Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 4
Gengið á vit Kiljans Rit þetta hleypur nú af stokkun- um með margvíslegan varning handa lesendum. Þetta er varning- ur, sem ritið hefir sótt hvaðanæva og ber nú á borð fyrir fólkið í þeirri veiku von, að hann verði því til einhvers yndis og hugargamans. Sem trúlegt þykir var ritinu mikill fengur í því að gefast nýlega færi á að ræða við hinn margumrædda og nær heimsþekkta rithöfund, Hall- dór Kiljan Laxness, „sjentelman- farmer“ að Gljúfrasteini í Mosfells- sveit. Raunar skal það tekið fram í upphafi, að ritið kom Laxness alveg að óvörum, ruddist eins og hver annar óbrotinn íslenzkur sveitamaður að morgunlagi inn á veglegt heimili hans og bað um áheyrn hans. Ritið kom akandi í „truck“-bif- reið, einni gríðarmikilli „truck“- bifreið, sennilega keyptri við mars- jallfé. Það er laugardagsmorgunn í þorra, veður kalt, en ferskt. Og þegar bifreiðin ekur í hlaðið á Gljúfrasteini, birtist ung kona á tröppunum. — Getum við fengið að tala við Halldór Kiljan Laxness? Er hann viðlátinn? — — Já, liann er heima — gerið þið svo vel —, segir konan og vísar okk- ur leiðina. Fyrst komum við inn í forsal, bjartan og hlýlegan. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja, veggir skreyttir nýtízku málverkum, sem kollega okkar, hinn myndfróði og listnæmi ritstjóri Landvarnar, myndi sennilega telja til þess af- brigðis myndlistar, er hann kallar klessulist, sú list, sem kemur svo oft við kaunin í friðsömum og raunhæfum borgurum, en gleður marga eirðarlausa og leitandi sál á stundum. Rekum við jregar augun í forna góðkunningja, afsprengi þeirra Þorvalds Skúlasonar, Svav- ars Guðnasonar og Kristjáns Davíðssonar, sem lýsa almætti tján- ingar og „Weltschmerz“-óra þeirra. Litir dansa sem leiftur um nótt — en við höldum þó áfram ferðinni, undir leiðsögn ungu konunnar, upp bogadreginn stiga, unz stað- næmzt er við dyr, sem standa opn- ar í hálla gátt. — Það eru komnir hér tveir menn til að finna þig, Halldór, seg- ir konan. — Ja — há, heyrum við vingjarn- lega rödd segja inni í herberginu. — Verið velkomnir. Fáið ykkur sæti og segið tíðindi! — og „þar stendur hár maður grannur," bros- andi, og réttir okkur höndina. Þó að okkur væri nú vel ljóst, að við værum að stela dýrmætum tíma frá Laxness, bárum við engu að síður upp erindið, og tók hann þeirri málaleitan okkar með alþýð- legu lítillæti, en bætti þó við: — Ef þið ætlið að fara að biðja mig um að skrifa greinar í blöð, þá get ég frætt ykkur á því, að það er eitt hið versta, sem þið gætuð við mig gert. — En við flýttum okkur að leið- 4 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.