Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 ✝ AðalheiðurMagnúsdóttir fæddist á Söndum við Krókatún, Akranesi, 18. des- ember 1926. Hún lést á Landakoti 20. október 2011. Foreldrar hennar voru Guðrún Sím- onardóttir, f. 23.11. 1888, d. 29.12. 1965, hús- freyja á Söndum, og Magnús Magnússon, f. 26.5. 1876, d. 14.4. 1949, bátasmiður. Að- alheiður átti 12 systkini. Þau voru Magnús, Aðalheiður, Ragnhildur Sigríður, Helga Margrét, Guðbjörg, Ragnheið- ur, Eggert, Margrét, Sigurður og Ragnar Símon, sem öll eru látin, en eftir lifir Ásta. Aðalheiður giftist Hauki Þórðarsyni, síðar yfirlækni, 17. júní 1950. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Pétur, f. 12. nóv. 1950, geðlæknir. Hann kvæntist Anne Grethe Hansen, iðjuþjálfa. Þau skildu. Dætur þeirrra eru: a) Emma, iðju- þjálfi, f. 4. okt. 1974. Sam- býlismaður Jonas Wellendorf. Þau slitu samvistir. Dætur þeirrra eru: i) Mist, f. 18. des. 1999, og ii) Ísold, f. 12. júlí 2004. Sambýlismaður Emmu er Atle Øksendal, hönnuður. jana Fenger, lektor í iðjuþjálf- un. Dóttir þeirra er Saga, mannfræðinemi, f. 18. okt. 1987. Sonur Kristjönu er Flóki Guðmundsson, heimspekingur, f. 9. ágúst 1976, sambýliskona Eyrún Baldursdóttir, lækna- nemi. Börn þeirra eru Dýrleif Kristín, f. 2. nóv. 2007, og stúlka, f. 16. okt. 2011. 3) Magnús, rafmagnsverkfræð- ingur, f. 25. júní 1959. Hann kvæntist Hrafnhildi Guð- mundsdóttur, frönskukennara. Börn þeirra eru: a) Ásrún, dansari, f. 17. nóv. 1988, b) Guðmundur, nemi, f. 6. jan. 1993, og c) Aðalheiður, f. 10. maí 1997. 4) Gerður Sif, leik- skólastjóri, f. 25. ágúst 1962. Sambýlismaður hennar var Karl Benediktsson. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Sölvi, sagnfræðingur, f. 23. okt. 1986. Aðalheiður útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskólanum 1949. Hún kenndi lengst af í Austurbæjarskóla, en frá 1975 í Varmárskóla í Mosfellsbæ, þar til hún lét af störfum þar sjötug. Hún lauk námi sem sérkennari 1984 og starfaði við það langt fram á áttræð- isaldur. Hún var virk í fé- lagsstörfum, tók þátt í starfi KFUK á sínum yngri árum, en lét síðar stjórnmál til sín taka. Hún sat í bæjarstjórn Mosfells- bæjar fyrir Alþýðubandalagið 1985-1990. Útför Aðalheiðar fer fram frá Neskirkju í dag, 28. októ- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Sonur þeirra er Almar, f. 12. des. 2009. b) Sif, kenn- ari, f. 16. jan. 1980, eiginmaður Aron Víglundsson, viðskiptafræð- ingur. Börn þeirra eru Vala, f. 15. mars 2004, og Thor, f. 22. sep. 2008. c) Maren Heiða, sál- fræðinemi, f. 16. júní 1986. d) Una, nemi, f. 31. ágúst 1989. Sambýliskona Péturs er Sylvía Ingibergsdóttir, geðhjúkr- unarfræðingur. Synir Sylvíu eru Bergþór Ingi Magnússon, viðskiptafræðingur, f. 5. jan. 1986, sambýliskona Brynja Marín Húnfjörð, nemi, og Óð- inn Magnússon, nemi, f. 12. ág. 1992. 2) Þórður, f. 12. nóv. 1952, kerfisfræðingur. Hann kvæntist Hjördísi Guðmunds- dóttur. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Haukur, nemi í arkitektúr, f. 29. feb. 1972, kona hans er Kristín Ein- arsdóttir, viðskiptafræðingur. Synir þeirra eru Alexander Einar, f. 24. des. 1999, Sólon Þórður, f. 3. sept. 2008, og drengur, f. 6. júlí 2011. b) Daníel, viðskipta- og tölv- unarfræðingur, f. 7. feb. 1975. Sambýliskona Þórðar er Krist- Amma mín Alla er farin. Ég trúi því að hún sé komin á frið- sælan stað og henni líði vel. Hún lifir áfram í huga mér og ég get yljað mér við margar góðar minningar um hana bæði frá því að hún bjó í Mosfells- bænum og síðar á Njarðargöt- unni. Þegar ég var yngri fannst mér afar notalegt að gista hjá ömmu. Við vorum báðar rólynd- ismanneskjur og höfðum það huggulegt fyrir framan sjón- varpið eða ég dundaði mér við það dót sem amma geymdi hjá sér fyrir barnabörn sín. Daginn eftir gistinótt vaknaði ég snemma til að horfa á allt barnaefnið sem hún hafði upp á að bjóða og varð „afi“ á Stöð 2 nánast alltaf fyrir valinu. Sú minning sem mér stendur næst er frá því að ég var í grunn- skóla. Ég átti að teikna mynd fyrir skólann og óx mér það í augum. Ég var í uppnámi því ég var viss um að ég réði ekki við verkefnið, en amma gekk í verkið, fann til reglustiku og blað og saman teiknuðum við og lituðum mynd af flottum sum- arbústað. Í minningunni sýndi amma ákveðið frumkvæði og stuðning sem kom mér þá á óvart en sem var í raun eitt af einkennum hennar. Amma mín var einstaklega góður gestgjafi og bauð alltaf upp á kaffi og meðlæti þegar fólk kom í heimsókn en okkur krökkunum upp á djús og gos. Á meðan maður borðaði og drakk sagði hún nýjustu fréttir af ættinni. Annað sem lýsir henni er hrifning hennar á ljóð- um og mörg þeirra kunni hún utan að og önnur las hún upp úr bók. Hún las þau svo fallega að ég hreifst með og fannst ég vera komin inn í ljóðið. Einnig var amma frábær saumakona, ég hef alltaf dáðst að því hvernig hún saumaði á sig fötin, skyrtur og buxur. Ömmu þótti rosa vænt um okkur barnabörn sín. Þegar við vorum yngri fannst henni gam- an að stjana við okkur og átti oft íspinna í frystinum sem hún bauð upp á og einnig var hún alltaf tilbúin að leggja okkur lið. Ég á margar minningar um ömmu, hvort sem það er af hin- um góðu eiginleikum sem hún bjó yfir, af okkur frændsystk- inunum í leik hjá henni eða af afmælum hennar eða jólum í Mosfellsbæ. Ég er þakklát fyrir þessar minningar um ömmu, því í gegnum þær lifir amma mín Aðalheiður Magnúsdóttir í hjarta mér. Takk amma fyrir allar góðu minningarnar, ég mun sakna þín en þó gleðjast yfir öllum þeim góðu stundum sem við höfum átt saman. Saga Fenger Þórðardóttir. Að vera góð er eitthvað sem við reynum flest, en tekst mis- vel til. Ömmu Öllu fórst það af- skaplega vel – hún var svo in- dæl, ljúf og svo góð. Þessi persónuleiki er helsta ástæðan fyrir því að ég man fátt betra en að gista hjá ömmu sem lítill strákur. Og jólin, þau voru al- gjört ævintýri. Jólasveinarnir hennar, stjörnurnar, hjörtun og allt hitt heimaföndraða skrautið voru undraheimur fyrir börn. Á tímabili ætlaði ég að herma eftir henni og búa til mína eigin jóla- sveina. Hún hjálpaði mér og hvatti mig áfram í því en reynd- ar gafst ég á endanum upp eftir aðeins nokkra af bræðrunum. Þolinmæðina erfði ég greinilega ekki frá ömmu. Þessi góðláta skapgerð mót- aði ekki bara samskiptin við fjölskyldu og vini, heldur líka sýnina sem amma hafði á heim- inn. Tilfinningin fyrir réttlæti virðist hafa verið henni í blóð borin og hún var alltaf reiðubú- in að tala máli lítilmagnans – meira að segja við ellefu ára strák sitjandi hinum megin við eldhúsborðið. Þá skipti engu hvort um var að ræða innlend sveitarstjórnarmál eða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég er þess fullviss að þessi samtöl hafi átt stóran þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, og fyrir þau er ég henni ævinlega þakklátur. Hjarta mitt er fullt af sökn- uði, vitandi að ég mun aldrei aftur koma við á Njarðargöt- unni og sjá ömmu Öllu brosa til mín, en á sama tíma er það fullt hamingju yfir þeim tíma sem ég fékk að eiga með henni og þeim stundum sem við gátum deilt saman. Takk fyrir allt, amma. Sölvi Karlsson. Amma Alla var töffari með stórt hjarta. Töffari sem vakti frameftir og kunni að sofa út, drakk kalt kaffi, reykti milljón sígarettur á dag, fór í Kringluna til að halda sér í formi, keyrði um á mosagrónum bíl með gler- augu með lituðu gleri og sagði alltaf nákvæmlega það sem henni fannst. Ég er glöð og það er heiður að hafa fengið að eyða næstum því 23 árum með þess- ari konu. Það var gaman að fara í gist- ingu til ömmu Öllu og hlusta á hetjusögurnar frá því að hún var barn á Akranesi, mér fannst og finnst ennþá sögurnar henn- ar svo merkilegar að ég minnist þess að hafa sagt vinum mínum frá þeim líka. Ég vildi að fólk vissi hvað hún hefði upplifað og afrekað, því svo mikið leit ég upp til hennar og geri enn. Ég man líka frá gistingunum að amma undirbjó alltaf morg- unmatinn áður en hún fór að sofa svo að ég gæti bjargað mér sjálf þegar ég vaknaði. Af því hún vissi að það væri tóm vit- leysa að vera að vakna áður en það yrði bjart úti, það væri manninum ekki eðlilegt. Mér fannst gaman að vera með ömmu af því hún kom alltaf fram við mann eins og jafnoka og talaði við mig eins og ég vissi um hvað málið snerist, sem ég gerði oftast nema þegar hún sagði „common Charlie“, það skildi ég aldrei. Síðan varð ég eldri og fór að skilja enskuslett- urnar aðeins betur og þá fannst mér gaman að sitja á hlið í bast- stól í eldhúsinu hennar, ræða daginn og veginn og borða ný- bakað brauð eða bara panta pítsu á Eldsmiðjunni og horfa á sjónvarpið. Maður upplifði aldrei neitt stress eða vesen hjá ömmu og það var róandi að sitja og hlusta á hana sauma, kenna eða kveða vísur, mér leið alltaf vel í kring- um hana. Hún skildi svo vel. Ég vona að ég hafi erft eitt- hvað af kjarnakonueiginleikum ömmu Öllu og nú geri ég mitt besta og kveð með stolti. Þín sonardóttir, Ásrún. Í dag kveð ég ömmu mína Aðalheiði Magnúsdóttur sem ég minnist með hlýjum huga og miklu þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég sóttist alltaf eftir að vera hjá henni ömmu minni enda fannst mér ég alltaf vera inni- lega velkominn hjá henni. Á yngri árum kom ég ósjaldan við í heimsókn hjá henni í Dverg- holtinu á leið minni heim úr skólanum. Það var alltaf svo gott að tala við hana því hún sýndi því sem ég var að gera svo mikinn og einlægan áhuga. Við amma gátum reyndar talað saman endalaust um allt milli himins og jarðar þó að á þessum árum hafi spjallið e.t.v. mjög oft snúist um sameiginlegan áhuga okkar á góðum bíómyndum. Ég minnist þess einnig að þegar við bræðurnir á yngri ár- um vorum að hjálpa móður okk- ar við skúringar á bæjarskrif- stofu Mosfellsbæjar þá hittum við oft á ömmu þar sem hún var að koma af bæjarstjórnarfundi. Hún sat í stjórninni fyrir hönd Alþýðubandalagsins og ég man hvað mér fannst merkilegt að eiga svona mikilvæga ömmu. Hún var mikill jafnaðarmaður og vissi ég þá og veit enn að í bæjarstjórn barðist hún ötul- lega fyrir hugsjónum sínum og sannfæringu. Um síðustu helgi var ég staddur á Laugarvatni á nám- skeiði og mér varð stöðugt hugsað um ferð okkar ömmu saman þangað. Þetta var viku bridgeferð sem hún hafði farið í á hverju sumri og í þetta skiptið bauð hún mér með. Á daginn spilaði hún bridge og á meðan spilaði ég fótbolta við krakkana á Laugarvatni. Á kvöldin spjöll- uðum við amma eða spiluðum olsen olsen, veiðimann og fleiri spil. Þetta var virkilega góð ferð í frábæru sumarveðri og ég man að ég var mjög glaður og þakk- látur fyrir að fá að fara með. Á háskólaárum mínum vorum við amma svo nágrannar þegar hún bjó á Njarðargötunni. Ég kíkti þá oft í kaffi og spjall. Oft- ast snerist þá umræðan um stjórnmál, efnahagsmál og hverjar væru bestu leiðirnar að góðu samfélagi. Við gátum rök- rætt endalaust um þetta og vor- um í raun bara sammála um það eitt að vera ósammála. Það sem gerði samræðurnar skemmtileg- ar var að við bárum virðingu fyrir og skildum skoðanir hvort annars. Við höfðum líka húmor fyrir því hversu ósammála við vorum um þessa hluti og gátum í raun bara skemmt okkur kon- unglega yfir því. Hún amma hafði líka skemmtilega kímni- gáfu og því var gaman að spjalla við hana um nánast hvað sem er. Mér verður oft hugsað til þess að eftir allt sem hefur gengið á í íslensku þjóðfélagi síðustu ár þá hafi hún amma mín haft rétt fyrir sér um flest af því sem skoðanaskipti okkar snerust um. Enda var hún vitur kona, réttsýn, góð og ávallt trú sinni sannfæringu. Ég kveð hana ömmu mína með hlýjum hug og miklum söknuði og þakka henni fyrir allt það góða sem hún hefur fyr- ir mig gert. Guð blessi minningu hennar. Daníel Þórðarson. „Sof þú, baldursbrá, því mannlaus bíður hestur úti í á.“ Þessar hendingar úr Vöggu- þulu, ljóði Federico García Lorca, fór Aðalheiður stundum með. Fyrir henni var þetta há- punktur fagurbókmennta – þar átti hún raunar við framlag hins frábæra þýðanda Magnúsar Ás- geirssonar allt eins og framlag skáldsins spænska. Magnús var hennar maður í bókmenntunum, þótt Agatha Christie væri reyndar líka í miklu uppáhaldi. Og það er í þessum ljóðlínum einhvers konar þögull háski, sem kannski var alla tíð nálæg- ur Öllu. Hún hafði þurft að glíma dálítið við tilveruna á stundum, það skynjaði ég þegar ég kom inn í fjölskylduna. En hún var glaðsinna og jákvæð manneskja að eðlisfari, með húmor fyrir sjálfri sér og öðr- um. Hún naut samvista við börn sín og barnabörn og hús hennar stóð alltaf opið. Áramótaveisl- urnar í Dvergholti voru viðburð- ur ársins í fjölskyldunni. Alla var pólitísk í bestu merkingu þess orðs: Hún hafði einlægan áhuga á að vinna sam- félagi sínu gagn, sér í lagi þeim sem minna mega sín. Lengi áttu sveitarstjórnarmálin hug henn- ar allan. Hún sat um tíma í sveitarstjórn fyrir Alþýðu- bandalagið í Mosfellssveit og oft var skrafað og skeggrætt um málefni byggðarlagsins í stof- unni í Dvergholti. Þar kom að Alla fluttist til Reykjavíkur og settist að í lítilli og snoturri íbúð á Njarðargötu. Þar var ég tíður gestur ásamt Gerði og Sölva fyrstu árin, en því miður fækkaði heimsóknum mínum hin síðari ár. Ég minnist Aðalheiðar Magn- úsdóttur með hlýju og söknuði og sendi Gerði, Pétri, Þórði, Magnúsi og fjölskyldum hug- heilar samúðarkveðjur. Karl Benediktsson. Það er mikil gæfa að hafa kynnst Aðalheiði Magnúsdóttur. Hún var manneskja þeirrar gerðar að maður laðaðist ósjálf- rátt að henni, lærði af hanni og kom ætíð ríkari af hennar fundi. Hún hafði einstaklega góða nærveru sem einkenndist af hógværð og mildi en jafnframt ákveðni og festu. Í mörg ár átti hún sitt fasta sæti við borðsendann á kenn- arastofunni í Varmárskóla. Þar sat hún með kaffibollann sinn svo fínleg og falleg í framan, sagði sögur, miðlaði af reynslu sinni, hafði skoðanir. Aðalheiður var skarpgreind, víðlesin og fundvís á það fallega í tilverunni og kunni að njóta þess. Hún var kennari af guðs náð og hafði einstakt lag á að laða það besta fram í nemend- um sínum, einkum þeim sem minna máttu sín. Þeir eru ófáir nemendurnir sem hún af stakri þolinmæði og lagni tókst að koma yfir erfiða hjalla í náminu. Nú er vetur genginn í garð, haustlaufin gul og rauð þekja garða og grundir, Esjan hvít niður í miðjar hlíðar. Minning um haustdaga þar sem við sátum við eldhúsborðið þitt við sláturgerð, laufa- brauðsgerð og jólakökubakstur verður ágeng – ljúf og líka sár. Minning um leikhúsferðirnar okkar vinkvennanna og spjallið á eftir þar sem verk voru krufin til mergjar og mat lagt á. Minn- ing um snarpar umræður um pólitík, skólamálin, bókmenntir og listir, endalaus uppspretta umræðna en þar var Aðalheiður á heimavelli og átti jafnan bestu skorin. Á kveðjustund vil ég þakka fyrir verðmæta vináttu og mun ætíð geyma minningu um ynd- islega vinkonu sem kenndi mér svo margt. Minningu um góða mann- eskju. Aðstandendum öllum votta ég dýpstu samúð. Sigríður Johnsen. Í lífinu koma stundir sem greypast fastar í minnið en aðr- ar. Ein slík minning tengist þroskaferli og velferð barnsins míns. Það er miður morgunn í byrj- un vetrar. Krap er úti og frem- ur hráslagalegt. Við eru stödd í 101 Reykjavík þar sem göturnar bera nöfn úr norrænni goða- fræði. Hár kirkjuturn bendir til himins og bak við háa girðingu glittir í höggmyndir eftir þjóð- frægan myndhöggvara. Dökk- blár bíll hefur numið staðar við gangstéttarbrún. Í honum sitja móðir á fimmtugsaldri og stelpa á 8. ári. Hún segir oftast ekki margt og greinist nokkrum ár- um seinna á einhverfurófi. Móð- irin telur sig skynja margt sem inni fyrir býr en það nær mis- jafnlega og í mismiklum mæli til umhverfisins. Förinni er heitið til konu nokkurrar, Aðalheiðar Magnúsdóttur, sem er sérkenn- ari að mennt. Nú er hún hætt opinberri kennslu en sinnir ennþá einkakennslu. Hún skynj- ar og skilur hugsýnir og tilfinn- ingar móðurinnar, trúir á sömu hluti og er tilbúin að leggja fram krafta sína og reynslu til að ná því fram sem inni fyrir býr. Lítill bróðir á öðru ári sef- ur í barnastól aftur í bílnum. Hann á eftir að tala máli stóru systur þegar fram í sækir. Hann útskýrir fyrir vinunum að hún eigi ekkert bágt því að hún sé lífsglöð og dugleg og stundi allt sitt vel. Með í för eru bók, prjónar og nesti. Stóra systir fer út úr bílnum. Hún lítur um öxl og veifar með hendinni áður en hún styður með einum fingri á dyrabjölluna. Hún réttir úr bakinu, augun ljóma og end- urspegla tilhlökkun, von og tiltrú. Byrjun á nokkuð löngu lífs- munstri er nú hafin sem felur í sér reglubundnar heimsóknir og kennslu a.m.k. þrisvar í viku til að byrja með og endist næstu 10-12 árin eða allt fram að stúd- entsprófi nemandans. Það myndast órjúfanlegt traust og vinátta. Það verður uppfylling óska viðvíkjandi þroska, tján- ingu og námshæfni og sumt fer raunar fram úr björtustu von- unum. Þessi braut er auðvitað vörðuð kynnum og aðstoð ýmiss góðs fólks. Upp úr stendur minningin um konuna sem frá byrjun var tilbúin að leggja fram krafta sína óháð skoðunum eða stuðn- ingi annarra. Þessi kona var að höfðingi í lund og bráðgreind, einnig var hún alþýðukona í feg- ursta skilningi þess orðs. Hún var jafnréttissinni og gat með hógværð, víðsýni og styrk gefið ráð, bent á það sem betur mátti fara og sýnt fram á fleiri hliðar hvers máls án þess að særa, heldur byggði hún stöðugt upp. Hún kunni og þá list að sýna öðrum virðingu en um leið að láta bera virðingu fyrir sér. Í byrjun kynna okkar sagðist henni þannig frá að sérkennslan hefði strax orðið sitt líf og yndi og henni fannst stórar dyr opn- ast, enda duldist engum bæði við fyrstu og nánari kynni að kennslan og allt henni tengt var órjúfanlegur hluti persónuleika hennar. Við mæðgur viljum nú að leiðarlokum þakka allt sem hún var okkur. Minning hennar mun ætíð lifa með okkur sem eitt af því besta í okkar lífi. Við viljum biðja ættingjum hennar blessunar og styrks um ókomna tíð. Guðrún Eiríksdóttir. Aðalheiður Magnúsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.