Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 10
Konungur og drottning exist- ensíalismans, Sartre og Simone de Beauvoir, ráðgast yfir- tebollanum í Pont-Royal-barn- um. ensíalisti lítur svo á, að maðurinn sé vera, sem óútreiknanlegar tálm- anir séu lagðar í veg fyrir af fjár- málalegu umhverfi. Gáfnaljósin á^ Vinstri Bakkanum í París þóttust, í óvissu sinni um örlög Evrópu eft- ir stríðið, liafa fundið í þessari nýju heimspeki einhver svör við vandamálunum. Fáir Frakkar vita livað existensí- alisminn þýðir, og samt hafa for- vígismenn hans dregið að sér at- hygli gífurlegs fjölda fólks. Blöð og tímarit hafa varið miklu rúmi und- ir fréttir, skýringar, árásir og, ein- staka sinnum, varnir um existens- íalismann. Svo miklu bleki hefur ekki verið eytt á svipað efni, síðan súrrealisminn og Dadaisminn spruttu upp á árunum. í lista- mannakaffihúsinu á Vinstri Bakk- anum, t. d. Flore, Deux Magots og Rliumerie Martiquinaise og krán- um Cher Ami, Pont-Royal og Montana, og í Sorbonneháskólan- um hafa stórir hópar fagurkera og heimspekisinnaðs ungs fólks játazt existensíalismanum. Þegar fyrirlestrar og kappræður hafa verið haldnar fyrir almenning í París um þessa nýju speki, hefur það talizt til meiri háttar viðburða og orðið að forsíðufrétt daginn eft- ir. Á Hægri Bakkanum flytja fræg- ir menn, sendiherrar og ráðherrar erindi um brýnustu pólitísku vandamálin fyrir hálfu húsi. En kappræður um existensialism- ann á Vinstri Bakkanum hafa dregið að sér slíkan rnýgrút af fólki, að dagblöðin töldu nauðsyn- legt, að lögregla, slökkvilið og Rauði Krossinn væru til taks á þeim mannfundum. Forsprakki þessarar heimspeki- hreyfingar er lágvaxinn, ófríður og kringlueygður maður, Jean-Paul Sartre að nafni, 44 ára gamall. Sartre var prófessor í heimspeki í 13 ár. Hann skiifar heimspekirit, skáldsögur, leikrit og ritgerðir. í stríðsbyrjun var hann óbreyttur liermaður í franska hernum, en var tekinn fastur 1940,og Þjóðverj- ar héldu honum sem stríðsfanga í níu mánuði. Þegar honum var sleppt, stofnaði hann lífi sínu í hættu með því að gerast liðsmaður Front Nationale, andstöðuhreyf- ingarinnar frönsku, sem kommún- istar stýrðu. Rithöfundartekjur hans jukust svo á hernámsárunum, að hann hætti allri háskólakennslu til þess að gefa sig algerlcga að ritstörfum. En samt heldur hann áfram að búa eins og snauður stúdent í öm- urlegu herbergi í hinu óupphitaða og óþrifalega Hotel de la Louisiane við Rue de Seine. Sartre fer snemma á fætur og drekkur morgunkaffið sitt í Café de Flore við St. Germain-des-Prés. Og þar hafði hann fyrst bækistöðv- ar sínar, skrifstofu, nróttökuher- bergi, og það var hans annað heim- ili. Þar eyddi hann öllum degin- urn, skrifaði langhund, hélt ráð- stefnur, tók á móti gestuni og blaðamönnum. En frægðin er dýr. Sartre fór til Bandaríkjanna til að halda íyrirlestra við háskólana Yale, Harvard og Princeton. Þeg- ar hann kom til baka, var forvitið fólk farið að flykkjast hvaðanæva að, utan af landi og úr ríkrahverf- unum í París, til þess að sjá exist- ensíalistana að starfi, kíkja á Mon- sieur Sartre, kornast í annarlegt andrúmsloft og nudda sér utan í fölar, mjóaxlaðar vitsmunaverur. Café de Flore var orðið troðfullt af lærisveinum og glápandi aðskota- gemlingum. Meistarinn sjálfur komst ekki fyrir. Þess vegna flutt- ist Sartre út þaðan og inn í flos- klædda barinn Pont-Royal í grenndinni. Starfsorka Sartres virðist vera ó- tæmandi, og vinir hans standa agndofa yfir hinum yfirnáttúru- legu afköstum hans. Hann vinnur kappsamlega og lengi og sýnist geta einbeitt athyglinni að sundur- leitustu verkefnum í senn. Hann vinnur jöfnum höndum að skáld- sögu, heimspekiverki og urmul greina. En klukkan hálf sjö síðdeg- is er vinnudagur hans á enda. Þá umkringir söfnuðurinn hann í Pont-Royal barnum, og kvöldið hefst í reykkófi með drykkju, skrafi og skemmtun. Um áttaleytið flyzt samkvæmið út á svartamark- aðsveitingahús, þar sem existensíal- istarnir styrkja bölsýnina með óhóflegum máltíðum og ríflegri vínuppskeru. Þegar líða tekur á kvöldið, skera hinar glaðværustu sálir sig út úr söfnuðinum og halda út á heldur ófínan skemmtistað scm heitir Le Bal Negre, þar sem glaðværð spámannsins Sartre fær útrás í lendadiggandi dansi, rúmb- 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.