakaða deildabikarmeistara
Hauka í Hafnarfirði með 19 stiga
mun, 81:60. »4
Titilvörnin hófst með
tapi hjá Keflavík
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
„Þú ert þessi ofurmaður! Hvernig
líður þér?“ segir Horst Koske er
hann sest hjá Sigurði Guðmunds-
syni.
Augnabliki áður höfðu báðir tár-
ast er fundum þeirra bar saman í
fyrsta skipti og var það á bókastefn-
unni í Frankfurt í gær. Koske var
loftskeytamaður á þýska kafbátnum
U-300 sem skaut Goðafoss niður 10.
nóvember árið 1944 og var Sigurður
háseti á Goðafossi. „Hvernig er
heilsan?“ spyr Sigurður nærgætinn
á móti.
Það eru aðeins fáeinar vikur síðan
Koske las bókina Goðafoss eftir Ótt-
ar Sveinsson og Stefan Krücken,
sem kom út í Þýskalandi í gær. Þá
fyrst áttaði hann sig á hvað gerst
hafði þennan örlagaríka dag, sá ljós-
myndir af fórnarlömbunum og las
frásagnir eftirlifenda. „Ég hef lesið
bókina þrisvar og það var afar sárt
fyrir mig,“ sagði hann er hann sat
með Sigurði.
„Mér varð ekki svefnsamt fyrstu
næturnar vegna sektarkenndar yfir
því að hafa verið um borð í kafbátn-
um, maður losnar ekki við sektar-
kenndina, en ég vona að eftir daginn
í dag finni ég aftur ró á næturnar.“
Sigurður leit á hann og sagði:
„Mig langar til að segja að ég er
ekki bitur. Ég er voðalega feginn að
hafa hitt þig og mér líður miklu bet-
ur.“
„Mér er eins innanbrjósts,“ sagði
Koske. „Ég vil undirstrika að sjó-
menn voru aldrei óvinir. Þeir voru
kannski hvorir sínum megin við víg-
línuna. Ég fann það þegar breskir
sjóliðar björguðu mér síðar úr sjón-
um. Einn skaut á mig, en hinir
sögðu að það hefðu verið mistök:
„Við vildum ekki skjóta.“ Ég var
meðvitundarlaus þegar mér var
bjargað, en fékk kaffi frá breskum
sjóliða sem hressti mig við. Sjómenn
voru ekki fjendur.“
Óhætt er að segja að blaðamanna-
fundurinn hafi vakið mikla athygli á
bókastefnunni í gær. Salurinn í ís-
lenska skálanum var sneisafullur af
fólki, margir þurftu að standa eða
sitja á gólfinu. Ekki fór á milli mála
að þetta tók mjög á Koske, sem var í
fylgd sonar síns. „Þetta var aldrei
rætt á okkar heimili,“ sagði sonur
hans. „Þetta var viðkvæmt og við
erum að heyra fyrst um þetta
núna.“
Bókin hefur fengið jákvæð við-
brögð í þýskum fjölmiðlum, hún
fékk fimm stjörnur af sex hjá fjöl-
miðlarisanum ARD og var blaða-
mannafundurinn sagður einn af há-
punktum bókastefnunnar.
Fjallað er um bókina og rætt við
Sigurð í blaðinu í dag. »34
Sjómenn voru ekki fjendur
Bókin Goðafoss vekur mikla athygli á bókastefnunni í Frankfurt
Sigurður segist ekki bitur Koske ekki svefnsamt vegna sektarkenndar
Morgunblaðið/Kristinn
Stór stund Koske grét er hann hitti Sigurð á blaðamannafundinum í gær. Svo gerði Sigurður slíkt hið sama.
Forsíðan Morgunblaðið birti myndir
af þeim sem létust er Goðafoss sökk.
Hvaða lið verður meist-
ari að mati Kristins?