Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is A xel segist hafa haft áhuga á bakaraiðninni frá því hann var lítill. „Móðir mín er bakari og þannig vaknaði áhuginn hjá mér,“ segir hann. Sumarið eftir 9. bekk grunnskólans byrjaði hann að vinna í bakaríi og um leið og hann kláraði 10. bekk fór hann á nemasamning í Köku- horninu. Þá um haustið hóf hann bakaranám í Menntaskólanum í Kópavogi og að því loknu byrjaði hann sem konditornemi í Mosfells- bakaríi. Dró skemmtilegt verkefni Hann var búinn að starfa þar í eitt ár þegar hann hóf konditornám í ZBC (Zealand Business College) í Ringsted í Danmörku. „Ég fékk bakaranámið metið og þurfti ekki að taka grunndeildina aftur. Ég þurfti því aðeins að fara út í tvisvar sinnum fjórar vikur og tvisvar sinnum fimm vikur. Ég byrjaði í ágúst í fyrra, tók þá fyrri helming- inn, svo fór ég í fimm vikur í febr- úar og seinustu fimm vikurnar tók ég núna í september. Þá var ég í sveinsprófsbekknum og honum lauk með sveinsprófinu,“ segir Ax- el en hann var hæstur bekkjar- félaga sinna á sveinsprófinu. „Það var svolítið skemmtilegt. Ég er ekki enn búinn að átta mig á þessu en þetta var mjög gaman. Viku fyr- ir sveinspróf er dregið um verkefni og ég dró mjög skemmtilegt verk- efni,“ segir Axel en honum var falið að gera deserta, tertur, borðskraut og kransaköku. Hann segir að vikan fyrir sveinsprófið hafi verið mjög stress- andi. „Þá þarf að fara að raða sam- an uppskriftum, reikna saman og æfa sig og gera möppu fyrir dóm- arana. Það er mikið verið að pæla og breyta. Meistarinn minn, Hafliði Ragnarsson, lánaði mér form og Í draumastarfinu sem konditor Strax sem ungur drengur vissi Axel Þorsteinsson hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Hann ætlaði að verða bakari. Nú aðeins 22 ára að aldri hefur hann lokið sveinsprófi í konditor, með hæstu einkunnina í bekknum sínum, og bar í september sigur úr býtum í keppninni um bakara ársins 2011. Morgunblaðið/Kristinn Konditor Eins og gefur að skilja er Axel stoltur af titlinum bakari ársins. Nú þegar hrekkjavakan ógurlega gengur í garð er ekki úr vegi að glápa á nokkrar hryllingsmyndir til að koma sér í réttu stemninguna. Á ofan- greindri vefsíðu eru taldar upp þær hryllingsmyndir sem tróna í tuttugu efstu sætunum á vinsældalistanum. Þar kennir ýmissa grasa og greinilegt að þessar gömlu góðu klikka ekki. Til dæmis trónir hin sígilda The Rocky Horror Picture Show efst á listanum, en eins og allir vita er þar á ferð bráð- skemmtileg hryllingsópera, mynd sem öll fjölskyldan getur skemmt sér vel yfir. Þetta er úrvalsmynd til að bjóða fólki heim að sjá og hafa þema tengt myndinni þannig að fólk getur komið í búningum sem minna á klæði persóna myndarinnar. Aðrar myndir á listanum eru dimmari, t.d. The Shin- ing eftir meistarann Stanley Kubrick, The Silence of the Lambs, Poltergeist og A Nightmare on Elm Street. Vefsíðan www.rd.com/family/top-20-scary-halloween-movies Vinsælustu hryllingsmyndirnar Núna um helgina verður Uppvakn- ingahátíð í Bíó Paradís. Sýndar verða sex kvikmyndir sem kljást við upp- vakninga (eða zombíur) á einn eða annan hátt. Í myndavali var áhersla lögð á lítt þekktar perlur sem flokk- ast undir uppvakningakvikmyndir og þá fyrst og fremst eldri myndir, sem og sjaldséð eða gleymd meistara- stykki. Má þar nefna Night of the Liv- ing Dead, frá árinu 1968 og White Zombie frá 1932. Hryllingssveitin Malneirophrenia mun standa fyrir kvikmyndatónleikum í bíóinu laugar- dagskvöldið kl. 20. Radio Karlsson mun leika á undan Malneirophreniu. Endilega … … kíkið á Upp- vakningahátíð Horror Night of the Living Dead. Á tískuvikunni í Jóhann- esarborg á dögunum mátti sjá skrautlega klædd módel í fatnaði úr smiðju Thula Sindi. Sindi er ungur suður- afrískur hönnuður sem nýlega landaði stórum samningi við tískuvöruversl- unina Edgars. Svo virðist sem vefn- aðariðnaðurinn í Suður-Afríku geti nú tekið við sér á nýjan leik því afríski tískumark- aðurinn sækist nú frekar eftir efnum sem búin eru til í heimaland- inu. Þetta var í áttunda sinn sem tískuvikan í Jóhann- esarborg var haldin og var þar mikið um glamúr og glans. Á sama tíma var tísku- vikan í Moskvu í fullum gangi. Vikan er sú stærsta í Austur- Evrópu og hefur Mercedes Benz nú gert samning um að vera styrktaraðili tískuvik- unnar næstu þrjú árin. Þar gaf að líta nýjasta nýtt frá rússneskum hönnuðum að stærstum hluta en einnig breskum og spænskum. Tískuvikur Glamúr, glans og litagleði á tískusýningapöllunum Reuters Litríkt Hönnun frá suður-afríska hönnuðinum Thula Sindi. Smart Þessi er eins og fínasta Parísardama í þessu skemmtilega setti af jakka og pilsi. Ný vídd Hönnun rússneska hönn- unarteymisins Labratoriya 13 er heldur óvenjuleg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.