Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 19

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 19
MYNDLIST Sjálfsmynd. inna hermanna í grafreitnum í Roggeveldc í Belgíu. Sjalf hafði hún séð þjáningar heimsins frá }jví að hún var barn. Þó voru góðar heimilisástæður. Hún var kornung sett til listnáms. En augu hennar höfðu ætíð beinzt að hörmungum mannanna. Hún giftist 24 ára og fluttist þá frá fæð- ingarborg sinni Königsberg í Þýzkalandi til Berlínar, Jjar sem maður hennar varð læknir í fá- tækrahverfi, og þar gafst henni færi á að virða fyrir sér eymdina, og næstu fimmtíu árin sótti hún flest yrkisefni sín í ævi öréiganna í stórborginni. Og hún tók þátt í þjáningum þeirra, eins og Jtær heíðu komið yfir hana eina. „Fyrst þegar ég fyrir tilstilli manns mins kynntist ævi öreigans, eymd hans og harmleik, fyrst Jregar ég mætti konum, sem komu að leita lijálpar hjá manni mínum — og stundum lijá mér — skildi ég til fulls örlög öreigans, sem gripu af öllu afli inn í allt, sem ég tók mér fyrir hend- ur.“ Káthe Kollwitz varð fyrst fræg vegna mynda- flokks, sem hún gerði við ieikritið „Vefararn- ir“ eftir Gerhart Haupt- mann, og var heiðruð fyrir. Og ]>að er líka einna víðkunnast af verkum hennar. I heimsstyrjöldinni fyrri kom fyrsta áfallið á heimili hennar. Eldri sonur þeirra hjóna fór í stríðið og kom ekki > aftur. Þetta varð henni mikil raun. En ltún leitaði hugg- unar í listinni. í lok stríðsins, 1919, var hún gerð að meðlim listaakademísins. Nú sækir hún el'ni í styrjöldina til að mótmæla stríði. En á næsta leiti er hreyfing, sem hlaut að leiða af Öður þjáningar- innar Sýning á verkum eft- ir listakonuna Káthe Kollwitz í Sýningar- sal Ásmundar Sveins- sonar. Káthe Kollwitz segir í einu bréfa sinna: „Eg vil skapa myndaf konu, sem sér Jjjáningar heimsins. Hún litast ekki um, hún hrærir livorki legg né lið — en hún þekkir þján- ingar alheimsins." Og þá varð til eitt af hennar stórfenglegu verk- um, höggvið í grágrýti: Móðirin, minnismerki, sem er á leiði fall- Hungrað bam Kveðja. LÍF og LIST 19

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.