Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 16
aralegar vélrænar framfarir. Á síð- ari helmingi i'jórða tugs aldar vorr- ar varð óvissa hans of mögnuð til þess, að lialda henni í skefjum með því einu, að knýja hana fram í skáldsagnaheimi hans. Vegna á- hrifa frá hinum djúpúðga og leit- andi anda, Gerald Heard, en áhrif hans eru bezt skýrð í bók lians „Pain, Sex and Time“), gerði Huxley sér grein fyrir, að það, sem amaði að honum var trúarleg ó- vissa. I hinni töfrandi og marg- brotnu skáldsögu sinni „Eyeless in Gaza“, með því að láta söguhetj- una sýna enn einu sinni leit hans að trúarljósi, í hinni heimspekilegu tjáningu í „Ends and Means“, þar sem hann staðhæíir helgi meðals- ins, bar Huxley augljóst vitni um, skömmu áður en styrjöldin brauzt út, að hann hefði lioríið frá því, að vera vantrúarmaður og að því, að vera trúaður hugsuður. í nýrri skáldsögu „After Many a Summer" og gieinilegast í úrvalstextum dul- spekinganna, „The Perennial Philosophy", er breytingin alger. Huxley hefir sem skáldsagnahöf- undur vart vaxið. Margir beztu kaflar í nýrri sögum hans virðast fremur vera myndir frá þeim dög- um, er vantrúnaður hans var í full- um blóma, en krystalgerð nýrrar vizku og speki. Sem hugsuður hefir hann ritað fjölda síðna, er bera vott um óbrigðula djúpúðgi, sem eru athugasemdir við kaflana í „The Perennial Philosophy“. Ef slík speki bæri þrátt fyrir það ein- hvern vott um andlega sjálfum- gleði og allt of lítilþægt tilkall til þess, að vera skipað á bekk með hinum miklu dulspekingum ald- anna, þá er vonandi, að þessi um- skipti í þróun Huxleys séu senn að líða. Snilligáía lians á enn svo margt í pokahorninu. Það er, ef til vill, siður undrun- ;; vert, að W. Somerset Maugharn lii W. Somerset Maugham skuli svo greinilega bera vitni um að hafa horfið frá þeirri braut, að vera gáfaður og skarpskyggn háð- fugl og að því, að vera dulspeking- ur líkt og Huxley með því að leita ákaft á náðir Austurlanda í einni hinni nýjustu skáldsögu lians „The Razors Edge“. Bitur kaldhæðni Maughams, það samúðarljós, sem liann stöku sinnum bregður yfir mannlegar þjáningar og sársauka, sem kaldhæðni hans hefir, ef til vill, stundum verið til að dylja, hefir í nýjustu skáldsögum hans hneigzt að játningu á hinni sömu liugsjón, sem Huxley hefir helgað svo mikið rúm í ritverki sínu. Því miður er söguhetjan í „Tlie Razors Edge“, ungur auðugur Ameríku- maður, sem er snúið til slíkrar hug- sjónar í Indlandi, hvorki geðþekk né sannfærandi persóna. „The Razors Edge“ bíður að því miklu meira tjón en verk Huxleys að vera tákn um andlega velþóknun og sjálfum-gleði. Hetjur í síðustu skáldsögum Huxleys og Maughams eru að engu leyti merkisberar and- legrar baráttu vorra daga. Það er ekki af hendingu, að fjárhagslegt sjálfstæði gerir þeim kleift að sökkva sér niður í leit að andlegri hrcinsun, sem venjulegan mann og konu skortir yfirleitt færi á nú á dögum. Það er vissulega sitt hvað — og það því furðanlegra að það reynist rétt vera bæði um höfunda og söguhetjur þeirra, að lifa hugs- ana-lífi í efnalegu sjálfstæði og að gera ráð fyrir, að slíkt líf sé nauð- synlegt skilyrði fyrir endurlausn vestrænnar ntenningar .Menn hafa það á tilfinningunni, að vanmat Huxleys á trúarbragðastofnunum bíður linekki af hinu sama van- mati hans á félagslegum þörfum, því að skipulögð trúarbrögð, þrátt fyrir misjafna dóma sögunnar, hafa til þessa ein komið á fullnægjandi samræmi með þörf manna á and- legu og trúarkenndu lífi, sem í innsta eðli er einstaklingsbundið, og félagslífinu hins vegar, sem er eðlilega andhverft því, að þeir séu nenja örfáir, sem skera sig úr, til þess að stuðla að þessum andlega vexti. Gerald Heard er hins vegar greinilega áskynja um þetta vanda- mál. í ritum tveggja yngri skáldsagna- höfunda ber miklu minni á þessari túlkun á árekstri anda og félags. Sögur þeirra bera vitni um, að þeir eru fyllilega áskynja um nauðsyn jtess, að blása lífneista í hið and- lega líf í heimi nútímans. Graham Greene er kaþólskur og telst því til trúarlegs samfélags, sem hefir oft þrátt fyrir annmarka þess, gert sér grein fyrir árekstri andlegrar og félagslegrar viðleitni. í skáldsögu sinni „The Power and the Glory“, byrjar Graham Greene að ræða með mikilli hreinskilni unt örðug- leikana á aðstæðum trúarlegs og andlegs lífs í heimi efnishyggjunn- ar. Graham Greene hefir skýrt frá þessu vandamáli á gagnstæða vísu með því að láta hinn ósiðvanda og tötralega prest, sem síðastur lifir stéttarbræðra sinna í landi, þar sem barátta er hafin gegn trúnni, vera í LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.