Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 3

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 3
RITSTJÓRAR: Gunnar Bergmann, Skeggjag. 21. Steingrímur Sigurðsson, Barmahlíð 49. Símar: 81248 7771 AFGREIÐSLA: r Laugaveg 18 Si'mi 7771. Kemur út I byrjun hvers mónaðar. Ár- TÍMARIT UM LISTIR OG MEN N I NGARMÁL mXvHÍTEÚ*- sölu kr. 5.00. LIFogLIST . I. órgangur Reykjavik, apríl 1950 I. hefti LÍF og LIST ríður nú á vaðið, meður þvi að það þykist eiga við ykkur nokkurt erindi. Eins og nú standa sakir, er ekki völ á einu einasta mánaðarriti islenzku, sem fjallar um listir og menningarmál framar öðru efni, þegar undan er skilið okkar ágceta islenzka skopblað. Þó koma hér að staðaldri á markaðinn mýmörg mánaðarrit-Þvi má það furðu gegna, aðfikkert þessara mánaðarrita Itœrir sig um eða treystir sér tilað hafa á boðstólum nokkuð það, sem kynnt gœti eða frœtt lesendur um, hvað er að gerast í listmenningu heimsins, þrátt fyrir þá undarlegu staðreynd, að vér heimtum að vera talin „hlulfallslega" mesta menningarþjóð veraldar. Bend- ir almennur áhugi þjóðarinnar á fögrum hlutum á stórsvciflur i menningarlegu lifi? Vœri úr vegi að rýna i dagblöðin og timaritin hér, áður en lagður er mœlikvarði á menningarlegan og fagurrœnan „standard“ þjóðar- innar? Hlyti þjóðin þá jafn-geðfelldan vitnisburð og hún gefur sjálfri sér i þessum efnum? Nei, hitt er sönnu nœr, að flestar tilhneigingar i þá áttina að halda hér uppi lista- og menningarlifi hafa verið kveðnar niður — og það svo kyrfilega, að fáir þora nú svo mikið sem að minnast á, að hœgt sé að gefa út rit, sem lyktar af svo ónáttúrulegu viðhorfi. „Skáldskaþarvella og listföndur,"segir fólli og það fer hrollur um það. „Helber hégómi! Við viljum eitt- hvað „spennandi“ og við viljurn græða peninga." Þvi er auðsœtt, að ritið fer ferðina ekki til fjár einvörðungu. Hitt má gjarnan teljast metnaður okkar, að við hyggjumst með riti þessu veita einhverjum menningar- og listaslraumum til islenzks almennings eins og við eigum föng á. Gerum við okkur góðar vonir um, að ýmsir hœfir menn verði ritinu þar margháttuð hjálparhella. Ritið mun leitast við að taka allar „Músurnar“ til yfirveg- unar, og gera þeim öllum jafnhátt undir höfði, þó að slíkt sé miklum vandkvœðum bundið. Þá mun ritið og flytja verlt íslenzkra höfunda, og þá einkum kynna lesendum nýja islenzka rithöfunda, sltáld og listamenn á öll- um sviðum. Reynt verður að gera efni ritsins þannig úr garði, að það verði skemmtilegt og lifgandi aflestrar, skapi fremur umbrot en doða og stöðnun. LÍF og LIST stendur eklti i sambandi við nokkurn stjórnmálaflokk, og áskiljum við okkur rétt til að hafa óbundnar hendur til að taka afstöðu til þjóðfélagsmála, sem efst eru á baugi, i samrœmi við markmið ritsins. Við, sem stöndum að þessu mánaðarriti, höfum engan fjárhagslegan bakhjarl. Þvi er satt bezt að segja, að þið ráðið þvi, lesendur góðir, hvort LÍF og LIST lifir lengur eða skemur eða hvort ykkur þykir við hafa haft erindi sem erfiði. Gunnar Bergmann Steingrímur Sigurðsson. EFNI Forsiðu teiknaði Örlygur Sigurðsson, listmólari. Ferðalangurinn, Ijóð eftir Kathleen Raine Bls. 14 Jafnframt skírði hann ritið. Sheliey og Ijóðagerðin — 14 Á kaffihúsinu (intelligensa-þankar). Bls. 2 BÓKMENTIR. Gengið á vit Kiljans (samtal við Halldór Kiljan Erlendar bókmenntir: Laxness). — 4 Umbrotahviður eftir John. E. Housman — 15 Úr „Ferð til íslands", Ijóð eftir W. H. Auden. — 6 Bókmenntarýni. — 18 Camarguaise og Hundrað rúblur (svipmyndir MYNDLIST: eftir Ivan Bunin). — 7 Óður þjóningarinnar. (Hugleiðing um Kolwitz- Kókasus, smósaga eftir Ivan Bunin — 8 sýninguna, eftir Gunnar Bergmann) — 19 Existensiolisminn, eftir B. Frizell — 9 Kvikmyndir eftir Stgr. Sig. — 21 Stafkræklingafræði og skúld eftir Stgr. Sig. — 12 TÓNLIST: Þrjór líkkistur, smósaga eftir Ingimar Erl. Sigurðss. — 13 Sinfónía ó Islandi, eftir Gunnar Bergmann — 22 LÍF og LIST 3

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.