Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 9

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 9
JÓLIN 1968 AUSTURLAND ÞEGAR Ég sezt niður til þess að rita þætti þessa, er klukkan 8 að kvöldi laugardagsins 7. desember 1968. Því liltek ég tímann svo nákvæm- lega, að á sömu stundu fyrir 50 árum, 7. desember 1918, sem einnig bar upp á laugardag, var stofnað hér á Nesi merkilegt fé- lag, Málfundafélagið Austri, sem mikið lét að sér kveða um nokk- ur ár og hafði mikil afskipti af fjölmörgum framfaramálum þorpsbúa. Má til Austra rekja upphaf margra merkra mála. Og enginn vafi er á því, að félagið hefur mjög flýtt fyrir framgangi þeirra. Oft hafði ég heyrt á þetta félag minnzt, en aldrei haft af því glöggar spurnir, vissi þó, að um skeið hafði iþað starfað vel, og svo heyrði ég rómað, hve fundar- gerðir þess væru vel gerðar og skemmtilegar, en Tómas Zoega, sparisjóðsstjóri, sem gæddur var ríku og hárfínu skopskyni og kannski ékki alveg laus við að vera smáhrekkjóttur, ritaði þær margar. Þá hafði ég séð nafni félagsins bregða fyrir í fundargerðarbók hreppsnefndar, en þeir Austra- menn spöruðu ekki að ýta við hreppsnefndinni og létu dynja á henni áskoranir og tillögur. Mun hreppsnefndarmönnum, sumum hverjum, hafa iþótt nóg um. Mér þótti því hnífur minn kom- ast í feitt, er ég fyrir fáum dög- um komst í gjörðabækur Austra. Las ég þær í striklotu mér til mikillar uppbyggingar og ánægju. Ég tel Málfundafélagið Austra fyllilega verðskulda það, að Norð- firðingar láti sögu þess ekki falla í algjöra gleymsku, því að til þess má rekja margvísleg framfara- mál, þótt ekki kæmust þau öll í framkvæmd fyrr en eftir daga Austra og sum eru jafnvel enn á dagskrá. I upphafi skal endirinn sktoiVa Eins og sagt hefur verið, var félagið stofnað 1918, en síðasta fundargerðin var rituð 5. febrú- ar 1927 og virðist hafa orðið mjög snöggt um félagið, rétt eins og voveiflegan atburð hefði að höndum borið. Fundargerðin end- ar nefnilega í miðri setningu á orðunum: ,,Kom fram nýtt mál: Götulýsing: var" og síðan ekki söguna meir. Mætti ætla, að götu- lýsingin hafi staðið 'hjarta fé- lagsins nær, en nokkurt mál ann- b. Vinna að því, að áhugi vakní haldnir í heimahúsum. Meira að fyrir almenniun málum, þó sér- staklega að því er snertir framfaramál þorpsins. 3. gr. Tilgangi sínum hugsar félagið að ná með þvi: a. Að halda málfundi 2—4 sinn- um á mánuði hverjum frá októberbyrjun til maíloka. b. Að gangast fyrir opinberum umræðufundum ti] að ræða al- menn mál, þegar þurta þykir. Fundarstaðir Stofnfundurinn var haldinn í húsi Jóns ísfelds Guðmundsson- segja hreppsnefndarfundir voru haldnir í heiniahúsum lengi vel og þá oftast á heimili oddvita. Blaðið Andvari Á fyrsta fundi eftir stofnfund hreyfði Páll Guttoi-msson þeirri hugmynd, að stofna til útgáfu skrifaðs félagsblaðs, sem lesið yrði upp á fundum. Urðu um það miklar og snarpar umræður og skoðanir skiptar. Þótti sumum fé- lagsmönnum sem hér væri í mik- ið ráðizt og óttuðust, að félagið væri að reisa sér hurðarás um öxl og mikils efa gætti um það, að félagsmenn yrðu nógu fúsir kttir úr sögu Mdlfundofélaðsíns Austra Páll Guttormsson Þorjnar, fyrsti formaður Austra. að, úr því þessi voru andlátsorð þess. Fundargerðin er að vísu rituð á öftustu síðu bókarinnar (gerð- arbækurnar eru tvær), en hún endar í miðri línu og fimm síð- ustu línurnar eru auðar, svo að ekki hefur fundargerðin verið svona endaslepp vegna þess, að bókin væri útskrifuð. En milli þessara tveggja daga, 7. des. 1918 og 5. febr. 1927, gerðist margt frásagnarvert í sögu félagsins, og verður hér á eftir reynt að drepa á það helzta, og að íekja afskipti félagsins af ýmsum málum. En Austri kom víða við og ekkert, sem snerti þetla þorp, var félagsskapnum ó- viðkomandi. Sögu félagsins verða því ekki gerð full skil, nema í löngu máli. Á rúmlega 8 ára starfsferli hélt Austri 66 fundi, að stofn- fundi meðtöldum. Er svo að sjá, sem þeir hafi oft verið fjörugir og menn ekki alltaf sammála, fremur en nú. A þessum fundum voi-u einkum rædd sérmál þorps- ins, svo og innri mál félagsins. Tilgangur Aður en hafið er að rékja af- skipti Austra af þeim málum, sem hann tók upp á arma sína, þykir rétt að gera grein fyrir því, af hverju menn voru að þessu brölti, hver var tilgangurinn með stofnun Austra og hvernig fé- lagsstarfi var háttað. Þessu er bezt lýst með því að birta 2. gr. félagslaganna, þar sem tilgangurinn er skilgreindur, og 3. gr., þar sem gerð er grein fyrir því hvernig féiagið hugðist ná þessum tilgangi. Þessar grein- ar hljóða svo: 2. gr. Tilgangur félagsins er: a. Að æfa félagsmenn í þvi að setja hugsanir sínar skynsam- lega fram í ræðuformi. ar, þar sem nú býr Baldur Óli Jónsson, tannlæknir. Næstu 12 fundir voru haldnir á sama stað Tómas Zoéga, fyrsti ritari Austra. og greiddar 3 krónur fyrir fund- inn með ljósi, hita og i-æstingu. Næst flytur félagið með fundi sína í Bár, en þar bjó þá einn af máttarstólpum félagsins, Björn Björnsson, kaupmaður. Ekki verð- ur séð af fundargerðum hvaða leiga var goldin fyrir hús.næðið, eða hvort hún yfirleitt var nokk- ur goldin. I Bár voru haldnir 24 fundir. Þegar fauk í það skjól, var einn fundur haldinn í Templ- aranum (hús Jóhanns Gunnars- sonar), en síðan fékk félagið fundaaðstöðu í húsi Lúðvíks Sig- urðssonar og voru þar haldnir 24 fundir og goldnar 8 krónur í leigu fyrir fundinn. Þegar félagið hvarf úr þessu húsi, var félagsfundur haldinn í afgreiðslustofu Spari- sjcðs Norðfjarðar og þar munu 4 síðustu fundirnir hafa verið haldnir og var greidd sama húsa- leiga og í Lúðvikshúsi. Um þessar mundir mun ekki hafa verið mikið um almenn fundarhús og mun hafa verið al- gengast að félagsfundir væru til að skrifa í blaðið, og jafnvel að þeir væru ekki færir um það, enda litu þeir sjaldan í blað eða bók. En hvort sem um þetta yar rætt lengur eða skemur, varð það þó úr, að blaðið var stofnað. Þegar ég las frásögn af um,- ræðunum um þetta skrifaða fé- lagsblað, varð mér á að hugsa að þeim Austramönnum hafi vax- ið þetta fyrirtæki meira í augum og þótt það áhættusamara fyrir- tæki en okkur, sem aldarþriðj- ungi síðar réðumst í að kaupa prentsmiðjugarm og hefja útgáfu Austurlands. Svona breytast við- horf og mat manna á því hvað er hægt og hvað ekki. En þótt blaðaútgáfan sætti úrtölum, voru þeir Austramenn þó yfirleitt bjartsýnismenn, sem létu sér fátt í augum vaxa. Blaðið var nefnt Andvari og var fyrst lesið upp á félagsfundi 25. janúar 1919. Utgáfunni var þannig hagað, að í lok hvers Framhald á 13. síðu. Björn Björnssno, fyrsti gjaldkeri Austra.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.