Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 21

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 21
JÓLIN 1968 AUSTURLAND 21 dsnska og hægri hönd Aksels Larsens, prófessor Morten Lange og íkoiia hans Bodil. Próf. Lange er kunnur sveppafræðingur, en kona hans er mosafræðingur. Faðir hans, Jakob Lange, skrif- aði sveppaflóru Norðurlanda, sem sonur hans hefur endurskoðað. Þau ihjón voru frábærlega skemmtilegar manneskjur, og var dagurinn með þeim ógleym- anlegur. Þau leiddu mig í allan sannleika um það, í hvílíku mat- arbúri dýrlegra sveppa við göng- um hér á Hallormsstað, er líða tekur á sumar — og frúin útlist- aði fyrir mér matreiðslu fjöl- margra þeirra. Seint um haustið bar velkom- inn gest að garði. Þetta var skólabróðir minn frá Landbúnað- arháskólanum á Ási, dr. Kristian Bjor, sem nú er tekinn við deild þeirri á tilraunastöðinni, sem próf. Elias Mork veitti forstöðu. Var Bjor hér á leið frá Banda- ríkjunum eftir nokkurra mánaða námsdvöl þar. Arið 1967 var ár mikilla heim- sókna ágætismanna. í júní kom hingað fremsti kvæma-sérfræðing- ur Skotlands, Mr. Robeirt Lines frá Edinborg, ákaflega fær mað- ur, sem margt var af að læra. Hann ritaði mjög ýtarlega skýrslu um ferð sína hingað og skóga af þessari tegund hér" (á íslandi). Um einn rauðgreniteiginn seg- ir Lines: „Ég sá rauðgreni frá Soiör í Noregi, plantað 1955, sem óx eins vel og við gætum vænzt af rauðgreni í Skotlandi''. Snemma í ágúst komu hingað 19 Norðmenn sem dvöldu hér í 10 daga í skiptiferð við plöntun. Var það góð heimsókn. Með þeim komu fjórir sérstaklega kærkomnir gestir. Fyrst skal nefna fararstjóra Norðmannanna hingað til Islands, Othar Hvoslef, fylkisskógræktarstjóra í Roga- landi. Þvínæst prófessor Hans H. H. Heiberg, sem var kennari minn í skógræktarfræði á Land- búnaðarháskólanum og mig hafði lengi langað til að fá hingað í heimsókn. Þá var Nils Ringset, bóndi frá Hlíðarbyggð á Sunn- mæri, sem eitt sinn var formaður Skógræktarfélags Noregs, en hef- ur öllum Norðmönnum fremur hrundið í framkvæmd skiptiferð- um skógræktarfólks milli frænd- þjóðanna. Loks var Gustav Norén, framkvæmdastjóri norska blaðama.nnasambandsins. Hann átti manna mestan þátt í, að norsku þjóðaigjöfinni hér um ár- ið var vaiið til skógræktar á ís- landi. Þetta var sérdeilis ánægju- legur hópur og fyrir mig var það Haukur Ragnarsson tilraunastjóri á Mógilsá og dr. Bakke frá Skógræktartilraunastöð Noíegs á Ási. er hún prentuð sem sérstakur bæklingur í flokki rita um rann- sóknir, er Forestry Commission (Brezka skógræktarstjórnin) gefur út. Lýsing hans á öllu, sem fyrir augun bar, er mjög nákvæm og staðreyndum hvergi brenglað. 1 k-aflanum um Guttormslund segir hann m. a.: „Ef ekki hefði verið fyrir ,hinn þykkari börk, hefði þetta mætavel getað verið skógur af Evrópulerki í Skot- landi og hann er örugg sönnun þess, að hægt er að rækta góða óblandin gleði að hitta aftur iminn gamla eftirlætiskennara, sem nú eins og forðum settist á kennara- púltið fyrii- framan mig á meðan við gengum um skóginn. Á sl. sumri hafa komið í heim- sókn tveir ágætir Norðmenn. Annar þeirra er dr. Alf Bakke, fremsti sérfræðingur Norðmanna í meindýrum á trjám, sem okkur var mjög mikilvægt að fá í heim- sókn. Hinn var Vilhelm Elsrud, framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Noregs. Hann var gestur á Hákon Guðmundsson yfirborgardómari, foirmaður Skógræktarfé- lags Islands, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri og Vilhelm Elsrud fraimkvæmdastjóri Skógræktarfélags Noregs. aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands í ágúst sl. Við ihann höfum við átt mikil og góð samskipti, og var heimsókn hans til þess að leggja áherziu á hið nána ,áam- starf þessara bræðrafélaga. Há- kon Bjainason hafði verið gest- ur á aðalfundi hins norska fé- lags sl. vor og var þá gerður að heiðursfélaga þess. En það er viðurkenning, sem fáum er veitt. Um hvítasunnuna 1968 dvaldi hjá okkur gestur, sem hafði hér , viðdvöl á leið sinni frá Banda- ríkjunum. Þetta var Englending- ur, að nafni Mr. Ford Robertson, frá Oxfoi d. Hann hefur um iangt skeið verið ritstjóri skógræktar- timarits, sem þar er gefið út og nefnist „Forestry Abstracts". Er það stuttur útdráttur úr öllu sem birtist um skógrækt í heiminum. Það er eina rit sinnar tegundar og er keypt um allan heim. Mr. Robertson er ákaflega fjölfróður maður, dæmigerður „brezkur séntilmaður" og hefur ferðazt um óteljandi lönd. Hann dvaldist 22 ár á Indlandi á yngri árum — og auðvitað mjög skemmtilegur! Honum þótti mjög fróðlegt að kynnast skógrækt okkar, en ég skal viðurkenna, að kannski höf-. um við talað eins mikið um mál- fræði -og skógrækt, því að hann spuiði ákaflega margs um ís- lenzka tungu — og íslenzka menningu — enda var hann geysilegur tungumálagarpui-. —o— Hér lokum við gestabók Hall- ormsstaðaskógar og höfum þá staldrað við flest nofn erlendra skcgræktarmanna, sem í henni standa sl. 13 ár. Sig. Blöndal. *0*^0l4*^0*t^j*0^^*0 n eáprent Haraldur Guðmundsson óskar öllum viðskiptamönnum siínum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu, sem er að líða. i— -|— -\nnr*irt r "*i~ir*i~ rin.n.i~ r->_nj-nr"i~ -**i —m—1~ - - ,- - ¦~-~iij^ ~~^~i~ ** ^iJ »»****^^* ¦ —^^ »»¦ —^^ — ji^^^j.^—,-,-^-,-n-y-^-^-^p^.^.^^

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.