Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 25

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 ✝ Kristjana Val-gerður Jóns- dóttir fæddist á Ísafirði 2. október 1926. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar á Landspít- alanum Fossvogi 20. október 2011. Foreldrar Krist- jönu voru Guð- munda Torfadóttir og Gils Sigurðsson kaupmaður. Fósturforeldrar hennar voru Vilborg Torfadótt- ir og Jón Andrés Kristjánsson skipstjóri á Ísafirði. Systkini hennar: alsystir: Guðríður (Lóló), f. 1928 d. 2011, hálfsystir samfeðra: Auður, f. 1954, hálf- systkin sammæðra: Haukur, f. 1929, d. 1991; Margrét, f. 1931, d. 2009, Bjarni, f. 1932, Arnar, f. 1934, Richard, f. 1937, Hrefna, f. 1939, Sighvatur, f. 30. 1942, d. 26. 1955, Magnús Torfi, f. 1944, d. 2002, og Jón, f. 1946. Árið 1950 giftist hún Sigurði Viggó Nordquist, f. 1921, d. 10. júlí 2011. Saman eignuðust þau fjögur börn: 1) Sigrún, f. 1949, sambýlismaður Páll Gunnar Loftsson, f. 1949, áður gift Guð- brandi Guðjohnsen, f. 1950, þar. Hún var í sveit hjá frænd- fólki sínu á Bæjum í Ísafjarð- ardjúpi öll sín uppvaxtarár. Hún fór ung að vinna hjá Pósti og síma á Borðeyri frá árinu 1943 til 1945, eftir það vann hún við skrifstofustörf á Ísafirði og í Reykjavík. Hún lauk námi frá Húsmæðraskólanum Ósk árið 1949. Þann 23. desember árið 1950 giftist Kristjana eig- inmanni sínum til 60 ára, Sig- urði Viggó Jónssyni Nordquist, en hann lést 10 júlí sl. Fyrsta heimili þeirra Viggós var á Skipagötu 15. Kristjana tók virkan þátt í félagslífi bæjarins, Sunnukórinn var þar stór þátt- ur og einnig hinar ýmsu söng- skemmtanir fyrir Styrktarfélag Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hún söng í kirkjukór Ísafjarðar- kirkju í hartnær 50 ár og lék með Leikfélagi Ísafjarðar þar sem hún sat í stjórn um tíma. Hún starfaði hjá Sjúkrasamlag- inu á Ísafirði og svo seinna hjá Pósti og síma fram til starfs- loka. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur, í Dalsel 15, árið 1992. Kristjana söng með Gerðubergskórnum og tók ásamt Viggó virkan tóku þátt í söng- og félagslífi eldri borg- ara. Þau bjuggu síðustu fjögur árin að Hraunvangi 3 í Hafn- arfirði. Útför Kristjönu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. október 2011, og hefst athöfnin kl. 11. börn þeirra: Vil- borg, f. 1971, (börn hennar: Óðinn, f. 2000, Þórunn, f. 2002 og Steinunn, f. 2006), Þórður Viggó, f. 1981, Jón Þór, f. 1983, 2) Jón, f. 1951, d. 1979, dóttir Erna, f. 1976, 3) Kristján, f. 1956, kvæntur Ernu Guð- mundsóttur, f. 1958, börn þeirra: Berglind, f. 1989, sambýlismaður Jakob Wayne Víkingur Róbertsson, f. 1989; Hlynur, f. 1995, Val- gerður, f. 1998. Kristján á einn- ig soninn Einar Örn, f. 1983, 4) Vilberg, f. 1960, kvæntur Ágotu Joó, f. 1966, börn þeirra Viktor Máni, f. 1992, Kristján Valur, f. 1994, Sandra Ýr, f. 1994 og Pat- rik Viggó, f. 2002; áður kvæntur Heiðdísi N. Hansdóttur, f. 1962, börn: Gauti Rafn, f. 1982, sam- býliskona Guðný Ella Thorla- cius, f. 1984, Guðrún Nanný, f. 1983, gift Baldri Thorlacius, f. 1981. Kristjana var gefin til fóstur- foreldra sinna aðeins þriggja daga gömul. Hún ólst upp á Ísa- firði og lauk sinni skólagöngu Við skyndilegt og ótímabært fráfall ástkærar mömmu, ömmu og langömmu brýst fram mikil sorg og óöryggi. Hvernig er hægt að fylla skarð svo stórkostlegrar konu sem hún var. Það er eins og umhverfið verði grátt og litlaust eftir að hafa fengið að njóta lita- og gleðiflóru Jönu okkar svo lengi. Það er margt sem skýrist í huga okkar þegar einungis minn- ingin er eftir, þá skiljum við að það dregur frá sólu þegar minnst varir, það kenndi hún okkur með ótæmandi bjartsýni og lífsgleði og það góða er að þetta skilaði sér til okkar ungra sem aldinna. Falleg var hún utan sem inn- an, og tignarleg í fasi. Hún hafði gaman af allri list, var sjálf mjög listræn, og gat málað ótrúlega fallegar myndir sem skreyta heimili okkar. Hún hafði gullfal- lega söngrödd og söngurinn hennar var svo tilfinningaríkur og lifandi að unun var á að hlusta. Óhrædd fór hún ótroðnar slóðir, greip nýjungar fegins hendi og tileinkaði sér þær út í ystu æsar. Þau hjónin ferðuðust mikið um heiminn, og komu hlaðin gjöfum til baka og full af fróðleik. Hún gaf okkur af sér endalaust. Hvert barnabarn svo spennandi og vel- komið, hvert barnabarnabarn svo heillandi og elskað. Ósjaldan var margt um mann- inn við borðstofuborðið spjallað og hlegið, mest hlógu þau hjónin samt að vitleysunni í sjálfum sér. Ósjaldan fóru þau með fjölskyld- una út að borða í smáum sem stórum hópum, halda upp á lífið og tilveruna með okkur sem þau elskuðu framar öllu. Við mæðg- urnar í þriðja ættlið vorum mikið saman, fórum í leikhús, bíó og kaffihús, og hvar sem við fórum var alltaf eftir henni tekið fyrir reisn og glæsileika. Ömmubörnin og langömmu- börnin voru dugleg að koma við hjá ömmu og afa, þá var spilað á spil, hlýtt yfir heimavinnu, bak- aðar vöfflur, svo heimilislegt og róandi. Í fáum orðum er hægt að lýsa Jönu sem tærum kristal og Viggó sem traustum kletti. Þegar hún valdi að keyra suð- ur í september sl. eftir heimsókn hjá Sigrúnu sinni sagði hún: Ég vil sjá Djúpið í síðasta sinn. Kveðjuorð langömmu- barnanna til ömmu Jönu eru ljúf- sár og hljóða svo: Steinunn, fimm ára: Elsku amma, það er ekki gaman að þú ert dáin, ég skal gefa þér rós. Þórunn, níu ára: Amma var alltaf hlæjandi falleg og skemmtileg. Ég gerði fyrir þig Ömmuvísu: Amma mín hvar ertu nú, ertu upp á himni? Verður þetta langur dúr ég held í þetta sinn. Vertu enn djúpt í hjarta mér. Ég sakna þín sárt amma mín. Óðinn 11 ára: Þú varst svo skemmtileg og gaman að koma til þín og spila við þig. Ég er búinn að semja lag á gítarinn fyrir þig. Með þessum látlausu orðum Vilborgar- barna kveðjum við heittelskaða móður, ömmu og langömmu. Minning þín mun aldrei gleymast. Sigrún Viggósdóttir. Í dag kveðjum við móður, tengdamóður og ömmu okkar, Kristjönu Valgerði Jónsdóttur. Hún lést eftir skammvinn veik- indi, sem kom okkur öllum í opna skjöldu. Við héldum að við fengj- um að hafa hana lengur hjá okkur. Þegar litið er yfir vegferð hennar er samt ekki annað hægt en að fyllast gleði yfir því að hafa fengið að njóta samvista hennar í allan þennan tíma. Hún var lífsins vít- amín fyrir okkur öll. Ekkert mannlegt var henni óviðkomandi og hún var vakin og sofin yfir vel- ferð okkar barnanna og barna- barnanna. Hún umvafði okkur sinni miklu hlýju og lét okkur öll- um líða vel í návist sinni. Glaðværð hennar var smitandi og hún kenndi okkur að líta á stóru myndina í lífinu, ekki vor- kenna okkur vegna einhvers lít- ilfjörlegs mótvinds. Það var mikið líf og fjör í kringum þau hjónin og merkilega ólík voru þau. Eins og himinn og jörð, þar sem Jana tók að sér hlutverk himinsins. Okkur fannst hún vera stundum of bjart- sýn, því hjá henni var alltaf við- kvæðið: „Þetta er nú allt að lagast.“ Skipti þá ekki máli hversu stórt vandamálið var. Það var allt- af sól í hennar lífi, þótt skugga hefði borið á. Í móður- og ömmuhlutverkinu var hún hún allt í senn hlý, skemmtileg, ástrík, greiðvikin, gjafmild og einnig gat hún verið ströng, þegar velferð okkar var í húfi. Hún var vel lesin og hafði gaman af að segja okkur svo frá því sem hún hafði verið að lesa, eða séð í sjónvarpinu, sem henni fannst merkilegt. Við kölluðum hana stundum „Headquartes“ eð aðalstöðvarnar, vegna þess að hún miðlaði fréttum af því sem gerðist hjá einhverju okkar, til allra hinna. Þannig var hún límið sem hélt okkur á sinn hátt líka saman. Manngæska hennar og bjart- sýni verður okkur öllum leiðar- ljós og veganesti sem og allar góðu stundirnar sem við geymum í hjarta okkar. Við kveðjum okk- ar yndislegu mömmu, tengda- mömmu og ömmu með mikilli væntumþykju og þakklæti. Minning hennar mun lengi lifa. Vilberg, Ágota, Viktor Máni, Kristján Valur, Sandra Ýr og Patrik Viggó. Í minningu Kristjönu Valgerð- ar Jónsdóttur sem er svo vel lýst í þessari bæn. Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns, svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem móðgun er, einingu þangað sem sundrung er, trú þangað sem efi er, von þangað sem örvænting er, gleði þangað sem harmur er, ljós þangað sem skuggi er. Veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en vera elskaður, því að okkur gefst ef við gefum, við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs. (Friðarbæn heilags Frans frá Assísí) Kveðja, Kristján. Elskuleg tengdamóðir mín, Kristjana Valgerður, hefur nú kvatt okkur. Það gerði hún með reisn eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Og hún hafði ekki mikinn fyrirvara á. Við héldum öll að við fengjum meiri tíma með henni. Hún var svo dugleg og sterk og annaðist Viggó eiginmann sinn af svo mik- illi ósérhlífni í hans veikindum að undrum sætti. Aldrei kvartaði hún og alltaf var Viggó í fyrsta sæti. Oft var viljinn meiri en mátturinn; það sáum við ættingj- arnir sem fylgdum drottningunni eftir. Og nú þremur mánuðum eftir fráfall hans fylgir hún hon- um. Jana elskaði börnin sín, barna- börn og langömmubörn mest af öllu. Elskaði að vera með þeim og elskaði að gleðja þau. En Jana elskaði líka tónlist og söng og allt sem er fallegt. Hún hafði tónlist í blóðinu og söng í kórum til margra ára. Fyrst á Ísafirði og svo í Reykjavík og oft var hún í einsöngshlutverkinu. Henni var margt annað til lista lagt sem ekki allir vissu um. Hún var til dæmis flink að spila á munn- hörpu og flink að mála. Hún var mjög hreinskiptin og lét ekki vaða yfir sig. Og svo eins og Viggó sagði svo réttilega: „Hún Jana er svo rosalega skemmti- leg.“ Hún var ekki mikið fyrir að blaðra um óþarfa. Hún vildi taka þátt í hlutunum og vera þar sem lífið var. Við sem yngri vorum áttum fullt í fangi með að halda í við hana. Ég á erfitt með að tína til einstakar minningar eftir margra ára samfylgd. En minn- ingarnar eru svo sannarlega margar og ekki ber skugga á. Það er birta yfir þeim og það bregður fyrir myndum af jólum, afmæl- um, sundlaugaferðum, tónleika- ferðum, utanlands- og innan- landsferðum, kósýstundum við sjónvarpsgláp eða rabbi yfir kaffi eða tebolla. Allt svo notalegt og umvefjandi. Fjölskyldan er hálf- vængbrotin og þarf að sætta sig við að horfa á eftir þessari stó- brotnu konu sem gerði alltaf sitt besta í lífinu. Henni fannst hún alltaf vera svo heppin og ef eitt- hvað bjátaði á þá „var það alltaf að lagast“. Jákvæðnin í fyrir- rúmi. Við kveðjum ömmu Jönu og horfum á eftir henni með ólýs- anlegum söknuði. Minningarnar verma hjartarætur. Þín tengdadóttir, Erna. Elsku amma Jana. Mér fannst rosalega erfitt að vera svona langt í burtu frá þér þegar þú varst að ganga í gegnum svona mikla erfiðleika. Bæði vegna afa og svo eigin veikinda. Mig lang- aði svo að koma og halda utan um þig. Það var alltaf gott að koma í hlýja og mjúka faðminn þinn. Ekkert fékk bitið á þig og þinn drottningarbrag. Jafnvel þótt þú værir fárveik varstu alltaf að hugsa um að öllum öðrum liði vel. Sterk eins og klettur en samt svo notaleg. Það er mér lærdómsríkt hvað þér tókst alltaf að líta á björtu hliðarnar á tilverunni. Það er erfitt að kveðja þig, en ég veit að þið afi viljið vera saman eins og þið hafið verið svo lengi. Það er fallegt að sjá hvað þið nut- uð alla tíð félagsskapar hvort annars. Mér varð fljótt hugsað til þess að nú fengirðu ekki að bragða á indversku réttunum sem ég er að læra að búa til; mér sárnaði sú til- hugsun mikið. Ég veit að þú hefð- ir elskað fjölbreyttu grænmetis- réttina og afi sætindin. En ég vona bara að þið fylgið mér í anda og upplifið meira með mér. Það er allri fjölskyldunni mikið áfall að þú skyldir hverfa svona skyndilega frá. Þú lifðir til fulls og naust þín við hvert tækifæri. Ég efast um að margir fái að upp- lifa jafnmikið fjör með aldraðri ömmu sinni. Það er mér mikil huggun að vita að þú varst umkringd ástvin- um þegar þú kvaddir. Það hefur aldrei verið skortur á fólki sem elskar ömmu Jönu. Þín er og verður sárt saknað og ég lofa þér að reyna að halda nokkrum af þínum frábæru per- sónueiginleikum lifandi í mér og minni framtíð. Ég er viss um að fleiri hugsa það sama. Sofðu rótt elsku amma mín. Berglind Kristjánsdóttir. Elsku amma. Ein af mínu fyrstu minningum um þig er hvað þú faðmaðir mig alltaf þétt þegar ég hitti þig. Þessi einlæga hlýja frá þér var alltaf til staðar þegar við hittumst. Hvort sem ég var sjö ára stelpukind að trufla þig í vinnunni á Ísafirði eða þrítug kona að kíkja í smáheimsókn. Mér þótti líka alltaf jafnvænt um þegar ég hringdi í þig og heyrði hvað þú varst glöð að heyra hver var á línunni. Það er þessi hlýja sem mér finnst hafa verið svo ein- kennandi við þig og allir í fjöl- skyldunni nutu góðs af. Þú varst falleg, glæsileg og góðhjörtuð kona, alveg einstaklega jákvæð og horfðir björtum augum á lífið. Þú stóðst með þínu fólki, fylgdist vel með því og hvattir það áfram. Það er ómetanlegt að hafa átt ömmu sem manni þykir svona vænt um, sem var svona hlý og óspör á að sýna tilfinningar sínar. Ég veit ég á eftir að sakna þín mikið og finnst það sárt að þú hafir fallið frá svo skömmu eftir að ég flutti heim, en þær stundir sem við áttum þá munu vera mér í ljúfu minni. Það skyldi þó aldrei vera, eins þú hafðir orð á eftir að þú veiktist, að honum afa væri kannski farið að leiðast og vildi fá þig til sín. Elsku amma, ég veit þú ert með afa og pabba núna á góðum stað í sól og blíðu, sama hvernig viðrar, að dásama umhverfið eins og þér einni er lagið. Erna Jónsdóttir. Jana hans Viggós er látin. Þeim líkt að haldast nánast í hendur yfir móðuna miklu. Örfá- ar vikur skildu þau að. Sjaldan nefnt nafn annars án þess að hitt fylgdi með. „Hún Jana mín“ eins og Viggó sagði. Lady Jane, eins og við strákarnir í verksmiðjunni kölluðum hana gjarnan. Hún hafði vissulega yfir sér reisulegt yfirbragð, glæsileg á velli og þau myndarleg og ástfangin hjón. Það er nefnilega þetta með ást- ina, að þegar maður er yngri trú- ir maður ekki á að ástin endist fólki fram á fullorðinsár. Þeim entist ástin allt til loka, í bland við notalega aðdáun og virðingu sem þau báru hvort fyrir öðru. Jana var mikill söngfugl, söng við öll tilefni og tækifæri svo und- ir tók. Enda með afar mikla og fallega rödd og hefði eflaust átt glæsta framtíð sem slík ef að- stæður hefðu leyft. Það heyrðist um allan Hlíðarveginn í gamla daga þegar hún var að hengja upp þvottinn eða sýsla eitthvað niðri í þvottahúsi. Á kveðjustundu er ég þakklát- ur Jönu fyrir vinsemd og vænt- umþykju sem hún sýndi mér ávallt. Enda hlaut það að vera þannig að vinur Viggós væri hennar vinur. Bið henni blessun- ar og votta börnum hennar og fjölskyldum einlæga samúð mína og minna. Blessuð veri minning þeirra hjóna. Eiríkur Böðvarsson. Fyrstu minningar af sumum konum á Ísafirði upp úr miðri síð- ustu öld voru að þær væru mæð- ur einhverra eða konur ein- hverra, þ.e. ef karlarnir voru ekki líka kenndir við þær. En þótt ég hafi fyrst og fremst kynnst Krist- jönu af því að hún var móðir æskufélaga míns, Kristjáns, var hún algjörlega hún sjálf eins og má marka af því að sumir strák- arnir kölluðu hana Lady Jane með virðingu. Jana var ein af þessum konum sem auðguðu til- veruna og gerðu hana á ýmsa lund öruggari fyrir ungviðið sem var að vaxa úr grasi. Ég vissi reyndar lítið af henni fyrr en þau hjónin, Viggó og hún, fluttu sig úr hlíðinni í efri hluta bæjarins, niður á miðja eyrina. Þá fór maður að taka eftir þessari konu sem var fremur hæglát og ljúf. Hún var með mjúka rödd, sem var ágætissöngrödd og var hún mikið viðloðandi kórastarf á sinni ævi, enda listræn á ýmsa lund. Maður man eftir henni prúðbúinni og virðulegri í fasi á leið til eða frá kórastarfinu eða öðru því sem hún var að sinna. Það var mikils virði fyrir ung- ling sem er að brjótast til fullorð- insára að hafa fengið að kynnst þeim hjónum Jönu og Viggó sem ræddu við stráklinginn sem væri hann fullorðinn, tóku mark á því sem hann sagði og lögðu inn sjón- armið um lífið og tilveruna. Í þeirra húsi var rými fyrir mörg sjónarmið og ekki mikið argast yfir uppátækjum unglinga. Ég dáðist að styrk þeirra þegar sorgin knúði dyra er Jón, elsti sonur þeirra, lést ungur að árum – og minnist orða Viggós um það að samúðin skiptir máli. Nú er stutt síðan Viggó kvaddi þennan heim. Eftir sitja ættingjarnir og syrgja foreldra sem lögðu grunn að þeirra lífi. Ég votta Kristjáni, Vilberg, Sigrúnu og ástvinum þeirra mína dýpstu samúð. Stefán Jóhann Stefánsson. Kristjana Valgerður Jónsdóttir Elsku besta amma mín, núna þegar komið var að kveðjustund langaði mig að skrifa nokkur orð. Ég hef verið að rifja upp margar minningar, skoðað myndir og lesið í bókinni minni „Fyrstu ár barnsins“. Þú varst hjá mér og mömmu þegar ég fæddist og fyrstu þrjár vik- urnar vorum við hjá þér á Búvöll- um. Svo komstu oft í heimsókn til Vopnafjarðar, til dæmis við skírnina mína og við giftingu mömmu og pabba. Við komum líka reglulega í heimsókn til þín. Ég man vel sumarið ’97 þegar ég var í tvær vikur hjá ykkur á Bú- völlum. Mér þykir mjög vænt um þessa samveru okkar. Í minningu minni breiddir þú út hlýjan faðm þinn og umluktir mig. Við vorum alltaf velkomin á Búvelli, og þannig er það ennþá í dag hjá Simba og Huldu. Fyrir mér eru Búvellir eins og heimili okkar, öll barnabörnin eiga einhverja minningu þaðan. Ég man svo vel eftir þér í litla glugganum, þar Herdís Ólafsdóttir ✝ Herdís Ólafs-dóttir fæddist í Presthvammi 9. desember 1923. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 13. október 2011. Útför Herdísar fór fram 22. októ- ber 2011. sem þú veifaðir til okkar. Þegar ég hugsa til þín þá hugsa ég um súkku- laðirúsínurnar og kandísmolana sem þú áttir alltaf uppi í skáp, ofsalega dekr- aðir þú við okkur barnabörnin þín, það er ljúf minning. Jafnframt man ég eftir spilunum okk- ar, ég var alltaf svo tapsár og þú hlóst bara að mér, með prakkara- svipnum þínum. Ég man hvað Brandur, kisinn okkar, dýrkaði þig, hann kom iðulega upp í rúm til þín á morgnana og vildi að þú klappaðir honum, þú dekraðir við hann, og stundum tók hann meira pláss en þú í rúminu. Brandur var svo mikill og hjá þér leið hon- um vel. Elsku amma mín, ég er búin að sakna þín svo sárt, og ég hef allt- af líka saknað þess að hafa ekki fengið tækifæri á að kynnast afa. En núna ertu búin að fá hvíldina og ég hugsa til ykkar afa saman, leiðast hönd í hönd á túninu heima á Búvöllum meðan afi syngur fyrir þig. Í lokin langaði mig að vísa í lagið „Rósin“ sem var í jarðarför þinni, en þar kom fram að það sé eitt sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. Þín nafna Herdís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.