Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 34
34 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
Sudoku
Frumstig
9 8 7 1
2
3 6 1
5 1 6 7
7 8 3 2 6
6 2 1 9
9 7
8
5 6 8
2 6
2 6 9 8 4
5 1 7
9 6 8
7 5 1
1 6
5 8
7 6 9
6 4
3 1
5 3 2
9 7 4
2 6 3
7 8
5 9 3
4 2 6 7
7 9
6 1 7 2 9 5 8 4 3
4 3 8 6 1 7 5 2 9
5 9 2 8 4 3 7 1 6
3 4 9 7 5 1 6 8 2
2 8 5 4 6 9 3 7 1
7 6 1 3 8 2 9 5 4
8 2 3 1 7 6 4 9 5
9 7 6 5 2 4 1 3 8
1 5 4 9 3 8 2 6 7
6 9 7 3 4 2 8 5 1
2 1 4 5 7 8 3 6 9
3 8 5 1 6 9 2 4 7
4 5 6 7 8 3 1 9 2
8 2 3 4 9 1 6 7 5
9 7 1 2 5 6 4 3 8
5 4 8 6 1 7 9 2 3
7 3 9 8 2 4 5 1 6
1 6 2 9 3 5 7 8 4
6 9 1 2 4 8 7 3 5
8 7 3 1 6 5 4 9 2
2 4 5 3 9 7 1 8 6
1 2 9 7 3 4 6 5 8
3 8 4 9 5 6 2 7 1
7 5 6 8 1 2 3 4 9
4 1 2 5 7 9 8 6 3
9 6 8 4 2 3 5 1 7
5 3 7 6 8 1 9 2 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 28. október,
301. dagur ársins 2011
Orð dagsins: En nú varir trú, von og
kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er
kærleikurinn mestur. (I. Kor. 13, 13.)
Borgarbókasafn Reykjavíkur lán-ar viðskiptavinum sínum mynd-
bönd án þess að taka greiðslu fyrir
og er það virðingarvert, en ekkert er
ókeypis og allra síst hjá borginni.
x x x
Samkvæmt gjaldskrá Borgar-bókasafnins má hafa myndbönd
og mynddiska endurgjaldslaust í tvo
daga en eftir það þarf að borga 300
kr. á dag fyrir hvert myndband eða
hvern disk. Fólk sem tekur nokkrar
myndir í einu og einhverra hluta
vegna nær ekki að skila þeim á rétt-
um tíma fær svo sannarlega til te-
vatnsins.
Krókur á móti bragði gæti verið
að kaupa myndir og þá fyrst og
fremst á tilboði. Oft má fá þær fyrir
um 600 kr. í verslunum, þar sem
myndirnar eru auk þess oft mun
nýrri en boðið er upp á í safninu. Við-
komandi getur síðan selt þær seinna
á svipuðu verði, en þá þarf auðvitað
að gera viðskiptin upp í skattafram-
talinu og spurning hvort það sé fyr-
irhafnarinnar virði að standa í slíku
og eiga von á því að fá skattmann inn
á gafl vegna þess að það gleymdist
að telja eina myndina fram, mynd
sem svo sannarlega var keypt sam-
kvæmt uppgjöri verslunarinnar og
finnst ekki á yfirráðasvæði kaup-
anda. Einfaldast er því að notfæra
sér þjónustu Símans og horfa á
myndir sem standa til boða fyrir
svipað verð og einn kaffibolli kostar
á veitingastað, með því að ýta á
nokkra takka á fjarstýringu sjón-
varpsins. Þá er aldrei hætta á að
skilað sé of seint og fólk fái óþægi-
legan bakreikning eins og á safninu.
Og engin framtalsskylda. Bara
borga uppsett verð.
x x x
Hins vegar segir það sína söguum dagskrá Ríkissjónvarps-
ins, að fólk, sem leyfir sér ekki þann
munað að vera með aðrar sjónvarps-
stöðvar en þá lögbundnu, skuli þurfa
að leigja sér myndir. Margir hafa
reyndar frían aðgang að dönsku
stöðinni DR1 en þó Barnaby, Her-
cule Poirot og Lewis sé margt til
lista lagt þarf fólk líka að hvíla sig á
þeim eins og öðrum. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 ragur, 8 fen, 9 tek-
ur, 10 háð, 11 byggja, 13
fiskar, 15 spaug, 18 sjald-
gæft, 21 kjána, 22 fallegur,
23 skattur, 24 ísaumur.
Lóðrétt | 2 melhryggur, 3
étast af ryði, 4 lagvopn, 5
mergð, 6 reiðar, 7 skjótur,
12 afkomanda, 14 lengd-
areining, 15 hæfileiki, 16
ráfa, 17 undirnar, 18 marg-
ir, 19 vætlaði, 20 kögur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 umbun, 4 hopar, 7 skott, 8 leður, 9 ask, 11 takt, 13
Erla, 14 ólétt, 15 fjöl, 17 akir, 20 til, 22 suddi, 23 jússa, 24 arðan,
25 ferli.
Lóðrétt: 1 umsát, 2 brokk, 3 nota, 4 hólk, 5 púður, 6 rorra, 10
stéli, 12 tól, 13 eta, 15 fiska, 16 önduð, 18 kæsir, 19 róaði, 20
tign, 21 ljúf.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Vinsælt útspil.
Norður
♠1092
♥5
♦D9854
♣DG104
Vestur Austur
♠85 ♠D6
♥Á63 ♥DG10984
♦G3 ♦K106
♣Á86532 ♣K7
Suður
♠ÁKG743
♥K72
♦Á72
♣9
Suður spilar 4♠.
Laufásinn var vinsælt útspil gegn
4♠ í spili dagsins, sem er frá 8-liða úr-
slitum HM. Bjarni Einarsson og Hol-
lendingurinn Sjoert Brink kíktu báðir
á blindan með ♣Á og spiluðu aftur laufi
í von um einspil hjá makker. Sú von
brást. Sagnhafarnir tveir, Þorlákur
Jónsson og Bauke Muller, trompuðu
♣K austurs og spiluðu ♥2 að heiman,
sem Bjarni og Brink tóku með ♥6 til að
spila laufi. Austur trompaði með ♠D
og … nú fóru Láki og Bauki hvor sína
leið.
Þorlákur yfirtrompaði, tók ♠Á,
stakk tvisvar hjarta í borði og henti
tígli í frílauf. Þetta veikti trompið og í
lokastöðunni uppfærðist ♠8 vesturs í
fjórða varnarslaginn. Óstuð, sem erfitt
var að sjá fyrir, en „prófessor“ Muller
gerði þó ráð fyrir möguleikanum og
henti tígli í ♠D í slag fjögur!
28. október 1780
Reynistaðarbræður lögðu af
stað úr Árnessýslu norður
Kjöl við fimmta mann, með
180 kindur og 16 hesta. Menn-
irnir fórust allir í Kjalhrauni.
28. október 1943
Einar Ólafur Sveinsson hóf
lestur Njálu. Þetta var í fyrsta
sinn sem Íslendingasaga í
fullri lengd var flutt í útvarp-
inu. Lesturinn naut mikilla
vinsælda. „Opnast þarna
áreiðanlega mörgum nýr
heimur bókmennta,“ sagði í
Útvarpstíðindum.
28. október 1962
Biskup Íslands beindi þeim til-
mælum til þjóðarinnar „að
hún sameinist í bæn til Guðs
um það að þeirri hættu sem nú
ógnar heimsfriði, og þar með
lífi mannkyns, verði bægt
frá“. Kúbudeilan stóð þá sem
hæst en leystist með samn-
ingum milli Bandaríkjamanna
og Rússa.
28. október 1987
Þátturinn Á tali hjá Hemma
Gunn var í fyrsta sinn á dag-
skrá Sjónvarpsins. Þetta var
einn vinsælasti sjónvarpsþátt-
urinn í áratug.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Ásdís Birgisdóttir, textílhönnuður og útgefandi
prjónablaðsins Lopa og bands, er fimmtug í dag.
Hún ætlar að nota daginn með fjölskyldunni og fá
stórfjölskylduna í kvöldverð til sín í kvöld. Dag-
urinn verði þó að mestu hefðbundinn með vinnu í
bland við hamingjuóskir í tilefni stórafmælisins.
„Ég mun sitja við tölvuna í vinnunni við útgáfu
prjónablaðsins. Lunginn úr deginum fer í það að
koma út næsta blaði ásamt því að vinir og vanda-
menn stríði manni á því að maður sé að verða
svona háaldraður,“ segir Ásdís og hlær.
Þær eru tvær sem vinna að Lopa og bandi en
annað tölublað þess kemur út í næsta mánuði. Þar birta þær eigin
hönnun og uppskriftir og hlaut fyrsta tölublaðið góðar móttökur þeg-
ar það kom út. Ásdís hefur þó ekki í hyggju að setjast í helgan stein
þrátt fyrir meintan háan aldur.
„Það væri þá frekar á helgan hest sennilega! Það væri hinn full-
komni afmælisdagur að fá sér fallegan hest og fara í góðan reiðtúr út
í náttúrunni, koma svo heim þar sem væri búið að elda ofan í mann og
hella fyrir mann rauðvíni og njóta kvöldsins með fjölskyldunni,“ segir
Ásdís. kjartan@mbl.is
Ásdís Birgisdóttir er fimmtug í dag
Sest frekar á helgan hest
Nýirborgarar Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Reykjavík
Jenný Lind
fæddist 31. júlí.
Hún vó 4.510 g
og var 54 cm
löng. Foreldrar
hennar eru
Berglind Ýr
Gylfadóttir og
Samúel Jón
Samúelsson.
Flóðogfjara
28. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 0.41 0,0 6.53 4,5 13.11 0,0 19.13 4,2 8.58 17.26
Ísafjörður 2.47 -0,1 8.52 2,5 15.20 -0,0 21.09 2,3 9.14 17.20
Siglufjörður 4.58 0,0 11.11 1,4 17.21 -0,1 23.45 1,3 8.57 17.03
Djúpivogur 4.02 2,5 10.22 0,1 16.21 2,2 22.27 0,2 8.30 16.53
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú þarft fyrst að koma á jafnvægi í
þínu lífi áður en þú ferð að fást við aðra hluti.
Gefðu þér tíma til að fagna með góðu fólki.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Vertu stórhuga því nú er rétti tíminn til
að hefja eitthvað nýtt. Smámunasemi þín fer
í taugarnar á samferðamönnum. Allt sam-
starf byggist á samkomulagi og málamiðl-
unum.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Gerðu allt sem þú getur til að
tryggja öryggi þitt og þinna. Finndu út hvað
það er sem veldur þér kvíða.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Kláraðu allt sem fyrir liggur áður en
þú byrjar á nýjum verkefnum. Þú ættir að
leggja þig alla/n fram næstu daga og sjá
hvað gerist.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú stendur í samningaviðræðum um
það sem þú vilt að nái fram að ganga. Það er
bráðnauðsynlegt að lesa vel allt smáa letrið á
þeim skjölum sem þú skrifar undir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er allt í lagi að taka tilfinningarnar
með í reikninginn í vissu máli. Þú átt eftir að
slá í gegn með nýja viðskiptahugmynd.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Gættu þess að sýna ekki vinum þínum
yfirgang í dag. Hugsaðu jákvætt og hentu
fimm hlutum sem þú þarft ekki á að halda.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er sóst eftir vináttu þinni og
það svo að þú átt fullt í fangi með vinsæld-
irnar. Þú átt ýmis ráð handa vinum í vanda.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ekki gefast upp á því að leggja
góðum málstað lið. Safnast þegar saman
kemur. Fáðu vini þína og fjölskyldu til þess að
taka þátt í því með þér.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú verður sífellt meðvitaðri um
mátt orða þinna. Leggðu þig fram um að
sinna smáatriðunum um leið og þú reynir að
afkasta sem mestu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Klæðaburður þinn er ekki alltaf
góður vitnisburður um þinn innri mann. Að-
stoð annarra kemur þér til góða í dag.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þótt þú hafir ýmislegt fyrir stafni er
eins og þér finnist eitthvert tómahljóð í tilver-
unni. Efastu um allt sem þú heyrir, líka rödd-
ina innra með þér sem segir þig eiga í vanda.
Stjörnuspá
Ásdís Kjartansdóttir og Birta
Breiðdal héldu tombólu fyrir utan
Valsheimilið og söfnuðu 2.491 kr.
sem þær færðu Rauða krossi Ís-
lands.
Hlutavelta
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5.
Rc3 Dc7 6. Bd3 Rf6 7. f4 Bb4 8. Rb3
Bxc3+ 9. bxc3 d6 10. Ba3 O-O 11. Dd2
Hd8 12. O-O Rc6 13. Hf3 b5 14. Hg3
Kh8 15. Hf1 Bb7 16. f5 Hg8 17. Dg5 e5
18. Dh4 Re7 19. Hh3 d5 20. Rc5 dxe4 21.
Bxe4 Bd5 22. g4 h6 23. g5 Rh7 24. f6
Rg6 25. fxg7+ Hxg7 26. Dxh6 Hd8 27.
Bxg6 fxg6 28. Hf6 Dc8 29. Hh4 Bf7 30.
Rd3 Kg8 31. Bd6 e4
Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk
fyrir skömmu á Bilbao á Spáni. Vassily
Ivansjúk (2765) hafði hvítt gegn Levon
Arjonan (2807). 32. Be5! Hd5 33. Hc6!
Df8 34. Bxg7 Dxg7 35. Hxe4! Hxg5+
36. Dxg5 Rxg5 37. Hc8+ Be8 38.
Hcxe8+ Kh7 39. Hh4+ og svartur gafst
upp. Ivansjúk lenti í öðru sæti á mótinu
eftir að hafa tapað í bráðabana gegn
Magnusi Carlsen en þeir urðu jafnir og
efstir á mótinu með 15 stig hvor.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.