Morgunblaðið - 28.10.2011, Side 40
Hvað færðu ekki staðist?
Dóttur mína og sveitasælu.
Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern?
Ég get sett fæturna aftur fyrir haus og svo átti ég til
að sigra grettukeppnir sem barn. Ég get gert mig
mjög ófrýnilega. Svo get ég alveg verið skemmtileg
inn á milli. Það er leyndur hæfileiki.
Ef þér hefði staðið til boða að syngja við brúðkaup Vil-
hjálms og Katrínar, hvaða lög hefðir þú sungið?
Íslenskan fimmundarsöng og beðið þau vel að lifa.
Hvað fær þig til að skella upp úr?
Það er svo margt. Það þarf frekar lítið til að ég skelli
upp úr, lífið getur verið
svo afspyrnu-
hlægilegt.
Hvers viltu
spyrja næsta
aðalsmann?
Ætlarðu að
koma að sjá
Hreinsun í
Þjóðleik-
húsinu?
Geturðu lýst þér í fimm orðum?
Ég get það eiginlega ekki. Það eru fimm orð.
Hver er uppáhaldsleikarinn þinn?
Ég á mér svo marga uppáhaldsleikara að ég vil ekki
gera upp á milli þeirra. Allir leikarar hafa kosti og galla,
gera stundum vel og stundum ekki eins vel.
Hefurðu einhvern tímann vaknað á Raufarhöfn í miðjum
júlí í blankalogni og horft út á hafið? (spyr síðasti að-
alsmaður, Grímur Atlason)
Nei, reyndar ekki, ég á það eftir. Það er örugglega mjög
hressandi.
Hvaða Hollywood-leikari finnst þér leiðinlegastur?
Þetta er algjörlega spurning sem ég get ekki svarað,
eins og ég sagði áðan eiga leikarar misjafna daga, eins
og aðrir.
Hver er þessi Zara?
Hún er ung stúlka sem er á flótta, nýflúin úr mansali og
er mjög margbrotin manneskja, eins og manneskjan er
yfirleitt.
Finnst þér ekki óþægilegt að láta Margréti Helgu draga
þig um leiksviðið á hárinu?
Þetta er nú kannski svolítið ýkt. Hún dregur mig reynd-
ar ekki um á hárinu þótt ég hafi lent í því í öðrum sýn-
ingum. Maður er svolítið marinn og blár eftir átakasen-
ur en þá föðmumst við bara á eftir.
Kanntu vel við sviðsljósið?
Ég veit það ekki. Mér finnst nú best að vera bara heima
hjá mér. Mér finnst það allt í lagi ef maður er að gera
eitthvað af viti og sem virkilega skiptir máli. Nei og já,
ég lít ekkert á þetta þannig, þetta er bara hluti af þessu
starfi. Stundum og stundum ekki. Það er í raun best að
vera heima.
Trúir þú á hið góða í manninum?
Já, svo sannarlega.
Geturðu lýst dansstíl þínum á djamminu?
Ég fer afskaplega sjaldan á djammið en er upphaflega
dansari. Ég er mikið dansfífl, þetta er góður punktur,
ég ætti líklega að skella mér út á lífið að dansa. Ég
dansa mikið heima í stofu með dóttur minni á kvöldin.
„Ég get gert mig
mjög ófrýnilega“
Aðalsmaður vikunnar er Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona en hún fer með
hlutverk Zöru í leikritinu Hreinsun sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gær
Átök Arnbjörg Hlíf
leikur Zöru í leik-
ritinu Hreinsun í
Þjóðleikhúsinu.
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
HHHH
-FRÉTTATÍMI- CHICAGO READER
HHHH
NÚMERUÐ SÆ
- NEW YORK TIMES
HHHH
HHHH
- A.E.T
MORGUNBLAÐIÐ
- K.I. PRESSAN.IS
HHH
MIÐASALA Á S
á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SPARBÍÓ
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
ROWAN ATKINSON
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
HHH
- K.I. -PRESSAN.IS
EINN FYRIR ALLA - ALLIR FYRIR EINN
BYGGÐ Á EINU
FRÆGASTA
ÆVINTÝRI
ALLRA TÍMA
HÖRKUSPENNANDI
ÆVINTÝRAMYND SEM
ALLIR ÆTTU AÐ
HAFA GAMAN AF
TINNI, TOBBI OG KOLBEINN
KAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR
ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU
ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA.
"GÓÐUR HASAR OG
FRÁBÆR HÚMOR,
SJÁÐU HANA
UNDIR EINS!"
- TÓMAS VALGEIRSSON,
KVIKMYNDIR.IS
HHHH
MYNDINSEMALLIRERUAÐTALAUM
SEMÓVÆNTASTASMELLÁRSINS.
BYGGÐÁMETSÖLUBÓKINNIHÚSHJÁLPIN
EFTIRKATHRYNSTOCKETT
„SÍGILD FRÁ
FYRSTA DEGI“
- US WEEKLY
HHHH
„BESTA
KVIKMYND
ÁRSINS“
- CBS TV
HHHH
„STÓRKOSTLEG“
- ABC TV
HHHH
„FYNDIN,
TILKOMUMIKIL“
- BACKSTAGE
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
- BÖRKUR
GUNNARSSON,
MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
VARIETY
90/100
BOXOFFICE
MAGAZINE
90/100
ROTTEN
TOMATOES
91/100
- EMPIRE
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA
Kvikmyndin We Need to Talk
About Kevin, eftir leikstjórann
Lynn Ramsay, hlaut aðalverðlaun
kvikmyndahátíðar bresku kvik-
myndastofnunarinnar, BFI, í Lund-
únum í fyrradag, sem besta kvik-
myndin. Myndin er byggð á sam-
nefndri skáldsögu Lionels Shrivers.
Í aðalhlutverkum eru Tilda Swin-
ton og John C. Reilly. Leikstjórinn
John Madden fór fyrir dómnefnd
hátíðarinnar og sagði hann að úr
mörgum frábærum myndum hefði
verið að velja en kvikmynd Rams-
ays hefði heillað dómnefndina. Af
öðrum verðlaunamyndum á hátíð-
inni má nefna að Werner Herzog
hlaut verðlaun fyrir bestu heimild-
armyndina, Into the Abyss: A Tale
of Death, A Tale of Life. Í henni er
dauðarefsingin tekin fyrir og þá í
Texas í Bandaríkjunum.
Afbragð Swinton og Reilly í We Need to Talk About Kevin.
Kvikmynd Ramsays sú besta
Táningspoppstjarnan Justin Bieber
sendir í næstu viku frá sér jóla-
plötu, Under the Mistletoe, og ætlar
áður en langt um líður að senda frá
sér aðra breiðskífu, Believe. Það
eru engin peð í tónlistarbransanum
sem aðstoða drenginn við gerð
hennar: Kanye West og Drake.
Bieber vann með Busta Rhymes og
Mariuh Carey að jólaplötunni og
því ljóst að stjörnurnar eru tiltækar
þegar kallið berst frá pilti. Bieber
mun semja mörg laganna á plöt-
unni væntanlegu sjálfur, að því er
fram kemur á vef Guardian.
Reuters
Stjarnan Bieber er 17 ára og afar vin-
sæll meðal ungmenna víða um lönd.
Bieber starfar með
West og Drake