Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 22

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 22
22 AUSTURLAND JOLIN 1968 Sjálístæðið 1918 Framh. af 3. síðu. fyrir þjóðina á hvaða klökum hún gekk inn í ihallir sinna vona og drauma. Og eftir að umgötnum samningum lauk, síðsumars á þessu ári, stefndi þjóðin í vom og trú >á þann dag, að síðan s'kyldi ísland' minnsta kosti heita sjálf- stætt ríki. Dagurinn kom. Hann vai- efni í mikla hátíð með skrúð- göngum og söngvum, dansi og flieira. En það gerist ömmur saga um leið og snerti mikinn meiri hluta manna. Verð eg að segja frá því, sem mig snerti, því sú saga gildir fyrir mikinn og allan f jölda manna. Eg kom til Reykja- Víkur í fynsta sinn 4. nóv. þ. á. Eg var í raun og veru á skyndi- ferð, en hugðist þó að dvelja nofckuð. Eg var farþegi á Sterl- ing, ef svo gæti heitið, en hann kom úr hringferð um 'landið, og hafði frekast iþað erindi að smala skólafólki til Reykjavíkur. Á Sighiíirði fór hann að taka far- þega, og eftir að hann fór frá Kópaskeri var allt farþegarúm sikipsins fullt, en á þeimi dögum mátti einu gilda hvort skipin höfðu faiþegarúm eða ekki, menn fóru með þeim eigi að síður, og greiddu jafnt fyrir rúm og bekík og stól, og svo gólfið sjálft á 1. farrými. Föstudaginn 25. október var skipið á Vopnafirði og var þá farið að taka vörur á höfnum og tafið lengi á hverjum stað. Tafðist skipið ógurlega við þess- ar afgreiðslur og þrátt fyrir rúm- leysið bættust alltaf við farþegar á hverri höín. Þannig lónaði skip- ið suður með Austfjörðum, og þegar það lagði út frá Djúpavogi, seint á föstudagskvöld 1. nóvem- ber, var það orðið vel lestað af vörum og með hart nær 350 manns innanborðs. Sjálfsagt ætti þetta skip sérheiti í tungumni og það er enn ein saga, sem væri þess virði að segja. Tel eg það vafalaust að hér hefði orðið mik- il saga hefðu veðurguðirnir efcki vakað yfir skipinu þessa 28 klukkutíma, sem skipið var frá Djúpavogi til Vestmannaeyja. Sterling skilaði sínum farmi, en samt var þarna fjöldi manns feigur innanborðs. Skipið kom til Vestmannaeyja á sunnudagsnótt, en var ekki afgreitt fyrr en á sunnudag. Lagði það út um kvöldið og höfðu bætzt við marg- ir farþegar í Vestmannaeyjum. Moa-guninn eftir, úti fyrir Reykja- nesi, spurði eg bátsmanninn hvort þeir vissu hvað margir væru með skipinu. Hann gerði ráð fyrir að þeir væru um 400. t»k var sólskin og blíða og fór að gerast þétt á þilinu í Paxasjó. Við komum til Reykjavíkur kl. 2, og tók eg átt- ir og er síðan réttur á áttum við höfnina, en förlast iþað víða ann- ars staðar í ReykjaVík. Með skip- inu voru tveir ungir menn úr Vopnafirði, Valdemar Sveinbjörns- son frá Hámundai'stöðum á leið i Kennaraskólann og Halidór Run- ólfsson frá Böðvarsdal á leið í Samvinnuskólann. Við gerðum nú félag okkar þarna í Faxasjómum um það, að leita sameiginlega eftir gististað, og gekk Halldór vel fram í því. Með skipinu var Benedikt Blöndal kennari frá Eiðum, vinur minn og kennari. Hann hafði orðið veikur 'á skip- inu af sjúkdómi sem hann leið mjög af á 'þessum árum, og var einhverskonar krampi. Svo heppi- lega vildi til, að einn ágætur læknir var með skipinu, Ósikar Einarsson, og gat hann hjálpað Blöndal. Þegar frá skipinu var haldið var Blöndal máttfarinn og eg fylgdi honum á Nýlendugötu 19 minnir mig. Þar var tekið for- kunnarvel á móti okkur og eg fékk góða hressingu. Síðan hélt eg til skips og var Halldór þá búinn að útvega okkur gistingu á Laugavegi 70, og var iþað iþá hér um bil innst húsa á Lauga- vegi. Nú gaf að líta á Reykjavík, varla sást maður á götu og stað- reyndin var, að mikill fjöldi Reykvíkinga var lagstur í pest. Þennan dag var þessi pest eifcki talin vera nema væg inflúens>a og þannig hafði hún reynzt í Dan- mörku og þaðan var hún komin, eins og tilvonandi sjálfstæðí. Við félagar héldum til húsa á Lauga- veg 70. Þar fengum við 1 her- bergi með þremur rúmum og var eitt svo stórt að við Halldór urð- um að sofa saman, Iþví fjórði maður hafði bætzt í hópinn til gistingar. Það var ungur eyfirzk- ur maður, Björn Jóhannsson frá SyðrawLaugalandi, myndar og hönku maður, og strax hinn bezti félagi. Mat gátum við ekki fengið á Laugavegi 70, því heimilisfólk var allt rúmliggjanai, nema eldri maður, er þjónaði eftir því sem hann kom við. Við naðum í eitt- hvað að eta á Hótel Island og snö'i'luðum þar að auki hjá okíkur sjálfum. IBirátt tók fyrir það að nokkurs staðar væri mat að fá, enda veiktust nú félagar mínir þann 7. eða 8. mánaðarins. Eg var líka lasinn en batnaði það fljótt og hélt eg væri sloppinn, en félagar mínir voru þá veikir. Þá hófst mannfallið þann 8. og 9. Jón prófessor Kristjánsson dó þann 9. Það var orðið neyðar- ástand í bænum, fjölskyldur lágu hjálparlausar og sums staðar lík í húsum. Það var rokið í það að stofna hjálparsveitir, og stofnuð voru eldbús til matgjafa. Það var þann 11. nóv. sem eg taldi skylt að fara í þessar hjálparsveitir, og var staddui' niðri á Austurstræti, og hugðist fara í barnaskólann, þar sem hjálparsveitirnar höfðu aðstöðu til starfa. Eg finn þá að eg er eiithvað undailegur og máttlítill, svo eg labbaði heim á Laugaveg 70, en ekki í barnaskól- ann. Þegar heim kom var eg með 39.5 stig, og var nú ekfci um ann- að að gera en fara í rúmið. Eg hafði frétt niðii í bæ að stríðið væri búið, og eiginlega var mai'gt að hugsa, en engir dönsuðu. Nú var ástandið e'kki gott hjá okkur félögum, en enginn okkar var æðramaður og létum við sem lítið væri. Ekki gátum við fengið neima þjónustu, utan það að gamli mað- urinn, sem eg held að hafi heitið Jón, gat náð okkur í brauðsnúða og maltöl á flöskum. Þetta var okkar sjúfcrafæða og þegar eg sagði Jónasi Kristjánssyni frá þessu, taldi hann að við hefðum veiið heppnir með fæðu, því lík- lega hefði kjöt drepið okkur, og eg er viss, um að hann ályktaði rétt. Eg var mikið veifcur þann 14. og 15., en þá voru kommir eftirlitsmenn á kreik og vitjaði einn okkar. Hann hélt að fólk væri nú að byrja að „koma sig", og hef eg aldrei heyrt tekið svo til orða. Hann náði í lækni fyrir mig, Guðmund landlækni og hann lét mig hafa meðul. Næstu daga hresstist eg, og félagar mínir líka, nema Björn Jóhamnsson. Hann fékk ofsa hita, um 41 stig, og hafði þann hita dag eftir dag, en hann lá æðrulaus eins og hann varðaði ekkeit um þetta, og mátti það heita skemmtilegt hve mikið karlmenni Björn var. Þann 18. klæddi eg mig en var mikið lasinn, og ekki að tala um að fara út. Þann dag fréttist lát Jóns Trausta eða daginn eftir, og þá var búið að fréttast lát fjöl- margra þekfctra manna og ann- arra. Þar í mieðai margra, sem voru með Sterling að austan. Nú var dauft yfir Reykjavík. Jarðar- farirnar byrjuðu eftir þann 20. nóv. og var svo til stanzlaus líkahringingin sem glumdi í eyr- um manna. Svörtu hestarnir þrömmuðu með líkvagninn þessa götuna og hina götuna án afláts, og kæmi maður í miðbæinn voru það svörtu hestarnir og sorg- þiungnar líkfylgdir, sem var eins og lögmál að mæta þar. Gekk svo fram í desember. Við héld- um enn hópinn á Laugavegi 70, og lá Björn enn með sama hita, og þoldi ek'ki miður en Skarphéð- inn í brennunni og grét aldrei frekar en Skarphéðinn. Var okk- ur ekki að verða sama um Björa. En Birni var sama þótt hann lægi og svo spratt hann upp, og létum við þá taka mynd af okfc- ur og hafa þeir báðir trefil, Björn og Valdemar. Nú hafði Valdemar farið að finna Jónas frá Hriflu á Skólavöiðustíg 35. Sannaðist þá að möd-g eru konungs eyru. Nú vissi Jónas um mig. Hafði fengið það skrifað í bréfi frá Þorsteini M. Jónssyni alþm. og eg hafði boiið bréfið til Reykjavikur og ssbt það þar í póstinn. Nú stóð í þessu bi'éfi að eg væri nokkur „oddur í ferðabroddi", eins og Stuiia kvað um Þorgils skarða, í minni sveit, og Jónas gildraði fyrir mig og bauð mér vist í Sam- vinnuskólanum sem átti að hefj- ast strax og martröðinni létti af Reykjavík. Eg fór að hugsa mál- ið, margt var lítt við að leika. Nú höfðu tekið sig til tveir ágætis menn, Gísli Svelnsson sýslumaður í Vík og Jónas lækn- ir Kristjánssom í Sauðárkróki, að varna veikinni að komast um allt land, og Gísli stoppaði hana við Sólheimasand. Jónas á Holtavörðuheiði, og björguðu þeir með þessu miörg hundrað manna lífi. Þessu fylgdi að emg- inn mátti fara úr Reykjavík. Þó gaf stjórnin kost á þvi, að skip mátti fara úr Reykjavík og til Austurlands, ef það biði í 12 daga án sneitingar við land og fólfc, og ef á þeim tíma einhver yrði veifcur, þá varð skipið að koma aftui' til Reykjavíkur. Mér þótti þetta ekki góður kostur, en hann tóku samt margir og lánaðist fyrirtækið. Einhver engill mun hafa staðið á Bröttubrekku, iþvi það man eg að hún Þórdís Ólafs- dóttir á Fellsenda var í vandræð- um með að 'komast heim. Bene- dikt IBJöndal spurði mig uppi og bað mig að finna sig. Hann hafði búið hjá Jóni Egilson forstjóra og frænku sinni Guðrúnu frá Hvanná, Benediktsdóttur Blöndal. Þangað fór eg og þau hjón tóku mér opnum örmum og buðu mér að ganga um sitt hús, út og inn, sem eg vildi. Eg var þá enn las- inm. Eg hafði auðvitað fínan pluss hatt á höfði, en nú tók Jón Egilson af mér hattinn og tróð á koll minn forkunnar fínni loð- húfu. Það var betra að gá að heils unni, og eg þrammaði með loð- húfuna á götunni næstu daga, Nú liðu dagarnir. Líkhringing og svartir hestar var sálmur dags- ins. Enn heyrðust mannalát og hörmungarsögur voru sagðar, ósköp liífcar þeim, sem sagðar vora frá Svarta-Dauða. Og það kom fyrsti desember. Það var sunnudagur og félagar mínir hurfu til kunningja. Nú stóð mikið til, en það var ekki hægt að hafa mikið tilstand. Reykjavík var lasin og Reylkja- vík var í sorg. Undanfarið höfðu verið þurr veður, en heldur köld, sem eðlilegt er, og þessi dagur brá engu um þann svip. Það var ekki að tala um að bjóða til úti- hátíðarhalda, og iþó hlaut sú at- höfn sem fram átti að fara, að vera úti. Eg ákvað að vera þarna viðstaddur, og fór nú til Jóns Egilson til að skila húfunni og taka minn hatt, því þannig 'hélt eg að fólfc ætti nú að vera á svona miklum degi. En frú Guð- rún sagði ákveðið: Nei. Hann er nógu kaldur ennþá og þér bezt

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.