Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 1
AUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI GleBileg jól! 18. árgangur. JÓLIN 1968 50. tölublað. ? í Frá Dyrfjöllum — horft til suðurs. Ljósm. H. G. FJALL Við sjáum aðeins fjallið hrikahátt, með hraun og klungur, snjó og skriðufall. Það virðist úfið, ófrjótt, bert og grátt við augans fyrstu sýn, já, nakið fjall. En í þess fylgsnum fjöldi blóma grær, sem falinn múgsins sljóu sjónum er, - sem skáldsins draumur, dagsins erli fjær, hin dulda sorg, er býr í hjarta þér. Og e/ þú skyggnist um i fjallsins hlíð, hin undursmáu blóm þú skynjað fær, þér gleymist fjallið gráa, alla tíð, þess gróður einn þér stendur hjarta nær. Kristján frá Djúpalæk.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.