Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Neikvæð áhrif samþykktar frum- varps um stjórnun fiskveiða á sjóðs- streymi sjávarútvegsfyrirtækja á 15 ára tímabili yrði um 320 milljarðar að mati endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Lögmannsstofan LEX taldi að með samþykkt yrði gengið of nærri rétti útgerðanna sem varinn er af stjórnarskrá. Fjölmargir aðrir gáfu frumvarpinu falleinkunn í um- sögnum sínum. Þessi atriði komu meðal annars fram í ræðu Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna, við upphaf aðalfundar í gær. Hann sagði að niðurstaða sér- fræðinga um áhrif frumvarpanna hefði í stuttu máli verið sú að allar at- hugasemdir LÍÚ hefðu verið stað- festar. Samþykkt þeirra hefði afar neikvæð áhrif á rekstur og efnahag fyrirtækjanna. Að mati Deloitte færi sjóðsstreymi sjávarútvegsfyrirtækja á 15 ára tímabili samkvæmt núgild- andi lögum úr því að vera jákvætt um 150 milljarða í að verða neikvætt um 170 milljarða árið 2026 yrði frum- varpið að lögum. Fjárfestingar í lágmarki „Samkvæmt lögum um ársreikn- inga og alþjóðlegum reikningsskila- stöðlum bæri að afskrifa og gjald- færa allar keyptar aflaheimildir strax eða rúma 210 milljarða með tilheyr- andi áhrifum á eigið fé fyrirtækj- anna. Þetta myndi leiða af sér fjölda- gjaldþrot í greininni með tilheyrandi áhrifum á lánastofnanir,“ sagði Adolf. Hann sagði að óvissan sem sjávarútvegurinn hefði búið við und- anfarin tvö ár hefði valdið því að fjár- festingar í sjávarútvegi hefðu verið í algjöru lágmarki og mikil fjárfesting- arþörf safnast. Nauðsynlegt væri að bregðast við ella veiktist samkeppn- ishæfnin fljótt. Adolf rifjaði upp vinnu síðustu ára við endurskoðun á fiskveiðistjórnar- kerfinu og störf sáttanefndarinnar svokölluðu. LÍÚ hafi ákveðið að standa að meginniðurstöðu nefndar- innar, enda væri afar mikilvægt að skapa frið um starfsskilyrði sjávarút- vegsins. Forsendan hefði verið að ásættanleg niðurstaða næðist í fram- haldi af starfi nefndarinnar um grundvallaratriði. Heilagt stríð forsætisráðherra „Við treystum því að unnið yrði á faglegum nótum þar sem áhrif breyt- inga yrðu vegin og metin í samvinnu stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Jafnframt yrði stjórnarskrárvarinn réttur útvegsmanna virtur. En annað kom á daginn. Ekkert samráð var haft við fulltrúa atvinnugreinarinnar við samningu tveggja lagafrumvarpa sem lögð voru fram á Alþingi í vor. Þess í stað höfum við ítrekað mátt hlýða á forsætisráðherra lýsa heilögu stríði sínu um auðlindirnar fyrir hönd þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta? Verði samninga- leiðin farin gera útvegsmenn samn- ing við ríkið um tímabundin afnot af aflaheimildum gegn gjaldi. Hver er þá eigandinn? Sá sem veitir afnotin eða sá sem fær þau tímabundið gegn greiðslu gjalds?“ spurði Adolf. Svarað með útúrsnúningum Hann sagði að strax og frumvörpin hefðu litið dagsins ljós hefði LÍÚ gert alvarlegar athugasemdir við þau. „Við okkur blasti að stefnt væri að því að gera aflaheimildir verðlausar og að lokum upptækar til ríkisins með tilheyrandi afleiðingum á rekst- ur og efnahag fyrirtækjanna. Einnig væri gengið of nærri rétti okkar sem varinn er af ákvæðum stjórnarskrár- innar,“ sagði Adolf. Í ræðu sinni rakti hann fjölmörg neikvæð áhrif frumvarpsins á af- komu sjávarútvegs og álit sérfræð- inga og fjölmargrar annarra aðila á því. „Nú skyldi maður ætla að stjórn- völd hefðu lært sína lexíu, sæju að sér og kölluðu aðila málsins að borðinu. Því miður er því ekki að heilsa. Rök- studdum athugasemdum hefur af einstaka þingmönnum verið svarað með útúrsnúningum,“ sagði Adolf Guðmundsson meðal annars. Morgunblaðið/Ómar Aðalfundur Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, flutti ræðu við upphaf fundarins í gær. Leiddi til fjöldagjaldþrots  320 milljóna sveifla í sjóðstreymi með nýjum lögum um fiskveiðistjórnun  Allar athugasemdir útvegsmanna staðfestar með niðurstöðum sérfræðinga Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra var ekki viðstaddur upphaf aðal- fundar LÍÚ og flutti Sigurgeir Þorgeirsson ávarp í fjarveru ráðherra. Bjarni Harðarson, upp- lýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að kjördæmis- vika þingmanna hafi að þessu sinni verið tekin fram yfir fund LÍÚ. Eftir sem áður leggi ráðherra og ráðu- neytið áherslu á samskipti við LÍÚ eins og önnur hagsmunasamtök í greininni. „Þingmenn funda þessa viku með sveitarstjórnum og það er mjög mik- ilvægur þáttur í starfi þingmanna að hitta sína umbjóðendur í héraði. Ekki síst nú í aðdraganda fjárlaga- umræðu og í þeim aðstæðum, sem eru víða á landsbyggðinni. Þetta varð því niðurstaðan eftir miklar bollaleggingar, en helst hefði ráð- herra viljað vera á báðum stöðum,“ segir Bjarni. Spurður hvort ráðherra teldi fundi í kjördæminu mikilvægari en að eiga orðasatað við útgerðarmenn í þeirri stöðu sem uppi væri í sjávar- útvegi sagði Bjarni að þetta hefði orðið niðurstaðan. „Ráðherra og ráðuneytið halda mjög virku sam- bandi við LÍÚ, margvísleg gagn- kvæm samskipti eiga sér stað og fylgst verður með niðurstöðum þessa fundar í ráðuneytinu. Það er alls ekki verið að hundsa þennan fund en það var metið þannig að for- gangsröðunin yrði að vera með þessum hætti að þessu sinni,“ sagði Bjarni. aij@mbl.is Ráðherra var ekki á fundi LÍÚ  „Alls ekki verið að hundsa þennan fund" Jón Bjarnason „Eftir bankahrunið er flestum ljóst að sjávarútvegurinn er og verður ein af meginstoðum íslensks efna- hagslífs,“ sagði Adolf Guðmunds- son m.a. í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. Hann sagði að síðasta ár hefði að mörgu leyti verið íslenskum sjávarútvegi gjöfult. Heildarafli hefði aukist og ótvíræð merki væru um að uppbygging þorskstofnsins hefði tekist. Verð á flestum afurð- um væri hátt og þrátt fyrir mjög hátt olíuverð væri afkoman al- mennt góð. Almennt góð afkoma Adolf Guðmundsson vék í ræðu sinni að umræðunni um sjávar- útveg á undanförnum árum og sagði að álitsgjafar hefðu keppst við að afskrifa sjávarútvegsfyrir- tækin vegna skuldabyrði. Nú sæju þessir sömu aðilar ofsjónum yfir afkomu sömu fyrirtækja – sem hefðu í mörgum tilfellum nýtt hag- felldar aðstæður til að greiða nið- ur skuldir – og vildu skattleggja þau í drep. „Þegar betur er að gáð þarf ekki að koma svo mjög á óvart að um- ræðan sé jafn afvegaleidd og raun ber vitni. Eftir höfðinu dansa lim- irnir. Þannig hafa þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hvað eftir ann- að sett fram fullyrðingar um sjáv- arútveg sem ekki eiga við nein rök að styðjast,“ sagði Adolf. Rakti hann síðan að forsætis- ráðherra hefði fyrir mánuði sagt í Kastljósi að uppundir helming veð- setningar vegna sjávarútvegsfyrir- tækja í bönkunum mætti rekja til þess sem hún hefði nefnt „óskylda starfsemi.“ Fullyrðingin stæðist ekki og LÍÚ hefði tvívegis óskað eftir útskýringum frá forsætisráð- herra á þessum ummælum og beð- ið um gögn sem lægju þar að baki. Ekkert svar hefði enn borist. Rifjaði Adolf síðan upp orð vara- formanns Samfylkingarinnar fyrir viku þar sem hann sagði að besta leiðin til þess að útkljá mismun- andi skoðanir, væri að tala saman og ekki síður að hlusta. „Ef það er stefna Samfylkingarinnar að leiða málefni sjávarútvegsins til lykta er það grundvallaratriði að flokk- urinn hafi kjark og þor til að setj- ast niður með okkur,“ sagði Adolf meðal annars í ræðu sinni. „Eftir höfðinu dansa limirnir“ FÁ EKKI ÚTSKÝRINGAR FRÁ FORSÆTISRÁÐHERRA Óli Tynes Jónsson fréttamaður lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 66 ára að aldri. Óli fæddist á Guðrúnargötunni í Reykjavík hinn 23.12. 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sig- tryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor við tannlæknadeild Há- skóla Íslands, fæddur á Akureyri 1908, og Jór- unn (Lóa) Tynes húsmóðir, fædd á Siglufirði 1913. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vil- borg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Laxdal Eggertsdóttir, sonur þeirra er Jón Gunnar, f. 1965. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, f. 1974. Óli byrjaði ferilinn á Vísi en vann einnig á Morgunblaðinu, Helg- arpóstinum og Frjálsri verslun. Hann starfaði einnig lengi við ljós- vakamiðla sem frétta- maður, m.a. á Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni NFL. Síðustu árin var hann fréttamaður á Stöð 2. Óli var um tíma far- arstóri á Spáni og Ítal- íu, Jamaíka og víðar og síðar fararstjóri og skíðakennari í Sviss og Austurríki. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var m.a. formaður froskmanna- félagsins Syndasela, formaður Ís- lensk-ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Andlát Óli Tynes Jónsson Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Fram kom í erindi Steinþórs Páls- sonar, bankastjóra Landsbankans, á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), í gær að það væri óeðlilegt að íslenska ríkið ætti mikinn meirihluta í bankanum eins og staðan væri í dag. Hann sagðist ekki vera andvígur því að ríkið ætti í Landsbankanum en að eignarhald þess ætti ekki að vera meira en um 34% að hans mati. Steinþór sagði að við þessar að- stæður væri alltaf sú hætta fyrir hendi að stjórnmálamenn færu að skipta sér með óeðlilegum hætti af rekstri bankans. Í ljósi atburða síð- ustu vikur vissi hann ekki hvenær hann gæti fengið furðuleg bréf og vísaði þar ljóslega til nýlegra af- skipta stjórnmálamanna af Banka- sýslu ríkisins. Þurfa nýtt eignarhald Þá sagði hann ljóst að allir stóru bankarnir þyrftu að skipta um eign- arhald. Núverandi erlendir eigendur bankanna vildu losna undan þeirri eign en vandinn væri að þeir vildu erlendan gjaldeyri í staðinn. Þá væri ljóst að bankarnir þyrftu að komast á erlenda lánamarkaði hið fyrsta. Það ætti einkum við um bæði Arion banka og Íslandsbanka. Ennfremur þyrfti að taka á ósjálfbærum fjár- málastofnunum að hans áliti. Segir eignarhald ríkisins á Landsbankanum óeðlilegt  Hætta á óeðlilegum afskiptum af hálfu stjórnmálamanna Afskriftir þriggja stærstu bankanna Fasteignafélög 35 Verslun 30 Byggingastarfsemi 25 Þjónusta, fjármálaft., samg.ogflutningur 20 Iðnaður/landbún./matvælaframl. 16 Sjávarútvegur 11 Heimild: Úr skýrslu Deloitte eftir atvinnustarfsemi 2009-2010 í milljörðum króna Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið frá fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.