Morgunblaðið - 28.10.2011, Side 31

Morgunblaðið - 28.10.2011, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 ✝ Katrín Atla-dóttir, eða Kata, fæddist í Reykjavík 30. júní 1955. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. októ- ber 2011. Foreldrar henn- ar voru Atli Ár- sæll Atlason, f. 9. júní 1935, d. 31. maí 1973 og Sig- urdís Bóel Sveinsdóttir, f. 8. júlí 1935, d. 31. desember 1988. Bræður Kötu eru: 1) Atli Elfar Atlason, f. 1958, fráskil- inn. Synir hans eru: a) Atli Ár- sæll Atlason, f. 1979, b) Óskar Sindri Atlason, f. 1981 og c) Lárus Baldur Atlason, f. 1984. 2) Ómar Atlason, f. 1967, gift- ur Hrefnu Halldórsdóttur, f. Greinarnar hennar voru kringlukast, spjótkast og kúlu- varp. Eftir að hún hætti keppni starfaði hún mikið innan frjálsíþróttahreyfingarinnar, bæði sem formaður frjáls- íþróttadeildar ÍR og sem gjaldkeri Frjálsíþrótta- sambands Íslands. Hún fór oft utan sem liðstjóri og/eða flokkstjóri í landsliðsferðum FRÍ, auk þess sem hún sat oft fundi og ráðstefnur erlendis fyrir þeirra hönd. Kata kom einnig að framkvæmd götu- hlaupanna og mætti á hverju ári til starfa við Gamlárshlaup ÍR og Víðavangshlaup ÍR. Frá árinu 1997 til 1999 starfaði hún sem framkvæmdastjóri FRÍ. Kata hefur komið víða við í störfum sínum. Á háskólaárum sínum starf- aði hún hjá Flugleiðum, þar sem hún sá um viðskipta- mannabókhald og birgðabók- hald á Hótel Esju. Að loknum háskóla var hún hjá Húsnæð- isstofnun ríkisins og starfaði sem forstöðumaður Bygging- arsjóðs ríkisins. Árið 1986 sat hún sem sérlegur ráðgjafi um húsnæðismál í nefnd sem sett var á stofn til að endurskoða almenna húsnæðislánakerfið eftir kjarasamninga ASÍ og VSÍ. Einnig sat hún í nefnd ásamt fulltrúum úr bönkum og sparisjóðum. Nefndin fjallaði um lánveitingar til ein- staklinga, sem lent höfðu í greiðsluerfiðleikum. Á ár- unum 1989 til 1991 var hún deildarstjóri utanrík- isviðskipta við Hagstofu Ís- lands. Frá 1991 leysti hún af sem fjármála- og hagsýslu- stjóri hjá Kópavogsbæ. 1995 réðst hún til starfa sem fjármálastjóri hjá örygg- isþjónustunni VARA. Frá 1999 starfaði Kata hjá Fjölmennt. Helsta verkefni hennar þar var markaðssetning á Smart- kortaposunum. Nú síðast starfaði Kata á launadeild Landspítalans. Útför Katrínar fór fram í kyrrþey. 1969. Synir þeirra eru: a) Andri Már Ómarsson, f. 1993, b) Hilmar Óm- arsson, f. 1996. Katrín var ógift og barnlaus. Kata ólst upp í Holtunum. Hún lauk versl- unarprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1973, tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1978. Lauk námi í viðskiptafræði á sölu/markaðssviði frá Háskóla Íslands 1983. Auk þess fór Kata á námskeið við Duke University, North Caroline í Bandaríkjunum 1994/95. Á sínum yngri árum æfði hún og keppti í frjálsum íþróttum. óskað, hvort sem var norður í landi eða fyrir austan fjall. Hún fór til útlanda í ófáar ferðir sem fararstjóri eða skipuleggjandi á annan hátt á vegum sambands- ins. Óhætt er að segja að varla hafi Frjálsíþróttasambandið skipulagt eða komið að viðburði sem hún kom ekki nálægt með einhverjum hætti. Hún gegndi lykilhlutverki t.d. þegar FRÍ hélt Evrópubikarkeppnina árið Með Katrínu Atladóttur er genginn einn dugmesti og vinnufúsasti sjálfboðaliði frjáls- íþróttahreyfingarinnar. Það mátti ævinlega reiða sig á að hún mætti til leiks svo fremi sem hún gæti mögulega komið því við. Síðasta verkefni sem hún kom að fyrir FRÍ var að- stoð við uppgjör vegna stærsta alþjóðlega frjálsíþróttamóts sem haldið hefur verið hér á landi í júní sl. og leysti hún það verkefni með stakri prýði eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar leitað var til hennar síðar í sumar sagði hún reyndar nei, en hún var þá stödd í Bandaríkjunum og því óhægt um vik. En næst, það var miklu meira en velkomið, en af því varð því miður ekki. Ánægja hennar við að starfa á mótum eða öðrum verkefnum var slík að aðrir nutu góðs af. Katrín hóf ung að árum af- skipti af frjálsíþróttum og starf- aði lengst af og mest fyrir frjálsíþróttadeild ÍR. Hún keppti einnig fyrir það félag og átti þar flesta sína vini úr íþróttinni. Katrín kom víða við innan hreyfingarinnar og hikaði ekki við að leggja í ferðalög í aðra landshluta til að starfa við mót eða aðra viðburði væri þess 2004 í Reykjavík og skipulagði Evrópubikarkeppnina í fjöl- þrautum árið 1997 sem einnig var í Reykjavík. Katrín átti sæti í varastjórn FRÍ, fyrst kvenna. Síðar átti hún sæti í aðalstjórn sambands- ins. Hún gegndi einnig störfum sem framkvæmdastjóri þess, oftar en einu sinni. Síðast var það veturinn 1997 til 1998, þeg- ar hún starfaði þar að mestu í sjálfboðavinnu. Katrín hlaut gullmerki sambandsins fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar. Um leið og færðar eru þakkir fyrir framlag hennar til frjáls- íþróttahreyfingarinnar í land- inu vil ég færa fjölskyldu Katr- ínar og vinum samúðarkveðjur fyrir hönd þeirra sem nutu góðs af óeigingjörnum störfum henn- ar. Fyrir hönd Frjálsíþróttasam- bands Íslands, Jónas Egilsson. Í dag kveður frjálsíþróttafólk tryggan og góðan félaga, sem helgaði stóran part af lífi sínu frjálsum íþróttum, fyrst sem keppandi síðan sem ötull starfs- maður í stjórnum og nefndum um margra ára skeið. Katrín Atladóttir eða Kata eins og hún var ávallt kölluð ávann sér snemma traust og vinsældir fé- laga sinna fyrir góð og vönduð vinnubrögð í öllum þeim störf- um sem hún kom að. Þegar undirritaður féllst á að taka að sér formennsku í Frjálsíþrótta- sambandinu var það efst í huga að fá í stöðu gjaldkera traustan og góðan liðsmann. Kom þar enginn annar til álita en Kata, vegna áralangs samstarfs við hin ýmsu verkefni hjá samband- inu. Kata brást ekki því trausti, hún var sterk stoð og stytta í góðum og samstilltum hópi stjórnarmanna og naut óskor- aðs trausts og virðingar í oft svo erfiðu starfi sem gjaldkeri í íþróttahreyfingu er. Við sam- stjórnarmenn hennar minnumst hennar með þakklæti fyrir mjög gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Samstarf okkar Kötu við frjálsíþróttakeppni Landsmóta UMFÍ spannaði fjölmörg mót þar sem hún vann ómetanlegt starf sem hún leysti af hendi af einstökum áhuga og öryggi sem ávallt einkenndi hana. Minning- in um þetta góða samstarf er of- arlega í huga á þessari stundu. Síðustu störf Kötu í þágu frjálsra íþrótta voru á meist- aramóti öldunga, daginn áður en hún hélt til útlanda þar sem hún veiktist síðla sumars. Þann- ig er óhætt að segja að hún hafi verið trú sinni köllun að styðja við frjálsar íþróttir allt til loka. Frjálsíþróttahreyfingin stendur í mikilli þakkarskuld fyrir öll störf Kötu á hennar lífsleið. Að- standendum Kötu eru sendar innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgarstund. Minningin um góðan félaga og samstarfs- mann mun lifa. Magnús Jakobsson. Katrín Atladóttir BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Austurlandsmót í tvímenningi í byrjun nóvember Jón H Guðmundsson, forseti Bridssambands Austurlands sendi þættinum línu um bridsstarfið fyrir austan: Vetrarstarf bridsspilara á Aust- urlandi er komið á fullt. Góður upp- taktur er í starfi sambandsins og er þátttakan á þeim mótum sem búin eru á starfsárinu með besta móti. Paratvímenningur sambandsins var spilaður 22. okt. á Egilsstöðum. 8 pör kepptu. Efst urðu. Jóhanna Gíslad. og Skúli Sveinsson 148 Guðný Kjartansd. og Sigurður Stefánss. 138 Sigríður Gunnarsd. og Jón E. Jóhannss. 133 Hraðsveitakeppni Austurlands var spiluð 16. október á Reyðarfirði. 9 sveitir kepptu þar. Efstar urðu: Brimberg 802 Haustak 783 Suðurfjarðamenn 782 Í sigursveitinni spiluðu: Einar H. Guðmundsson, Jón H. Guðmunds- son, Kristinn Valdimarsson og Sig- urður Valdimarsson. Næsta mót hjá austfirskum bridsspilurum er svo Austurlands- mót í tvímenningi sem spilað verður á Seyðisfirði 4.-5. nóvember. Súgfirðingaskálin Það sveif vinalegur heimsmeist- araandi yfir spilurum í keppni um Súgfirðingaskálina, tvímennings- móti Súgfirðingafélagsins. Fjórtán pör spiluðu í musteri bridsviskunnar, æfingaherbergi landsliðsmanna sem gerðu góða ferð til Hollands og komust í átta landa úrslitin. Frábær árangur hjá þeim. Andinn virkaði best á Gróu Guðnadóttur og Guðrúnu K. Jó- hannesdóttur og uppskáru þær tæp- lega 64% skor. Úrslit úr 2. lotu, meðalskor 130: Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 166 Karl Jónsson – Ísak Örn Sigurðss. 154 Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirsson 149 Kristján H. Björnss. – Flemming Jessen 142 Finnbogi Finnbogas. – Pétur Carlss. 141 Ólafur Karvel Pálss. – Ingimar Bjarnas. 135 Staðan eftir tvær umferðir en meðalskor er 260 stig. Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 305 Kristján/Ólafur Pálss. – Ingim. Bjarnas. 281 Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldss. 279 Hlynur Antonss. – Auðunn Guðmss. 277 Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirss. 270 Finnbogi Finnbogas. – Pétur Carlss. 260 Alls verða spilaðar sjö lotur um Súgfirðingaskálina og gilda sex bestu skorin til verðlauna. Það má með sanni segja að það sé mikill félagsauður falinn í starfi Súgfirðingafélagsins. Næsta lota verður spiluð 21. nóv- ember í musteri bridslandsliðsins. ✝ Egill ArnórHalldórsson fæddist 16. apríl 1924 á Akureyri. Hann lést á dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 8. október 2011. Foreldrar hans voru Halldór Egill, ljósmyndari á Ak- ureyri, síðar í Reykjavík, f. 13.6. 1889, d. 20.9. 1951 í Reykjavík, Arnórs- sonar, ljósmyndara á Bjarna- stöðum í Húnavatnssýslu, síðar Akureyri, Egilssonar, og kona hans Steinunn Gróa, f. 10.6. 1893, d. 27.6. 1961, Bjarnadótt- ir útvegsbónda á Eysteinseyri, Gíslasonar. Egill kvæntist árið 1943 El- ínu Kristínu Þorláksson, f. 18.11. 1920, d. 23.6. 1992, kjör- dóttur Jóns Þorlákssonar for- sætisráðherra og borgarstjóra í Reykjavík og eiginkonu hans Ingibjargar Claessen Þorláks- son. Þau skildu árið 1962. Syn- 7.9 1951. Fósturdóttir þeirra er Rakel Svansdóttir. Börn Ólafs með Rut Arnarsdóttur, f. 28.1. 1977, eru Arnar Páll, f. 12.10. 2005 og Hildur Elín, f. 6.7. 2007. Egill bjó í sambúð með Berglindi, f. 14.5. 1943, dóttur Braga Benediktssonar bónda í Landamótsseli og Huldu Þor- steinsdóttur. Þau slitu sam- vistum. Dætur þeirra eru Steinunn, f. 4.12. 1963 og Hulda, f. 10.4. 1965. Eig- inmaður Steinunnar er Tryggvi Scheving Thor- steinsson, f. 8.9. 1970. Börn þeirra eru Berglind Erna, f. 26.11. 1993, og Vésteinn, f. 26.6. 1995. Maður Huldu er Hafsteinn Óskarsson, f. 1968. Synir þeirra eru Hugi, f. 7.2. 2007, og Húni, f. 26.5. 2011. Egill átti soninn Óttar, f. 27.12. 1961, utan hjónabands. Egill var kvæntur Elísabetu Larsen, hjúkrunarfræðingi 1972-1980 og síðar Mary Margaret Reilly, MA, 1981- 1982. Egill lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands og BBA- prófi í viðskiptafræði frá Wo- odsbury College í Los Angeles 1946. Stundaði jafnframt nám í skylmingum hjá Ralph B. Faulkner í Falcon Studios í Hollywood 1944-1946 og síðan á ný hjá Aldo Nadi ólympíu- meistara 1950-1951. Egill tók stúdentspróf utan skóla frá MR 1951. Hann var löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku. Egill lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og ensku frá HÍ 1970, MLS-prófi frá Kent State University í Ohio í Bandaríkjunum 1974 og MA- prófi í ensku frá sama skóla 1986. Hann kenndi á há- skólastigi með námi. Egill kenndi skylmingar í eigin skóla í Reykjavík 1947- 1950 og oft síðar. Hann var verslunarstjóri hjá J. Þorláks- son og Norðmann 1958-1962 og yfirbókavörður hjá Varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli 1962-1972. Egill var að- fangastjóri hjá New York Pu- blic Library 1983-1987 og starfsmaður við H.W. Wilson Company í New York 1982- 1985. Hann var aðalritstjóri hjá fyrirtækinu Books and Periodicals Online Inc. í New York 1988-1990. Síðar ritstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Reed Elsevier í New Jersey-ríki frá árinu 1991 þar til hann fór á eftirlaun árið 2000 og fluttist aftur til Íslands. Útför Egils fór fram 19. október 2011. ir Egils og Elínar eru Jón Egill, f. 19.11. 1945, Arnór, f. 6.7. 1948, Hall- dór, f. 13.10. 1952 og Ólafur, f. 30.6. 1955. Eiginkona Jóns Egils er Inga Lís Östrup Hauks- dóttir, f. 23.9. 1952. Börn þeirra eru Egill Haukur, f. 7.12. 1973, Björn Eggert, f. 20.8. 1980, Ingibjörg Edda, f. 30.4. 1986 og Arnór Konráð, f. 10.12. 1989. Eig- inkona Arnórs er Þóra Guðrún Sveinsdóttir, f. 8.7. 1951. Börn þeirra eru Kristín Ósk, f. 29.8. 1976, Halldór Helgi, f. 1.9. 1980, Sveinn Ólafur, f. 18.4. 1985, og Kjartan Ingimar, f. 9.8. 1987. Kona Halldórs er Ei- leen Anderson, f. 14.10. 1953. Börn þeirra eru Steinunn Kristín, f. 3.4. 1975, Kirsten Tina, f. 21.1. 1978, Rosswell Jón, f. 29.9. 1984 og Laura El- ín, f. 8.7. 1988. Eiginkona Ólafs er Hansína Gísladóttir, f. Egill Halldórsson er látinn í nokkuð hárri elli en Egill virt- ist alltaf vera aldurslaus. Hann var heimsborgari, flottur og glæsilegur á velli og féll alltaf inn í umhverfið, sama hvar og hvenær. En það tóku líka allir eftir honum. Egill átti ákaflega litríkan og fjölbreyttan lífs- og starfsferil og hann var einn af þeim sem aldrei lögðu árar í bát þótt stundum þætti honum þungt fyrir fæti. Ekki kann ég að gera öllu lífshlaupi hans skil enda mundi það vera efni í heila bók en mig langar að nefna það sem ég þekkti til hans. Egill var einn af þeim sem fyrstir luku prófi í bókasafns- fræði frá Háskóla Íslands eða árið 1970 og voru þá aðeins fjórir búnir að ljúka fullu námi á undan honum. Hann hafði þó lokið bókasafnsfræðinni áður en hann útskrifaðist og gerði þá skrá yfir þýðingar á banda- rískum bókmenntum á ís- lensku. Þar vorum við samtíða í námi hjá Birni Sigfússyni há- skólabókaverði sem kenndi okkur þá. Þegar Egill hóf nám- ið vann hann í bókasafni banda- ríska hersins á Keflavíkurflug- velli svo þetta var nokkuð eðlilegt skref, en þegar hann kom til náms í bókasafnsfræð- inni var hann þegar sigldur og búinn að skoða heiminn, þannig að okkur fannst mikið til koma. Hann var búinn að ljúka við- skiptafræðinámi í Los Angeles 1946 sem var í raun langt fyrir ofan og utan við okkar skilning. Hann talaði líka um Ameríku eins og sá sem þekkti og vissi lengra nefi sínu. Stuttu eftir námið á Íslandi var hann kom- inn til Kent State háskólans í Ohio í Bandaríkjunum og þaðan lauk hann meistaranámi í bóka- safnsfræði 1974 og síðar meist- araprófi í ensku frá sama skóla 1986. Ég heimsótti Egil og þá- verandi konu hans Elsebeth Larsen í Kent. Egill átti þá stóran hund sem einhvern veg- inn passaði ákaflega vel inn í þetta heimilishald og undir- strikaði það viðhorf mitt að hann hefði einhvern tíma í fyrra lífi verið enskur lord. Egill var ráðinn til H.W. Wilson fyrirtækisins 1988 en allir bókasafnsfræðingar þekktu það fyrirtæki einkum fyrir útgáfu á einni meginstoð í faginu á árum áður, eða Li- brary Literature. Þar naut hann sinnar frábæru tungu- málaþekkingar og það er ekki örgrannt um að okkur hér heima hafi þótt nokkuð mikið til þess koma að sjá íslensk bókasafnatímarit skráð í þenn- an merkilega lykil og ekki síður að Íslendingur skyldi vera þar innan dyra. Annar þáttur í lífi Egils sem gerði hann flottan og framandi í augum okkar var skylminga- ferill hans. Aldrei sá ég hann skylmast en ég get vel hugsað mér að hann hafi verið flottur í hvítum galla með grímu fyrir andliti og spjót í hendi í bar- daga við verðuga andstæðinga. Nú kveðjum við Egil Halldórs- son sem var trúlega óvenjuleg- asti íslenski bókasafnsfræðing- ur okkar tíma. Sigrún Klara Hannesdóttir. Egill Arnór Halldórsson Morgunblaðið birtir minning-argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.