Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 39

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Harpa kynnir nýja tónleikaröð sem nefnist Undiraldan í samstarfi við 12 tóna. Tónleikarnir verða í Kaldalóni tvisvar í mánuði. Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða á morgun kl. 17.30 en fyrsta hljómsveitartvennan til að stíga á svið eru Sykur og Just Another Snake Cult. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Tónleikaröðin er sett fram í því skyni að kynna grasrótina í íslenskri tónlistarmenningu og veita ungum og upprennandi hljóm- sveitum/listamönnum tækifæri til að spila í Hörpu og leyfa almenningi að fylgjast með þeirri grósku sem á sér stað í íslensku tónlistarlífi. Ný tónleikaröð í Hörpu Í Undiröldu Hljómsveitin Sykur kemur fram á morgun í Kaldalóni. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Farið verður í gegnum Íslandssög- una, allt frá Hrafna-Flóka til nú- tímans, á sviði Samkomuhússins á Akureyri í kvöld. Þar frumsýnir hljómsveitin Hundur í óskilum eigið leikverk, Sögu þjóðar. Samkomuna kalla Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson sjóntónleika. Benedikt Erlingsson leikstýrir Hundinum í þessu spennandi verki. Félagarnir unnu undir stjórn Bene- dikts á síðasta leikári, þegar þeir sömdu og fluttu músík í Íslands- klukkunni í Þjóðleikhúsinu og hlutu Grímuna að launum. Morgunblaðið hitti þremenninganna í gær. – Tónleikar Hunds í óskilum hafa gjarnan verið hálfgert uppistand, ekki satt? „Þeir þróuðust í þá átt að verða einhvers konar sirkus. Þetta var því spurning um að stíga skrefið alveg yfir í leikhúsið,“ segir Hjörleifur. Eiríkur kveður hugmyndina gamla, en í vor hafi þeir látið til skarar skríða. „Við höfðum samband við Maríu [Sigurðardóttur] leik- hússtjóra og spurðum hvort hún hefði áhuga á samstarfi. Hún tók okkur mjög vel.“ – Í kynningu segist þið fara á hundavaði í gegnum Íslandssöguna. Nema hvað! „Og sýningin hét upphaflega Ís- lenski fjárhundurinn – Saga þjóðar, en fjárhundurinn var eiginlega bara til vandræða svo við hentum honum út á síðustu stundu,“ segir Eiríkur. – Miðað við það sem þið hafið gert áður reikna ég með að verkið sé á léttu nótunum. Er það rétt? „Þetta er skemmtun, en við erum líka með boðskap. Við vonumst til þess að fólk fari út í góðu skapi,“ segir Eiríkur og Benedikt leikstjóri skýtur inní: „Miðað við það sem þeir hafa gert hingað til er þetta í alvarlegri kantinum.“ – Var eitthvað í Íslandssögunni sem kom ykkur á óvart? „Vinnan staðfesti grun okkar um að hér hafa orðið mörg hrun og góðærin hafa líka verið mörg,“ seg- ir Hjörleifur. Benedikt bætir við að skemmtilegt hafi verið að fara í gegnum söguna og rifja upp ýmsa hluti, „eins og fjárkláðamálin. Eftir á spyr maður hvort það skipti máli, að lækna eða skera; samt klauf þetta þjóðina í tvennt. Þjóðin týnir sér alltaf í einhverjum fjár- kláða …“ – Má ekki segja að efnahags- hrunið hafi verið einhvers konar fjárkláði? „Jú, en Icesave var bara eins og desílítramál miðað við fjárkláða- málin, eins og Hjörleifur orðar það,“ segir leikstjórinn og Hjörleif- ur botnar: „Sagan snýst dálítið um fé. Það byrjar með því að Hrafna- Fólki verður gjaldþrota fyrsta vet- urinn sinn á Íslandi, og síðan höfum við verið að endurtaka það í mis- munandi útgáfum.“ Þeir hafa grúskað mikið í sögu þjóðarinnar, eins og nærri má geta. „Það hefur verið mjög gaman og ég held að þetta geti líka verið góð upprifjun og skemmtileg fyrir áhorfendur. Við höfum talað um að stundum gleymist í listsköpun að fræða með skemmtun. Nú fræðum við okkur og aðra og gerum það með mikilli glaðværð,“ segir Hjör- leifur. Leikstjórinn, sá kunni sagnamað- ur, segist öfunda samstarfsmenn sína af því hve þeir eru skemmti- legir tónlistarmenn. „Tónlistin og ljóðið opnar einhverja glugga, veita djúpa innsýn; þeir segja ekki bara sögur heldur fljúga allt í einu á vængjum ljóðs og lags inn á þessi sögusvið.“ – Hvað getur áhorfandinn lært af Sögu þjóðar? „Til dæmis það að það verður aft- ur hrun og aftur koma góðæri og hallæri og farsóttir,“ segir Hjörleif- ur. Eiríkur kinkar kolli. „Framtíðin er björt; full af hall- ærum og góðærum,“ segir Bene- dikt. „Upprifjun á sagnfræði er kannski alltaf dulbúin aðferð til þess að horfa fram í tímann; við þurfum að vita hvaðan við komum og hvar við erum til að vita hvaða kúrs við tökum. Við erum að búa áhorfendur undir komandi hallæri og góðæri. Bólusetja fólk fyrir áföllum framtíðarinnar!“ Farið yfir sögu þjóðar á hundavaði  Hundur í óskilum frumflytur frumsamið verk  Fræða sjálfa sig og aðra með mikilli glaðværð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Saga þjóðar Hjörleifur Hjartarson, til vinstri, og Eiríkur G. Stephensen semja og flytja Sögu þjóðar í tali og tónlist. Leikstjórinn Benedikt Erlingsson lýsir leiðina frá því fyrstu menn tóku sér bólfestu á Íslandi, til dagsins í dag. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 (950 kr.) - 8 ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 5 (700 kr.) BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10:15 THE THING Sýnd kl. 8 - 10:15 ÞÓR 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 (750 kr.) KILLER ELITE Sýnd kl. 10:15 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum „TIL HAMINGJU ÍSLAND“ - H.S.S., MBL HHHHH 15.000 MANNS Á AÐEINS 11 DÖGUM! HHHH - R.E., FBL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU TINNI, TOBBI OG KOLBEINNKAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA. FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON „GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!” -T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT HHHH B.G. -MBL HHHH FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% K.H.K. - MBLA.K. - DV -K.G., DV Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN “TIL HAMINGJU, ÍSLAND” -Þ.Þ., FT ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 6 - 8 - 10 7 THE THING KL. 10 16 ÞÓR 2D KL. 6 L BORGRÍKI KL. 8 14 -H.S.S., MBL ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 HEADHUNTERS KL. 8 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 5.50 L BORGRÍKI KL. 10.15 14 MIDNIHGT IN PARIS KL. 5.50 - 8 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.10 12 ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 3D LÚXUS KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L BORGRÍKI KL. 8 - 10 14 VARIETY 90/100 - BOXOFFICE MAGAZINE 90/100 - ROTTEN TOMATOES 89% “GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!” - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS “STÚTFULL AF FJÖRI OG HASAR!” - IAN NATHAN, EMPIRE! - B.G., MBL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.