Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 20

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 20
20 AUSTURLAND JÓLIN 1968 gesíabólí Framh. af 7. síðu. sókna þeirra dr. Köhlers og próf. Hesmers. En heimsókn dr. Manns átti þó eftir að hafa fyrir okkur Islendinga sérstaka þýðingu, sem síðar verður að vikið. I þessum sama júLímánuði koma hingað þrír Norðmenn, sem voru alveg óvenjulegir aufúsu- gestir. Fyrir mig var þetta sér- stök ánægja, þar eð ég þekkti þá alla persónulega. Þeir voru próf. Elías Mork, sem verið hafði forstöðumaður Skógræktartil- raunastöðvar Noregs á Ási, fie.msti sérfræðingur Norðmanna í nýrækt skóga. Hjá honum hafði ég unnið um skeið, áður en ég byrjaði á háskólanum. Annar var próf. Jul Lág, minn gamli prófes- . . . Ég var einnig mjög hrifinn af því, hvaða árangur hefur náðst hjá ykkur við hinar erfiðu að- stæður". Ég get ekki stillt mig um að segja frá því, að við gáfum Max- well ei.nu sinni saltfisk að borða. Hann varð geysilega 'hrifinn af honum og minntist á saitfiskinn bæði í ofannefndu bréfi og eins, er ég fékk frá honum jólakort veturinn eftir! Næst í gestabókinni eru nöfn tveggja Finna, hinna fyrstu, er hingað hafa komið. Fyrst kom ungur skógfræðingur að nafni Peter Tigerstedt. Faðir hans kom upp stærsta safni erlendra trjá- tegunda, sem til er í Evrópu og er það á óðali þeirra feðga, Haukiir Ragnarsson tilraunastjóri á MógHsá, Robert Lines frá Edinfeorg og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. sor í jarðvegsfræði, frábær vís- indamaður. Hinn þriðji var Tor- alf Austin, deildarstjóri í norsku skc.græktarstjórninni, sem hefur með höndum alla yfirstjórn á nýrækt skóga í Noregi. Þeir fé- lagar dvöldust hér tvo daga, en hálfan mánuð alls á landinu. Var heimsókn þeirra ákaflega þýð- ingannikil. Árið 1964 kemur hingað snemma í júní skozkur skógrækt- armaður A. H. Maxwell að nafni, yfirmaður eins af 4 skógræktar- svæðum Skotlands, búsettur í Inverness. Er þetta með allra viðfelldnustu mönnum, sem ég hef kynnzt og ákaflega margt af hcnum að læra, því að Skotar hafa við ýmis mjög lík vandamál að glíma í skógræktinni hjá sér og við, enda þótt skilyrði séu þar að sjálfsögðu betri. I bréfi, sem hann skrifaði mér nokkru eftir heimkomuna, kemst hann svo að orði: „Ég er nýkominn úr ferðalagi til nyrztu hluta umdæmis míns ásamt skógræktarstjóra mínum. Þessi ferð sýndi mér aftur, að sum vandamál ykkar eru mjög skyld okkar. Það undirstrikar vissulega, að við — eins og þið — megum engrar hvíldar unna okk- ur í þeim fasta ásetningi að finna hin heppilegustu trjákvæmi. Mustila. Trjásafnið á Mustila hef- ur þá sérstöðu umfram venjulega trjásýnisgare-a, að þar voru heil- ir skógarteigar af hverju kvæmi. Er það að því leyti sams konar og safn okkar, sem við höfum byggt upp hér á Hallormsstað á síðustu 20 árum. Hinn Finninn var dr. Nils A. Osara, hinn risavaxni forstöðu- maður skógræktardeildar FAO í Rómaborg (Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna). Áður en haun tók við þessu mikiivæga starfi, var hann skcgræktarstjóri Finnlands og höfðu þeir Hákon Bjarnason kynnzt á þingum norrænna skóg- i'æktarmanna. Litlu munaði eitt sinn, að Osara yrði í framboði til foisetakjörs á móti Kekkonen. Mér er í minni, þegar við Hákon komum með Osara inn í Gutt- ormslund. Þá hrópaði hann upp yfir sig af hrifningu: Hvílíkur skógur! Á blaðamannafundi í Reykja- vflc, áður en Osara fór á torott, sagðist hann oft hafa brotið heil- ann um það, hvað FAO gæti gert fyrir ísland. Eftir það, sem hann hefði séð, gæti hann sagt að miklu fremur þarfnaðist FAO Há- konar Bjarnasonar en Island þarfnaðist aðstoðar FAO! Með þessu vildi bann sýna, hve ein- stakt væri verk Hákonar í kvæmasöfnuninni. I bréfi sínu til mín, rituðu strax eftir heimkom- una til Rómaborgar, skrifar hann m. a.: „Hallormsstaður er merkisstað- ur, sem athygli mun vissulega beinast að úr ýmsum áttum. Eg cska yður mikilla framfai-a í hinu þýðingarmikla verki yðar". Árið 1965 er eina árið, sem enginn erlendur fagmaður í skóg- rækt kemur hingað. En seinni part ágúst bar samt að garði sér- kennilegan gest frá Englandi: Mr. Parker, þingmann frá Lond- cn, formann skógræktarnefndar Neði'i málstofu Hennar Hátignar! Á leið sinni yfir Jökuldalsheiði sat hann fastur í skafli marga klukkutíma, en hafði gaman af, þótt kominn væri á efri ár, með si'furhvítt hár, sem stóð í allar áttir! Hann sendi mér línur strax eftir heimkomuna til London, þar sem hann segir m. a.: „Hallorms- staðaskógur er sö.nnun þess, að raunverulegir skógar geta vaxið á Is.'andi". Ég skal viðurkenna, að enga skrift hefur mér gengið eins erfiðlega að komast í gegn- um og þessa ljúfa, glaðlynda Englendings! I júlí 1966 ráku tvær stórheim- scknir hvor aðra. Fyrst kom 10 manna hópur Hins konunglega brezka skógræktarfélags með varaformann þess og fram- kvæmdastjóra í broddi fylkingar. Skoðuðu þeir skóginn hér í heil- a.n dag. I ársfjórðungsriti félags- ins birtist mjög ýtarleg og skemmtileg ferðasaga eftir fram- kvæmdastjórann. Lýsir hann ferðinni frá degi til dags af miklu fjöri og glettni. Mig furð- aði á því, hve nákvæmlega hann endursegir allar þær upplýsing- ar, sem ég lét þeim í té á göngu okkar um skóginn. Ég gæti sem bezt lesið upp úr frásögn hans, ef ég missti skyndilega minnið og þyrfti að ganga með fólki um skcginn. I frásögn sinni lætur hann yfirleitt tölurnar tala, en ég set hér tvær málsgreinar, sem sýna vel hinn ísmeygilega húmor, sem þessir skemmtilegu Englend- ingar eru gæddir: „Dagurinn í skóginum hjá Harormsstað var sannarlega há- punktur ferðar okkar. I meira en 60 ár hafa hungraðar sauðkind- ur verið útilokaðar frá meira en 650 ha lands og um sömu mund- ir og girt var hófust fyrstu til- raunir með erlend ban-tré". Sama daginn og Englending- arnir fóru, komu stórmenni frá Þýzkalandi í heimsókn. Nýr skóg- ræktarstjóri Vestur-Þýzkalands, Firanz Klose, prófessor Herbert Hesmer í annað sinn og Ruff nokkur, heljarmikill bolti, sem var yfir stóru skógaumdæmi í Suður-Þýzkalandi og hafði 130. 030 manns í þjónustu sinni. Að- aler'ndi þeirra til Islands var að aíhenda hinni nýju tilraunastöð í skógrækt k Mógilsá vísindatæki 'iö verðmæti um 1.2 millj. kr. ssm gjöf frá sambandslýðveldinu. Var nú kominn í ljós árangur af komu dr. Walthers Manns hingað þremur árum áður. I bréfi til mín, rituðu við heim- komuna til Bonn, fer Klose við- urkenningarorðum um þann ár- angur, sem náðst hafi hér á Hallormsstað. Síðar á sumrinu barði að dyrum hjá mér danskur maður, sem sagði, að Einar Olgeirsson hefði vísað sér á mig, er til Hallorms- staðar kæmi. Reyndist hér vera kominn þingmaður SF-flokksins Nils E. Ringset, bóndi frá Sunnmæri, prófessor Hans Heiberg frá Ási, frú Hvoslef, Othar HvosM, fylkisskógræktárstjóiri á Roga- landi, firú Norén og Gustav Noréu, framkvæmdastj. norska blaða- mannasambandsins.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.