Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 23

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 23
JOLIN 1968 AUSTURLAND 23 að hafa húfuna. Það varð svo að vera og eg þrammaði af stao. Eg held að klukikan hafi verið tvö, aðra minnir annað. Eg hélt svo áleiðis til stjórnarráðsins og þegar eg kom í Bankastrætið gullu við skot frá herskipi Dana. Eg taldi þau og voru iþau 21, og eg var kominn að horninu við grindverkið um stjórnarráðið, þegar þau hættu. Þangað feomu þau í sama mund, Kristján dóm- stjóri og kona hans, og stóð þeim báðum tár á brá. (Þau voru for- eldrar Jóns prófiessors. Nú stóðu fyriimenn á stéttinni fyrir fram- an stjórnarráðið. Til hægri hand- ar þeim í garðinum var fámenn lúðrasveit og lék hún lag. Danski fáninn 'blakti þarna uppi til 'hægri handar Við stjórnarráðið. Utar til vinstri, var nakin stöng og þá auðséð hvaða hlutverki hún átti að gegna. Báðar stengurnar stóðu á jörð niðri og báðar jafnlangt frá húsinu. Er lokið var laginu fór að hreifiast við nöktu stöng- ina og það fer að skríða upp legginn íslenzki fáninn. Hann seig hægt upp stöngina og í sama bili seíg danski fáninn niður. Enginn gat lifað stærra augna- blik, rétturinn upp og ranglætið nicui'. Það var fátítt að menn horfðu á það. Þar að auki heims- sagan sjálf á ferðinni, þvu ísland er íeyndar komið inn í heiminn, hafi það ekki verið það áður. Það voru 6 eða 8 menn fyrir stjórnarráðinu, meðal þeirra var danski herskipsstjórinn. Sigurður Eggerz var í forsætisráðherra stað, því Jón Magnússon var í Danmörku að segja skilið við Dani. Svo þekkti eg Jóharines bæjarfógeta, okkar gamla sýslu- mann í Múlaþingi nyrðra. Hann var í embættisbúningi og var enginn annar íslendingur það, en danski skipstjórinn var í uni- formi. Eg litaðist í kring, fátt manna, ekki nema það sem með góðu móti komst á stéttina fyrir framan grindurnar. Allir voru kuldaklœddir, 'höfðu loðhúfu og trefil og fátt var kvennanna. Nú mátti eg hugsa margt. Þama stendur Kristján dómstjóri og hefur loðhúfu, ekkert fiínni en mína húfu. Eg er heppinn, hefði eg nú haft ihattinn, hefði eg ver- ið apinn í hópnum. Eg renni hlýjum huga til Guðrúnar Blönd- al. Nú er islenzki fáninn kominn upp. Eg minnist ekki neins í sam- bandi við það, engin Mrrahróp, kirkjuklu'kkum ekki hringt. Þær höfðu 'haft annað að gera. 1 hóg- værð sikaltu fagna þínum sigri. En það hleypur afar illt blóð í mig. Fáninn á ekkert skylt við Hvítbláinn, fána okkar unga ís- lands. Hverjir eru svona djarfir? Fáninn er klofinn og eg skil ekk- ert í þessum fána. Eg er náttúr- lega bara sveitagemlingur þrátt fyrir fínu húfuna. Þetta eru ein- hverjar tákntiktúrur hugsa ©g og læt það duga. Og eg sem hef ekkert gefið fyrir iþennan samn- ing og fylgdi Benedikt Sveins- syni, áttum við að láta Dani hafa jafnan fæðrétt á Islandi og við sjálfir? Hafði sjálfstæði Islands fyrr verið fleygt? Og nú er fán,- anum fleygt. Hér er ekkert sjálf- stæði á fei'ð. Hvítbláinn var okk- ar sjálfstæði. Honum mátti breyta á ýmsan hátt, en hvíti krossinn, hann Sþyrfti að vera eilífur á Islandi. En augnablikin ryðjast áfram. Sigurður Eggei-z stágur fram, hár maður og vörpulegur en hafði verið nokkuð laus á velli, þar sem hann var niður kominn. Hann var listrænn og tilfinningamaður, og nú hóf hann raust sína, en blsebrigði til- íinningalífs kæfðu mikið af þvi sem hann sagði, svo það neyrð- ist ekki. Hann talaði mjög stutt en vel viðeigandi. Hér var gætt vei hófs. Ekkert yfirlæti átti við, engin níðvísa um Dani frá dög- um Haralds Gormssonar né Bólu- Hjálmars, Sigurður lauk máli sínu og eg minnist þess elkki að neinn segði húrra, enda hefði eg þagað. Þá tók danski skipstjór- inn tii máls, örfá orð, lýsti um- boði sínu, kóngsins vegna, og árnaði Islandi heilla. Þá tók Jó- hannes bæjarfógeti >til rnáls og skyldist nú hvers vegna hann var í uniförmi. Það var til jafnræðis við Danann. Hann talaði allt of stutt og kannske unifbrmerað embættisverk, og eins nú, og árnaði Dönum allra heilla og eg held að hann hafi minnzt kon- ungsins, er nú átti tvær þjóðir í einum anda. Nú lék lúðrasveitin og athöfnin var búin. Hún hafði aðeins staðið yfir 10—15 mín. og var nóg fyrir lasna Reykvík- inga í norðaustan kuldahlæ, sem þó mátti teljast gott veður á þessum tíma og ekki var undan að kvarta. Það lœgði veðrið og hreinsaði loft, og sól hafði setzt í fjallgarðirm og bjarmaði rauðu yfir Reykjavík. Við félagar fengum okkur kaffi á Hótel Island og vorum glaðir. Það hafði enginn dáið á Lauga- vegi 70, en þar lágu allmargir menn í vei'kinni, en í bakhúsi dóu 2 eða 3 menn. Það er enginn efi á þvi, að okkur bjargaði brauðið og ölið eitt saman til matar. Daginn eftir fara yfir 20 strákar á Skólavörðustíg 35. Þeir eru að innritast í nýjan skóla á íslandi. Skólastjórinn, Jónas Jónsson, segir þeim fyrir um námstilhögun og bókaþörf. Hann biður mig að vera umsjónarmann þessa nýja skóla. Morguninn eftir kem eg 5 mínútur yfir átta í skólastofuna í Iðnó. Fyrsti kennarinn í fyrsta tímann er kominn, en það er bezt að taka það fram hérna, því það getur verið gott að vita það eftir 450 ár, að þessi kennari var ungfrú Ólöf Jónsdóttir, seinna frú Nor- dal. <wmwi<mwmm>wmwwwwwmmwmwmm^mMm^mmm^^*^*mmv<*wwmw^*mw%#»#m»^mm»#%#^^^<#ww^ Aðalbjörn Úlfarsson frá Vattarnesi: Síldarsiúlkan Hún stendur með stálhníf í hendi þótt starfinu fylgi vos það glóir á gullna lokka og geislar um varirnar bros. Svo mundar hún hnífinn og miðar það mala skal henni gull með síkvikum höndum er síldin söltuð unz tunnan er full. Hún er ei með fálmi né fumi þótt flýtirinn vanti ei þar ei nýgræðings nýjabnimi sem negld er við tunnurnar. Hún vinnur af lipurð og lagi af lífsarku er hún ei snauð, afkvæmi alþýðufólksins sem Islendingum vann brauð. Það er sagt frá í sögum og Ijóðum er sultur að þjóðinni svarf. Þá lærði hún að vinna og vinna og vill að það gangi í arf. Sú æska er uppvex núna og er þó með beint sitt bak vill e'kki að harðrétti og hungur hafi á sér kvenkatak. Það heyrist svo oft hjá þeim öldnu hve æskan sé skemmtanafíkn og dáðlaus til vinnu á daginn í dómunum sízt gefin Mkn. Það bjarga ekki böll eða draumar en toölvun á eftir fer. Nei, það þarf að vinna og vinna, vinnan ber gullið með sér. Þó farlama fræðaþulir og fúkyrtar kenlingar tali um dáðleysi og dundur um dugnað sem áður var. Þó eltumst við ekki við rollur og ei mokum heldur f jós á síldarstúlkan okkar alla tíð skilið hrós. Hún stendui- við tunnuna og starfið starf, sem er þjóðargull, af eldmóði vinnur og vinnur vinnur unz tunnan er full. Þó bíti ihana verkur í bakið bifast hún e'kiki hót. Það er gullfalieg grannvaxin stúlka sem glaðleg fer lífinu mót. JlUSTURLAND Ritst jóri: ! Bjarni Þórðarson. NESPRENT Svör við heilabrotum á bls. 11. 1. 10-9-8-7-6-5. — 2. X. 3. 4+5=9. — 4. A. — 5. 9.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.