Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 11

Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 11
Ljósmynd/Axel Þorsteinsson Girnilegt Axel bjó til allskonar góðgæti í náminu í ZBC í Danmörku. verkfæri og ég bar allt undir hann og honum leist vel á það sem ég var að gera. Það var mikill léttir þegar prófið var búið.“ Beðinn að baka í fjölskylduveislur Axel var ekki fyrr kominn heim til Íslands sem útskrifaður konditor en hann sigraði í keppni um bakara ársins 2011. Hann seg- ir að það sé mikill heiður en þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin og verður hún haldin árlega. Keppnin fólst í því að búa til fimm tegundir af brauði á fimm klukku- stundum. Þá tók Axel þátt í desertkeppni í gær en viðurkennir að hafa haft lítinn tíma til að æfa sig fyrir hana þar sem svo stutt sé síðan hann kom heim. Vinnutími bakara er mjög óhefðbundinn en Axel segir hann í raun vera mjög þægilegan. „Allir eru vanir vinnutíma frá kl. 9-17 og jafnvel lengur og þá renn- ur allur dagurinn frá þér. Sem bakari hefurðu hins vegar meiri frítíma, mað- ur fer snemma að sofa, vaknar snemma og vinnu- dagurinn er búinn snemma. Þá er tími til að gera margt, t.d. er engin biðröð í bönkum eða mat- vöruverslunum,“ segir Axel og bætir hlæjandi við að sem konditor sé hann reyndar að vinna á hefðbundnum tíma, frá kl. 8- 16. Aðspurður viðurkennir Axel að sem útskrifaður bakari og konditor sé hann stundum beðinn að baka fyrir veislur í fjölskyldunni. „Það er mjög gaman, að sýna hvað maður get- ur gert og gera það fyrir fjöl- skyldumeðlimi,“ segir hann og segist vera búinn að lofa nokkrum kransakökum fyrir ferming- arveislur næstu páska. Er óhætt að segja að Axel sé í drauma- starfinu? „Alger- lega,“ svarar hann umhugs- unarlaust. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 NÝLEGIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI Skoda Octavia TDi 4x4 Árgerð 2010, dísel, beinsk. Ekinn 44.000 km Ásett verð: 3.750.000,- Suzuki Vitara Árgerð 2010, bensín, sjálfsk. Ekinn 45.000 km Ásett verð: 3.690.000,- VW Polo Comfortl 1,4. Árgerð 2008, bensín, sjálfsk. Ekinn 53.000 km Ásett verð: 1.590.000,- VW Golf Trendl. 1,4 Árgerð 2010, bensín, beinsk. Ekinn 41.000 km Ásett verð: 2.880.000,- VW Polo Comfort 1,4 Árgerð 2010, bensín beinsk. Ekinn 43.000 km Ásett verð 2.190.000,- Þegar kalt er í veðri og vindur úti er gott að eigagóða úlpu, eins og alþjóð veit. Þetta sönglaði églíka með sjálfri mér þegar ég ákvað loksins,eftir margra mánaða yfirlegu, að punga út fyrir vígalegri dúnúlpu á útmánuðum. Dúnúlpur eru ekki ókeypis frekar en annað sem fæst í verslunum á Íslandi svo ákvörðun um að kaupa eina slíka er ekki tekin í neinu kæruleysi. Það var því grafalvarleg Una sem gekk inn í verslun Icewear í Bankastræti í fyrravetur og fjárfesti í sjálfri sér og framtíðinni í formi rauðrar dúnúlpu. Skemmst er frá því að segja að eftirsjáin er engin, enda fékk ég strax í síðasta páskahreti staðfestingu á því sem aðrir ham- ingjusamir dúnúlpueigendur hafa sagt mér: Alvöru dún- úlpa er ekki flík, heldur fasteign. Pistlinum gæti verið lokið hér en ég ætla samt að segja frá úlpunni minni í ögn lengra máli. Þótt mér gangi yfirleitt ágætlega í þeim leik að láta sem hvergi í heim- inum sé betra að búa en einmitt nyrst á mörkum tempraða úthafsloftslagsins og kalda heim- skautaloftslagsins, þá koma óneitanlega stundir þar sem hvarflar að mér hvort það sé forsvaranlegt að verja lífinu á stað þar sem maður fer varla á milli húsa stóran hluta ársins án þess að þurfa að hlaupa við fót og setja undir sig hausinn gegn bylnum. Það mætti kannski réttlæta þetta búsetuval með sælli einfeldni, ef maður vissi ekki að neitt annað væri í boði, en ég hef séð það með eigin augum að til eru staðir þar sem fólk eins og þú og ég gengur um á opnum skóm og stuttermabol næstum allt árið um kring! En úlpan mín hefur hjálpað mér að bægja þessum hættu- legu hugsunum frá mér vegna þess að með hennar hjálp get ég sannarlega gengið út um dyrnar á morgnana í stuttermabolnum einum klæða. Innan undir færanlegu dúnfasteigninni minni. Á dögunum fór ég til Grænlands í nokkra daga og þeg- ar ég pakkaði stóð ég mig að því að vonast innst inni eftir köldu veðri svo ég gæti látið reyna á úlpuna mína í öðru og jafnvel enn ómanneskjulegra umhverfi en því ís- lenska. Ég komst hins vegar að því að meira að segja Grænland er veðursælla en Ísland. Þar var allavega stafalogn alla þá 10 daga sem ég var þar og ég þurfti þess vegna að fara í siglingu og biðja stýrimanninn vin- samlegast um að gefa svolítið í á meðan ég stæði úti á dekki til að finna fyrir einhverjum mótvindi á dúnbrynjunni minni. En þetta virkaði. Það var kalt en úlpan stóð sig og ég lét endanlega sannfærast um að ég hefði gert góð kaup og þar með jafn- framt að það væri kannski satt sem menn segja að það sé ekkert til sem heitir slæmt veður, bara slæm klæði. Nú er ég orðin svo sannfærð um ágæti úlp- unnar að ég hef ákveðið að hún gegni ekki aðeins hlutverki fasteignar heldur mun hún einnig að hluta til fylla í skarð bifreiðar í vetur. Ég er nefnilega orðin strætónotandi og þegar maður stendur í strætó- skýlum á þessari yndislegu eyju þegar kalt er í veðri og vindur úti, þá er svo sann- arlega gott að eiga góða úlpu. »Það mætti kannski réttlæta þetta bú-setuval með sælli einfeldni, ef maður vissi ekki að neitt annað væri í boði HeimurUnu Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Það getur verið svo ótrúlega flókið að vera manneskja. Og kannski er það enn flóknara í múltímedía- samfélaginu sem við lifum og hrær- umst í, heldur en hjá þeim sem lifa einföldu lífi við einfaldar aðstæður. Allskonar lúxusvandamál geta orðið fyrirferðarmikil í lífi hins vestræna allsnægtaeinstaklings og einnig á fólk það til að ofhugsa allt. Þá er lesið svo rækilega í einföldustu samskipti, orð og gjörðir annarra og allt túlkað út og suður þar til enginn veit hvað snýr upp eða niður. Sumir taka upp á því að frávarpa, sjá sínar eigin óviðunandi kenndir í öðrum. Forðist það. Í hraða samfélagsins er líka svo ósköp mikilvægt að reyna sem mest að lifa í núinu. Vissulega er gott að eiga drauma og þrá og hafa metnað. En mundu samt að lífið er akkúrat núna og því er vert að lifa því og njóta eins og kostur er. Reynum að ofhugsa ekki eða hafa óþarfa áhyggjur. Einbeitum okkur að því að standa á eigin fótum, vita hver við erum og taka ábyrgð á líðan okkar. Einmitt það er besta leiðin til að líða betur. Andleg heilsa Slökun Það er best að reyna að lifa sem best í núinu og hafa það gott. Slæmt að túlka út og suður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.