Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 5

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 5
JOLIN 1968 AUSTURLAND Saqan bdk víð söguna Skógræktarstarf á Hallorms- stað hófst árið 1903 eða fyrir 65 árum. Af þessu starfi er orðin xnerk saga. Guttormur heitinn Pálsson skógarvörður rakti hana fyrstu 50 árin ýtarlega í tveimur ritgerðum. Hin fyrri kom út árið 1931 í sérstakri bók, er nefndist Hallormsstaður og Hallormsstaða- skógur. Var hún rituð í tilefni af 25 ára afmæli skógræktar á staðnum, en einnig sögð saga Hallormsstaðar nokikuð aftur á 19. öldina. Hin ritgerðin Ikom í Ársriti Skógræktarfélags Islands 1954 og nefndist „Mörkin og gróðrarstöðin á Hallormsstað. 50 ára minning". Báðar þessar ritgerðir skýra frá nýstárlegum kafla í ræktun- arsögu Austurlands. Órituð er sagan frá 1953. En einmitt á þeim tíma, sem liðinn er síðan seinni ritgerð Guttorms birtist, hefur starfsemin á Hall- ormsstað aukizt að mun. Áður en komið er að 'hinu eiginlega efni þessa pistils, sem felst í yfirskrift hans, þarf að taka upp þráðinn, þar sem Guttonnur sleppti hon- um árið 1953 og skýra það, sem gerzt hefur. Markmið shðgrœhtar- starfsíns 0 HaUormsstoð Höfuðþungi starfs Skógræktar ríkisins á Hallormsstað hefur ver- ið við uppeldi erlendna trjáteg- unda í gróðrarstöð og plöntun þeirra út á víðavang. Árið 1954 hafði erlendum trjám verið plantað í 15 hektara í Hallormsstaðaskógi (sem er 650 ha að flatarmáli). Nú hefur sú tala tífaldazt. Hektarafjöldinn er orðinn 150. Tegundafjöldinn hef- ur líka aukizt. Nú vaxa á Hallormsstað ná- kvæmlega 50 tegundir trjáa frá 153 ínisimiiiundi stöðum á hnett- inum. 1 skógræktinni notum við orðið kvæmi1) um þetta. Við segjum, að við eigum 153 kvæmi 1) Kvæmi er nýyrði, íbúið til af dr. Birni Sigfússyni háskólabóka- verði. Það er á dönsku herkomst, á ensku provenance. Bjöm mynd- ar það af sögninni að koma. Við höfum jafnmörg kvæmi af einni trjátegund og staðirnir eru, sem við höifium fengið fræ frá. Þótt sama tegund sé, hafa plöntur af henni frá tilteknum stað aðra eig- inleika en plöntur af öðrum stað, sem er kannski 500 km sunnar eða 500 m hærra yfir sjávarmáli. Mismunandi veðurfar hefur á þúsundum ára framkall- að sérstaka veðurfarsstofna innan hverrar tegundar. Þennan mis- mun gefum við til kynna með því að tala um kvæmi af tiltekinni tegund. af þessum 50 tegundum. Lang- flest kvæmi eru af norsku rauð- greni, 24 alls, en næst af rúss- nesku og síberísku lerki, 14 alls. Af sumu-m tegundum eru aðeins örfá kvæmi. Á Hallormisstað er nú stærsta safn í heimi af tegundum af kvæmum trjáa af norðlægum slóðum eða úr háfjöllum suðlæg- ari staða. Með hverju ári, sem líður, stækkar þetta safn. Það er að vísu ekki eftir að bæta við mörgum tegundum, sem líkur eru til, að hér geti þrifizt. En leitinni að nýjum kvæmum af hinum álit- legustu þeirra tegunda, sem fyr- ir eru, er stöðugt. haldið áfram. til nýria, því að í fræleitinni verðum við að fá starfsbræður í ýmsum löndum í lið með okkur; fyrst og fremst þá menn, sem vinna að ræktun framandi trjá- tegunda í heimalöndum sínum, og menn, sem eru sérfræðingar í kvæmum af trjátegundum í þeirra eigin landi. Fyrir þessi alþjóðlegu sam- skipti hafa ýmsir framámenn í skógrækt hingað og þangað um heim verið boðnir hingað til Is- lands, — eða þeir hafa komið hér við af sjálfsdáðun á ferð yf- ir Atlantshaf. Einstöku skógrækt- armenn hafa gagngert komið í heimsókn til okkar að eigin GestnMÉni {ktt Eftir þennan inngang er ætlun- in að fíetta upp í gestabókinni, staldra við nöfn nokkurra góðra gesta, segja á þeim ofurlítil deili og í sumum tilvikum athuga, hvað þeir hafa að segja. Við flettum fyrst upp í bók- inni árið 1955. Það ár standa nöfn tveggja Norðmanna. Annar þeirra, Jörgen Mathiesen, var um þær mundir form. Skógræktarfé- lags Noregs. Hann var og er enn annar stærsti skógareigandi í Noregi og m. a. á hann hið fræga hús á Eiðsvelli, þar sem sjálf- Úr jjMtobók Hflllormsstdðdskóoflr Það er reynt að þrengja hringinn um þau kvæmi, sem bezt henta hér, með kerfisbundinni leit. í flestum löndum er hún reyndar ótrúlega erfið, einkanlega þar sem tegundir hafa feikimikla út- breiðslu eins og lerkið í Sovét- ríkjunum og stafafuran í Norð- ur-Ameríku. En í ýmsum löndum er hún auðveld og í fullum gangi. Það getur verið löng leið milli þess að eiga kvæmi af t. d. lerki frá Sovétrdkjunum, sem vex sæmilega, til þess að finna það kvæmi af þeirri sömu tegund sem vex bezt. Og við getum þurft allt annað kvæmi af lerki hér á Hall- ormsstað en norður í Reykjadal eða suður við Hreðavatn. Vel má vera, að sá, sem þetta ritar, lifi ekki fund hins heppi- legasta lerkikvæmis fyrir Hall- ormsstað, þótt gamall yxði. Við getum þurft að bíða býsna lengi eftir því, að tilviljunin færi okk- ur bezta valkostinn, einkanlega frá þeim löndum, þar sem erfitt er um kerfisbundna leit að kvæmum. Það lerkikvæmi frá Sovétríkjunum, sem bezt hefur reynzt á Hallormsstað, barst hingað fyrir tilviljun, því að stafnun ein í Sovétríkjauium sendi það að gjöf í kurteisisskyni. Það var frá stað í Sovétríkjunum, sem okkur hefði seinast af öllum djottið í hug að biðja um fræ frá — sunnan úr Altaíf jöllum í Vest- ur-Síberíu. Eftir þær skýringar, sem nú hafa verið gefnar, skilst lesend- um kannski, að sambönd við skógræktarmenn í öðrum lðndum eru forsendur þess að hinn bezti árangur náist í skógræktarstarf- inu hér. Þennan þátt hefur Hákon Bjai'nason skógræktarstjóri rækt af framsýni og dugnaði, sem ekki á hliðstæðu í annarri ræktun á landi voru. Mikið af tíma hans og kröftum fer í að viðhalda al- þjóðiegum samböndum og stoífna frumkwæði eftir að það fór að l spyrjast út um heim, að sitthvað merkilegt væri að sjá í ræktun erlendra trjátegunda á íslandi — við norðurmörk hins byggilega heims. Langflestir þessara manna hafa komið að Halloiinsstað, svo sem eðlilegt er, þar eð hér er mest til sýnis. Fyrir 1950 var lítið um slíkar heimsóknii-, en síðan 1955 hafa þær verið tíðar. I gestabók Hall- stæði Noregs var lýst yfir árið 1814 — Eiðsvallarbygginguna. Árið 1956 eru mörg nöffn í bó'kinni. Þar er þekktur gróðrar- stöðvarmaður frá Kanada og grasafræðiprófessor frá Uppsöl- um í Sviíþjóð og þá köma, fhér tveir rússneskir prófessorar. Annai- þeirra, Njesterov, var for- stöðumaður skógræktardeildar Itandbúnaðarháskólans í Moskvu og einn af kunnustu mönnum í skcgrækt í Sovétríkjunum. Fyrir Myndír oo tcxti: Síguraur Blóndat «^WIV>M^IW»MWyMMM>W*0O ^***^*^**^^* "ifiT"* f^l^fT f^ í^í^ * ffcfl 1^1 .l""! l"l l"fc f"tf\j1^_HLO tfW ormsstaðaskógar standa orðið nöfn margra skógræktarmanna af fjörrum löndum. Ýmsir þeirra eru forystumenn skógræktarmála í landi sínu í stjórnsýslu eða vísindastarfi og margir þekktir um allan heim. mig sjálfan var þessi heimsókn skemmtileg að því leyti, að ég hafði þremur ámm áður heim- sótt hann í háskóla hans í Moskvu og fengið tækifæri til að skýra stúdentum þar ofurlítið frá skógræktarstarfinu á íslandi. Guttor'muir Pálsson skógarvörður, Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri, G. Sjumilov frá VOKS í Moskvu, Ivanov prófessor frá Moskvuháskóla og Njesterov prófessor frá Landbúnaðarháskólan- um í Moskvu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.