Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 22

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 22
r "' . T ónlist — SINFÓNÍA Á ÍSLANDI Þrátt fyrir það, að búið er að hamra á því æðilengi í blöðum hér, að hið fræga útvarp okkar sé að gera út af við larldsfólkið, með því að vera sífellt að spila sinfón- ísk verk, hefur aðsóknin að fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar sýnt, að annað er upp á ten- ingnum, að því er snertir vilja al- mennings í þessu máli. Jál Það er búið að stofna sinfón- íuhljómsveit á íslandi. Þá hoppaði hjartað í mörgum manninum, sem gaman hefur af tónum, mörgum tónum í senn, þar sem helzt mörg járn eru í eldinum, og útlendingar kalla orkestra og geta ekki án ver- ið. En amar þá nokkuð að, þegar orkestrað er komið í bæinn og fólkið fyllir húsið? Já, því er nú verr og miður. Það kostar meira að reka sinfóníuhljómsveit en sem svarar inngangseyrinum, sem verið hefur. Sinfóníuhljómsveitin okkar ætlar að starfa á svipuðum grund- velli og þjóðleikhúsið þráða, stilla aðgangseyri svo í hóf, að sem flest- ir geti veitt sér þann munað að sjá og heyra þetta mikla spilverk. Og nú kemur til kasta Elins Opinbera að styrkja hljómsveitina og vcita þannig þjóðinni þennan munað, sem reyndar flest menningarríki eru fyrir löngu farin að telja til lífsnauðsynja. Áhugamenn þeir hinir miklu, sem standa að Tónlistarfélaginu í Reykjavík, munu vera þeir, sem við stöndum í mestri þakkarskuld við, fyrir, að komin er á laggirnar sinfóníuhljómsveit á íslandi. Það var vel gert að lofa okkur fyrst að heyra orkestrað flytja Schubcrt og Beethoven. Margur leikmaður getur ekki betur fundið en að Ófullgerða sinfónían sé alveg nógu fullgerð. Hún er fallegt verk. Og hinir, sem lengra eru komnir í því að hlusta, hallast margir að því, að hún sé fullkomið verk. Sum brot eru með íullkomnustu verk- um. Fyrsta sinfónía Beethovens átti afmæli 2. apríl. Þann dag árið 1800 var hún leikin í fyrsta sinn. Hundr- að og fimmtíu árum síðar er hún svo flutt af fyrstu sinfóníuhljóm- sveitinni á íslandi. Táknrænar voru móttökurnar, sem hún fékk fyrst, þegar hún var leikin, um það þegar nýjar hræringar koma fram í listum. Á átjándu öldinni átti formið fremur en innihaldið upp á pallborðið hjá áheyrendum. En hinn mikli tilfinninga- og skap- maður Beethoven lagði sig allan í listina. Því gekk hann fram af mörgum með fyrstu sinfóníunni. Þó átti meira eftir að koma því að sú fyrsta er ekki mikið verk í sam- anburði við hinar síðari. Og samt sögðu gagnrýnendur, þegar sú þriðja var fyrst flutt, að ekkert kæmist til jafns við þá fyrstu. Furðulegt er, hvað hljómsveitin er þegar samæfð, og kom það eink- um fram á 2. tónleikunum, enda þótt fengnir hafi verið nokkrir vanir sinfóníumenn erlendir. Og reyndar er nú óvíst, að við værum komin á þennan rekspöl í tónlistar- málunum, ef ekki hefðu hafnað hjá okkur jafn þaulmenntaðir tón- listarmenn og Dr. Victor v. Ur- bantschitch og Robert Abraham, svo að.aðeins tveir séu nefndir. Við fengum dálítinn smekk af óperu, þegar Guðmundur Jónsson söng þrjár aríur með hljómsveit- inni. Söngur hans sýndi, hvílíkur gífurmunur er á að heyra óperu- söngvara syngja með hljómsveit og því, þegar hann verður að láta sér nægja einleik undir. Og söngur Guðtnundar gerði ýmsa svo bjart- sýna, að þeir sáu hilla undir óperu á íslenzku sviði. G. B. PRENTSMIÐJAN RUN H. F. Skúlatún 2 Sími 7667 Reykjavík PRENTAR BLÖÐ, TÍMARIT, BÆKUR OG ALLS KONAR SMÁPRENT 22 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.