Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 17

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 17
JOLIN 1968 AUSTURLAND 17 vegu. Héðan neðan undan úr Eefsstaðarfjalli gefur að líta upp í Lambadalss'karð þann 18. júlí sl. Þetta var fyrrum stytzta, en um leið ein torgengasta póstleið úr Vopnafirði ti] Héraðs og prýði- lega snjóasæl, svp sem sjá má á myndinni. Lambadalsskarð í Smjöirfjöllum. Stytzta gönguleið til Héraðs. 5. Hof í Vopnafirði, — kirkju- staður og ótvírætt óðal um aldir. Trjágarðar vitna um gróðursæld sveitarinnar, og handan Hofsár og inni í Fossdal eru vanyrktir skógar. Saga Hofverja er löng og mik',1. Á 13. öld gerði garðinn frægan Þorvarður sá Þórarinsson, sem sumir vilja kenna Njálu. Margir mega una við minna. Á liðnu sumri sat staðinn séra Rögn- valdur Finnbogason, vinsæll klerkur en nú burtfluttur til Ssyðisfjarðar. Hof í Vopnafirði. KrossavíkuTfjöIl í baksýn. 6. Sunnan Vopnafjarðar hefur fólk búið frá ómunatíð við þoku- sælt úthafið. Handan Vindfells verður Böðvarsdalur, sem hér sér niður í af Búii, fjallvegi á leið til Fagradals. I Böðvarsdal eru og Eyvindarstaðir, og hittum við þar vaskan bónda, sem taldi sig brátt verða í þjóðbraut milli Vopna- 7. Við, sem byggjum austan Smjörvatnsheiðai', teljum okkur með nokkrum hætti óhulta fyrir eldgosum og ámóta hvekkingum satans. En þeir í Vopnafirði eru ögn nær sprungukerfinu mikla, sem liggur um Atlantshafið endi- langt og gegnum Island. Og við Selá í Selárdal vætlar upp lindin fjarðar og Héraðs. Nokkuð vorum við þó efins um það, hafandi stefnt sem næst til himins upp Hellisheiði. volg úr iðrum jarðar. Vopnfirðing ar hafa um aldir laugað sig úr volgrunum á bökkum árinnar, og fyrir nok'kru reist þar sundlaug fyrir héi'að sitt. Laugai-vatnið mældist 28° á Celsíus þennan dag, og botninn var gráleitur eftir sundæfingar ungviðis úr nærliggj- andi sveitum. Sundlaug Vopnfirðinga við Selá byggir e!r á Austurlandi. á jarðhita, sem fágætur 8. Sandvíkurheiði — lágar jök- ulöldui' með tilheyrandi vötnum á milli — í vesturátt Hágangar, einkennisfjöll þessara heiðlenda millum Vopnafjarðar og Þistil- fjaiðar. En þrífst þá nokkurt mannlíf þar nyrðra á Langanes- strönd? Jú, vissulega; hér sunnan Bakkafjarðar á Digranesi er kauptúnir Höfn: trilluútgerð, fisk- verkun og síldarverksmiðja sem minnisvarði liðinnar tíðar, en kannski líka framtíðarvon. — Og basaltið hefur skotið upp kryppu sinni við ströndina, þolinmótt og gætt þeirri hörku, sem þarf til að standast úthafið og óblíða nátt- úru, eins og það fólk, er strönd- ina byggir. Böðvarsdalur sunnan Vopnafjarðar. Mælifell og Hágangur syðri rísa yfir þokuna langt í norðri. Stapi við Bakkafjörð. Handan fjarðar er Digiranes með þorpinu Höfn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.