Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 16

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 16
16 AUSTURLAND JÓLIN 1968 Hjörleifur Guttormsson: Svipmyndir írá Norð-Austurlandi í Möðrudal, rétt áður en ibeygt er vestur í Vegaskarð, liggur af- leggjari til norðausturs og vísar vegprestur á Vopnafjörð í 70 km fjarlægð. Inn á þessa foraut sveigð- um við tveir Austfirðingar í fyrsta sinn síðdegis þann 16. júlí á liðnu sumri. Framundan var á- formuð tveggja vikna könnunar- ferð um foyggðir og fjöll Norð- Austurlandsins. Fararskjótinn var nýbakaður Landrover, fylgdar- sveinn og hjálparkokkur minn, Sigurður Ragnarsson, ungur og verðandi menntaskólanemi frá Neskaupstað, sat í framsætinu með landabréfið. Éig var að reyna að venja hann frá Shell-kortinu yfir á mælikvarða herforingja- ráðsins danska. Fimmtán dögum síðar ókum við framhjá sama vegpresti á heim- leið úr vesturátt og lokuðum þar með stórum og næsta óregluleg- um hring. Lundin var létt og loft- ið enn fojart, eins og foá við lögð- um af stað. Auglýsingakort olíu- hringsins var horfið og iblðð her- foringjaráðsins danska hvíldu sig ofan á farangurshrúgunni aftur í bílnum. Á hvorugu gerðist nú þörf. í huga okkar var prent- uð allskýr mynd af þessum lands- hluta. Veðurguðinn hafði leikið við okkur; flesta þessa daga var bjart í lofti og hlýtt; oft skein sól í heiði; aðeins þrisvar fengum við á okkur regnskúrir, tvisvar þoku. Slíkt samfellt góðviðri er fágætt á þessu landshorni, en það átti raunar eftir að endast hálfum mánuði lengur. Hvergi á ferða- maðurinn jafn mikið undir veðri og á iþessum norðlægu slóðum, ekki sízt sá, er foregður út af al- faraleið og vill njóta víðsýnis af fjöllum. Hér verður ekki rakin nein samfelld ferðasaga þessa leiðang- urs. Hún yrði allt of löng fyrir takmarkað rúm þessa folaðs og vafalaust leiðigjörn lesandanum. I þess stað ætla ég að foregða upp fáeinum svipmyndum, sem toar fyrir auga myndavélarinnar, og láta fylgja stuttorðar skýringar. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum, geta væntanlega fyllt í eyðurnar í huganum. Hinum, sem aldiei hafa kannað þennan lands- hluta, gætu ,þessar fáu og ófull- komnu stiklur kannski orðið hvatning til að víkja af leið í þá áttina einhvern góðvíðrisdag. I þessu jólablaði Austurlands er brugðið upp hluba þessara mynda, þeim er spanna yfir Norð- ur-Múlasýslu, Framhaldið mun birtast í einhverjum næstu tölu- blöðum blaðsins. Feið þessi var farin á vegum Náttúrugripasafnsins í Neskaup- stað, ungrar og ófullburða stofn- unar, og greiddi safnið allan bein- an kostnað af reisunni, en hlaut í staðinn afrakstur hennar nátt- úrukyns. Ég vil nota tækifærið til að senda öllum þeim, sem greiddu götu okkar á leiðinni á einhvern hátt, þakkir og kveðjur. Austfirð- ingum öllum og kunningjum nær sem fjær, er línur foessar lesa, óska ég gleðilegra jóla og far- sældar á lífsbaráttunni á komandi arum. Hjörleifur Guttormsson. 1. Þeim, sem leggja leið sína í Vopnafjörð og ekki eru sporlatir, má ráðleggja að staldra við fyrir mynni Langadals, um það bil sem beygt er norður úr hálendisdal þessum, og rölta upp á hnjúk einn auðgengan, er verður foar á vinstri hönd. Vegurinn liggur þarna í 500—600 metríí hæð, svo að þetta verður aðeins spássitúr með hæfi- legum svita upp á Þjóðfell. Hnjúkur þessi er 'konungur fjalla Á Þjóðfelli í 1035 metra hæð. Jökuldalsheiði og Eiríksstaðahnefl- ar t. v. Snæfell rís við sjónhring fyrir miðju óglöggt í móðu fjar- Iægðarinnar. í allstóru ríki og fylgir tindi hans víðsýni um furðu stórt svæði: Smjörfjöll, Þrándarjökul, Snæfell, Vatnajökul, Herðubreið, Bungu og Háganga norðan Vopnafjarðar. 2. Já, þarna uppi á Þjóðfelli vaxa jafn fágætar plöntur á þessum slóðum og fjallavorblóm, jöklaklukka, jöklasóley, trölla- stakkur og svo mætti lengur telja. Eða eru þær kannski ekki svo fátíðar sem greint er frá á bókum? Sú saga verður rakin á öðrum veftvangi. En hér er einn- Hvers getur ferðalangurinn frek- ar óskað úr þúsund metra hæð og fellið auðsótt og faguifolóma við þjóðtoraut? ig dýralíf, og á mosavaxinni grundinni handan vegar hikar ekki mýbitið við að gera okkur Sigurði lífið grátt við morgunverð og matseld, enda vötn grunn skammt undan og hitinn í logn- mollunni 17° á Celsíus þennan 17. morgun júnímánaðar í 550 metra hæð. I næturstað undir Þjóðfelli. 3. Hvað er táknrænt fyrir Vopnafjörð? spyr vegfarandinn. Víðsýni, reisuleg byggð á Kol- beinstanga, norðaustanáttin, hnjúkaþeyrinn eða gróðursæld ? Sennilega a'llt þetta, og að baki þó öðru fremur sagan með minni og minjar um lífsháttu, búnað og búskap, sem nú er að nokkru varðveitt að Burstarfelli, nátengd ncfnum þeii'ra Páls og Methúsal- ems og forvera, en ungur niðji þeirra fylgdi okkur um húsin og byggðasafnið og kunni skil á öllu. Slík söfn ættu að vera stolt hvers héraðs og tengja fortíð við nútíð og okkur sjálf við komandi kynslóðir í landinu. Inn af Burst- arfelli liggur Fossdalur með eyði- toýlum og gamalli geymd. Utar í Hofsárdal búa þau Gunnar og Sólveig í Teigi og veittu okkur vangoldinn beina og griðland um vikuskeið í hvammi við ána. Burstarfell í Vopnafirði. Minnisvarði liðinnar tíðar. 4. Upp af Vopnafjarðarsveit „austanverðri" að þarlendri mál- venju rísa Smjörfjöll, fjallgarður mikill og fannsæll, sem sver sig í ætt við Austfjarðafjallgarð, hár og litríkur víða af líparítinnskot- um. Sá er einn af mörgum þrösk- uldum í vegi eðlilegra samskipta mannfólks í Austfirðingafjórð- ungi, og þó yfirstiginn um marga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.