Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 15

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 15
/--------------------A = BÓKMENNTIR =^- v--------------------} ERLENDAR BÓKMENNTIR JOHN E. HOUSMAN: U mbrotahviður fSÝUytyí1-/ Höfundurinn eF austurískur , að uppruna og kennir nú enskar bók- menntir við háskólann í Nottingham. Skrifaði hann þessa grein eftir beiðni þýðanda til birtingar í íslenzku tímariti. Það er alkunna, að eitt hið örð- ugasta viðfangsefni ritdómara í gagnrýni er það, að meta stefnur og strauma samtíðarbókmennta, að fjarlægðin ein veitir liinu grann- skoðandi auga nægilega sjónvídd til að sjá gott sýnishorn koma í ljós a vegamótum einstaklings-viðleitni og rangsnúinna hleypidóma. Tilætl- un eftirgreindra athugana er því alls eigi sú, að gagnrýna enskar nú- tímabókmenntir í heild, heldur sú, að rekja farveg sérstaks straums á hinu flókna landabréfi þeirra.Tím- inn einn mun úr því skera, hvort skoða megi straum þennan, eins og sá, er þetta ritar vonar, sem megin- fljót, er minni ár og kvíslar hníga i. Sú stefna, er ég einkum læt mig varða, er tilraun margra enskra rit- höfunda nú á dögum í liðuðu máli og óliðuðu til að styrkja þá skoðun að nýju, að kjarni alls séu hin and- legu vcrðmæti, að hafna þeirri skoðun, að lífinu, líkt og rithöfund- urinn túlkar það, geti einungis ver- ið lýst á sannfærandi vísu í anda þeirra Marx og Freuds eða annarra kreddukenninga af því tæi og stað- liæfa, að livað skáldinu viðvíkur, sé hlutverk þess í verkum sínum eigi það, að veita fagurræna fróun, held- ur það, að gefa sýn hans af hlutlæg- urn veruleikanum form eða lögun. Þá er ég ræði um andleg verðmæti, hefi ég eigi eingöngu verðmæti kristinnar trúar í huga. Það mun og vitnast, að aðeins örfáir þeirra rithöfunda, sem um ræðir, geta tal- izt til kristinnar trúar í þrengsta skilningi hins trúaða samfélags. En með andlegunt verðmætum á égvið staðhæfingu á hlutlægri skynjan og einingu tilverunnar, sem einstakl- ingurinn er hluti af. Slík staðhæf- ing á andlegum verðmætum hafði komið lítt við sögu á árunum frá 1920—1940. Ljóða- og sagnahöfund- ar virtust einkuni gera sér far um að túlka og aðhyllast kenningar Marx og sálarfræði Freuds, sem hvorar tveggju voru augsýnilega gersneyddar öllum andlegum verð- mætum. Straumhvörf þau, sem gerzt hafa, eru því íhugunarverð, þar sem þau hafa runnið - að því er virðist — frá hinum andlega rórask- andi og þjáningarfulla aldartug vorum. I. Þróun Aldous Huxleys virðist sér- staklega táknræn í þessu sambandi. Hinn hæfasti frumkvöðull hinnar mikilvægu afstæðisstefnu („relativ- ism“) reyndist vera sonarsonur mik- ilmennisins, Tliomas Henry Hux- leys. Huxley, sem hefir jafnan sam- einað það, að vera skáldsagna- og ritgerðahöfundur, hlaut að hafa orðið áþreifanlega var við hið and- lega tómlæti umhverfis sig, er hann lýsti svo biturlega hinni ómerku og fallvöltu klíku rithöfunda, lista- rnanna og sérvitringa í skáldsögum eins og „Point Counter Point" og „Those Barren Leaves“. Sem rit- gerðahöfundur, t. d. í hinu frá- bæra og táknrænt-titlaða ritsafni „Do What You Will“, gagnrýnir Huxley vægðarlaust og hnitmiðað bækur, mcnn og dægurmál, en í því er hann of öruggur um eigin gáfur, of brynvarður í undirvitund um andlega yfirburði, til þess að menn fái þá hugmynd, að höfund- ur hafi nokkuð annað að bakhjarli en gáfur sínar og skarpskyggni. Þó hefði aðeins gersamlega friðlaus og reikul sál getað ritað hina vægðar- lausu háðsögu „Brave New World" um þjóðfélag, sem reiðir sig á borg- Aldous Huxley LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.