Morgunblaðið - 28.10.2011, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
Blysför Fámenn en áberandi og reykmettuð mótmæli voru fyrir utan Hörpu í gær en þar fór fram ráðstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda.
Ómar
Sæll kæri Magnús
Orri. Svolítið und-
arlegt fyrir okkur
íbúa fyrir norðan að
verða vitni að þórð-
argleði ýmissa þing-
manna yfir því að Al-
coa hafi kvatt
Norðurlandið. Mér
finnst rétt að benda
þingmanninum á að
þegar ríkisstjórnin
ákvað að framlengja ekki vilja-
yfirlýsingu við Alcoa árið 2009 þá
voru hvorki Landsvirkjun né Þeista-
reykir ehf. með viljayfirlýsingu við
Alcoa um orkukaup. Slík-
ar viljayfirlýsingar
runnu út árið 2008. Frá
þeim tíma hafa Lands-
virkjun og Þeistareykir
getað rætt við hvaða
kaupanda sem er og
svona til upplýsingar þá
var rætt við aðra aðila á
þessum tíma og gott ef
þeir voru ekki bara fimm
þá líka.
Ekkert gerðist árið
2009 þegar ríkisstjórnin
ákvað að framlengja ekki
viljayfirlýsingu við Alcoa annað en
það að sveitarfélagið Norðurþing
missti lánstraust og þurfti að selja
hlut sinn í Þeistareykjum ehf. til rík-
isins. Enda hafði sveitarfélagið verið
fast með mikið á annan milljarð í
verkefni sem var stopp vegna þess
að stjórnvöld ákváðu að setja verk-
efnið í sameiginlegt umhverfismat.
Heimamenn hafa alltaf gert ráð
fyrir því að sá möguleiki væri fyrir
hendi að niðurstaða viljayfirlýsing-
arinnar milli ríkisstjórnarinnar, Al-
coa og Norðurþings gæti orðið að
ekki yrði byggt álver. Aldrei gerðum
við þó ráð fyrir því að fyrir okkur
yrðu settar hindranir sem stöðva
myndu rannsóknir og framkvæmdir
í rúmlega tvö ár. Aldrei datt okkur í
hug að eitt svæðið, í þessu tilviki
Gjástykki, yrði tekið út og sett í
verndarflokk í trássi við niðurstöðu
faglegrar vinnu rammaáætlunar né
að þannig yrði gengið í berhögg við
staðfest skipulag á háhita-
svæðunum. Ekki datt okkur heldur í
hug að stjórnvöld myndu ofan í skýr
fyrirheit um annað skera heilbrigð-
isþjónustu á svæðinu niður við trog á
sama tíma og okkur er uppálagt að
búa okkur undir stórfellda atvinnu-
uppbyggingu.
Ég hygg að við Þingeyingar vild-
um svo gjarnan að afskipti stjórn-
valda af verkefninu yrðu sem minnst
og þá þau helst að aðstoða okkur við
að byggja upp okkar innviði. Við vilj-
um gjarnan að arður þjóðarinnar af
orkuauðlindum í Þingeyjarsýslum
verði sem mestur. Okkur hefur aldr-
ei dottið í hug að umgangast þessar
auðlindir á annan hátt en sjálf-
bæran. Við bendum hins vegar á að
ekki ber einungis að líta til þess
hvaða fjárhagslegan arð Lands-
virkjun hefur af uppbyggingu í Þing-
eyjarsýslum heldur ekki síður hvaða
hag samfélagið hefur af slíkri upp-
byggingu.
Eftir Jón Helga
Björnsson » Við Þingeyingarvildum svo gjarnan
að afskipti stjórnvalda
af verkefninu yrðu sem
minnst.
Jón Helgi Björnsson
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og formaður bæjarráðs Norðurþings.
Orkan fyrir norðan
Um 400 manns
þiggja daglega heims-
endan mat frá Reykja-
víkurborg. Flestir sem
nýta sér þessa þjón-
ustu eru aldraðir, fatl-
aðir eða veikir. Vel-
ferðarsvið
Reykjavíkurborgar
segir að nauðsynlegt
hafi verið að ráðast í
breytingar á þjónustu
við heimsendan mat. Gamla fyr-
irkomulagið ku hafa verið úr sér
gengið. Eitt eldhús hafi ekki getað
þjónað því hlutverki að senda 400
manns heita máltíð heim til sín á
nokkrum klukkustundum.
Það er ekkert vafamál að stjórn-
un á hitastigi við geymslu, flutning
og vinnslu matvæla er auk hrein-
lætis áhrifaríkasta leiðin til að tak-
marka vöxt örvera og þar með
draga úr hættu á matarsjúkdóm-
um. Hitastigið þarf annaðhvort að
vera nógu lágt eða nógu hátt til að
hindra vöxt örvera eða drepa þær.
Þetta skilja allir. Við viljum ekki að
aldraðir, veikir og eða fatlaðir fái
matareitrun.
En það er önnur hlið á málinu.
Stefna íslenskra stjórnvalda er að
gera öllum einstaklingum kleift að
búa sem lengst í heimahúsi. Stofn-
anavæðing er hugtak
sem við tengjum ekki
lengur við lýðveldið
Ísland eða Norð-
urlöndin yfirleitt.
Stofnanavæðing við-
gengst því miður enn í
Balkanlöndunum – er
leifar frá gamla
kommúnismanum, en
unnið er hörðum
höndum að því að út-
rýma slíkri hug-
myndafræði. Í Brussel
er stofnun ECCL
(European Coalition for Comm-
unity Living) sem beitir sér fyrir
útrýmingu á stofnanavæðingu í
Evrópu og fyrir því að gera öllum
kleift að búa heima sem lengst.
Auðvitað kemur oft að því fyrir
margra hluta sakir, að fólk getur
ekki búið lengur heima og þarf að
komast í hjúkrunarrými – en þang-
að til býr fólk heima.
Ég er svo lánsöm og blessuð að
fá að starfa á Landspítalanum. Þar
fæ ég á hverjum degi að aðstoða
aldraða, fatlaða og veika við að
komast úr sjúkrahúsumhverfinu og
gera það besta úr sínum aðstæðum
og sínu nærumhverfi.
Sameiginlega og/eða í samvinnu
við aðstandendur vinnum við að því
að gera hverjum og einum ein-
staklingi kleift að búa heima við,
eins lengi og kostur er. Slíkt hefst
ekki nema öll stoðþjónusta í sam-
félaginu sé í lagi og þá á ég við öll
stoðþjónusta. Því stundum þykir
manni það fullborubratt að ætla
t.d. einstaklingi er glímir við heila-
bilun að búa einn heima. En með
samheldni og samstöðu má í flest-
um tilvikum byggja þétt net í
kringum viðkomandi einstakling og
panta einstaklingsmiðaða þjónustu
er hentar hverjum og einum. Heit-
ur matur er eitt af því.
Fæði hefur áhrif á heilsu fólks
og líðan. Maturinn þarf ekki aðeins
að uppfylla kröfur um næring-
argildi heldur skiptir ekki síður
máli að hann sé bragðgóður og
lystugur og fallega fram borinn.
Þetta stendur í Handbók um mat-
aræði fyrir aldraða sem Lýð-
heilsustöð gaf út árið 2008.
Margir af þeim einstaklingum
sem nýta sér heimsendan mat í há-
deginu og ég skerpi á tímasetning-
unni „hádegi“, eru aldraðir – marg-
ir hverjir glíma eins og áður er
nefnt við heilabilun, yfirleitt á byrj-
unarstigi, sumir lengra komnir.
Mjög margir glíma við það sem
kallast verkstol (apraxia), þ.e.a.s
þeir eiga erfitt með vitsmunalega
skipulagningu, niðurröðun verk-
þátta ásamt skipulagi og röðun
hreyfinga. Oft er ástæða þess að
fólk fær heimsendan mat einmitt
þetta, það hefur misst hæfnina til
að bæði laga sér mat og eða hita
upp mat. Því trúið mér, flestir að-
standendur heilabilaðra er búa
heima hafa sannarlega prófað að
kaupa inn allar tegundir 1944-
réttanna. Hæfnin til að borða fram-
lagðan mat helst yfirleitt lengur.
Rök Braga Guðmundssonar,
matreiðslumanns hjá velferðarsviði:
„Við héldum engum gæðum og
þetta var bara orðið spurning um
neytendavernd og meðferð mat-
væla. Við vorum jafnvel að brjóta
lög með þessu,“ eru réttmæt, en
þau gagnast illa þeim sem þurfa á
þjónustunni að halda. Ég leyfi mér
að fullyrða að flestir sem panta
heimsendan mat, gera það til að
þurfa ekki að hita matinn upp sjálf-
ir. Fyrir utan hvað það er nú ólyst-
ugt og lítið hvetjandi til inntöku
þegar maður er veikur.
Það að tímasetningarnar séu
einnig breyttar, er alsendis ótækt.
Fólk á ekki að þurfa að sitja og
bíða svangt eftir að hádegismat-
urinn komi um fjögur-, fimmleytið.
Öll getum við sammælst um að
hreinlæti og rétt hitastig við mat-
reiðslu ásamt kælingu er lykilatriði
í meðferð matvæla til að hindra
vöxt örvera svo þær rýri ekki gæði
og geymsluþol matvæla. En það
eru bara ekki allir sem búa yfir
þeirri færni að hita matinn sinn
upp sjálfir.
Ég skora á velferðarsvið Reykja-
víkurborgar að finna nýjan flöt á
þessu máli. Þetta er ekki gert til að
spara segið þið, en ég sé fyrir mér
að þetta mun verða samfélaginu
dýrt. Margir sem nýttu sér þessa
þjónustu, munu hreinlega hætta að
nærast á þann hátt sem eðlilegt
telst. Innlögn á sjúkrahús og aukin
byrði á aðstandendur er það sem
gæti blasað við. Ekki eru allir svo
lánsamir að hafa gott aðstandend-
anet í kringum sig, því hefur þessi
heita máltíð verið gríðarlegur
stuðningur fyrir veika í heimahúsi.
Það eru einstaklingar sem búa í
heimahúsi sem geta vissulega hitað
matinn sinn sjálfir. En það verður
að vera hinn valkosturinn fyrir þá
sem ekki búa lengur yfir þeirri
færni. Annað er afturhvarf til for-
tíðar.
Eftir Kristínu
Einarsdóttur »Margir sem nýttu
sér þessa þjónustu,
munu hreinlega hætta
að nærast á þann hátt
sem eðlilegt telst. Inn-
lögn á sjúkrahús og
aukin byrði á aðstand-
endur er það sem gæti
blasað við.
Kristín Einarsdóttir
Höfundur er yfiriðjuþjálfi og meist-
aranemi í lýðheilsuvísindum.
Kaldur heimsendur matur – Aukin lífsgæði?