Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 20

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 20
sér nýtt stríð, nazisminn. Hún lætur í ljós andúð sína. Og Jtegar ófreskjan er komin til valda, er Káthc Koll- witz svipt starfi og sambandi við akademíið og henni bannað að sýna verk sín. Síðan kemur stríðið. 1940 missir hún mann sinn eftir fimmtíu ára sambúð. Son- arsonur hennar, Peter, heitinn eftir þeim syni henn- ar, sem fórst í fyrra stríðinu, fer á vígvöllinn og kem- ur ekki til baka. Og skömmu síðar er heimili hennar sprengt í rúst. Þá hefjast hrakningarnir. Loks útvcgar vinur hennar henni liúsaskjól í Moritzlturg hjá Dresd- en. En nú var þrekið þrotið. Lengi lá hún nær dauða en lífi. Sonur hcnnar, Dr Hans Kollwitz, segir þann- ig frá: „Síðast heimsótti ég móður mína á föstudaginn langa 194. Ég las fyrir hana páskasögu úr Matthcusar- guðspjalli, sem hún hafði heyrt sem óratóríum, og Páskagönguna úr hennar elskaða „Faust". Hún kom mér íyrir sjónir eins og drottning í útlegð. Þó að hún væri hrunin saman, var hún svo óendanlega góð. Jutta dóttir mín var við banabeðinn hennar 22. apríl 1945. Síðustu orð hennar voru: „Heilsaðu öllum.“ Káthe Kollwitz dó tæplega 78 ára gömul. Askan aí henni var jarðsett við hlið manns hennar og systra undir grafmyndinni, sem hún hafði gert sjálf. Káthe Kollwitz langaði til að mála, en kennari hennar bægði henni frá því og réði henni að helga sig eingöngu svartlistinni. Hún fór að ráð- um hans. En þegar hún er komin á efri ár, byrjar hún á höggmyndagerð. Og henni tókst að skapa sum af stórbrotnustu verkum sínum á Jtví sviði. Vinur hennar og samverkamaður, Harald Isen- stein, hefur látið þessi orð falla um hana: „Ég Jtckki tæplega nokkurn listamann, sem eins vorkunnarlaust hefur flett frá sínum innra manni, engan, sem með slíku miskunnarleysi hef- ur haldið dómsdag yfir sjálfum sér og verkum sínum. Hið mikla og óvenjulega í list Káthe Koll- witz er hið farsæla jafnvægi milli ástríðufullrar tilfinningar, liugmyndal'lugs og sjaldgæfrar form- skynjunar." .Sýningarsalur Ásmundar Sveinssonar viðFrcyju- götu hefur fengið hingað til lands á annað hundr- að myndir eftir Káthc Kollwitz, sem búið er að sýna á hinum Norðurlöndunum við mikla að- sókn, og efnir til sýningar á ]>eim páskavikuna og fram í mánuðinn. Líf og List þakkar forstöðumönnum þess- arar sýningar, þeim Ásmundi Sveinssyni og Gunnari Sigurðssyni, sýningarstjóra, fyrir að hafa ráðizt í að fá myndir Jiessar tii landsins, því að áhorfendum munu seint líða þær úr minni. G. B. Gráfmyndin. 20 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.