Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.04.1950, Blaðsíða 8
IVAN BUNIN: KÁKASUS Þegar ég kom til Moskvu, fór ég huldu höfði og kom mér fyrir á ókunnu gistihúsi í nánd við Arbat-hverfi, og þar dvaldist ég óþreyjufullur, einn míns liðs — á milli þess, sem fundum okkar bar saman. Hún kom til mín að- eins þrisvar sinnum alla þá daga, er ég bjó þarna, og í hvert skipti, sem hún kom, bar hún ótt á og sagði: „Ég verð aðeins örstutt . . .“ Hún var föl með fagran fölva ást- fanginnar komu; orðin komu í gusum, þegar hún talaði, og það hreif mig og heillaði ofsalega, hvernig hún varpaði frá sér sólhlífinni og lyfti blæjunni eld- snöggt frá til þess að faðma mig. „Mér virðist, að hann gruni eitthvað eða hafi jafnvel orðið einhvers vísari — ef til vill hefir hann fundið lykil að skrifborðinu mínu og lesið eitthvert bréfanna þinna. Hann er í eðli sínu svo grimmur og drambsamur, að honum er trúandi til alls. Hann sagði eitt sinn opinskátt við mig: „Það getur ekkert aftrað mér frá því að verja sæmd mína, sæmd eiginmanns og liðsforingja." Nú fylgist hann bókstaflega með hverju fótmáli mínu, og ef þessi ráðagerð okk- ar á að heppnast, verð ég að vera ógn- srlega varkár. Hann hefir nú loksins fallizt á að leyfa mér að fara, vegna þess að ég taldi honum trú um, að ég dæi, ef ég fengi ekki að sjá suðurlendið og hafið — en í guðanna bænum vertu þolinmóður!“ Ráðagerð okkar var djarfleg; við ætl- uðum að ferðast í sömu lestinni til Kákasus-strandar og dveljast eitthvað um þrjár eða fjórar vikur úti í guðs grænni náttúrunni. Ég þekkti strönd- ina. Þegar ég var ungur maður og ein- mana, hafði ég dvalið um nokkurt skeið í grennd við Sochi — og síðan minntist ég alltaf haustkvöldanna þar í svörtum kyprusviðar-skóginum nálægt köldum og gráum úthafsbárunum . . . Fram á síðustu stundu trúðum við ekki, að ráðagerð okkar yrði að veruleika — okkur virtist það of mikil hamingja . . . Kuldi og regn ríkti í Moskvu, eins og sumarið væri þegar liðið hjá og kæmi ekki aftur, allt var aurugt, himinninn þungbúinn, krákurnar krunkuðu, á svörtum og blautum strætunum glöns- uð opnar regnhlífar vegfarendanna og hettur vagnanna, sem skókust til, um leið og þeir mjökuðust áfram. Ég var lamaður innanbrjósts af hrollkenndri óþreyju. Og það var dimmt og óhugn- anlegt kvöldið, sem ég fór til stöðvar- innar. Ég æddi um stöðvarsalina að brautarpallinum, ýtti hattinum mínum niður fyrir augu og gróf höfuðið ofan í kápukragann. Regnið buldi á þakinu á litla klefanum mínum á fyrsta farrými, sem ég hafði látið taka frá fyrir mig með fyrirvara. Ég flýtti mér að draga niður gluggatjaldið og harðlæsti dyr- unum óðar og burðarkarlinn hafði þeg- ið af mér þóknun sína, þurrkað á sér blautar hendurnar á hvítri svuntunni sinni og farið út. Síðan lyfti ég glugga- tjaldinu ofur varlega frá, og hjartað í mér stóð kyrrt, er mér var litið á sund- urleitan mannfjöldann, sem úði og grúði á járnbrautarpallinum i daufum ljósbjarmanum. Við höfðum hagað því svo til, að ég kæmi snemma á járn- brautarstöðina og hún eins seint og unnt væri, til þess að tryggja það, að ég rækist ekki á hana og eiginmann hennar á brautarpallinum. Það var nú mál til komið, að þau kæmu. Ég beitti ýtrustu athugli minni — enn bólaði ekki á þeim. Bjallan hringdi í annað sinn — ég kólnaði upp af hræðslu; henni seinkaði — eða ef til vill hafði hann neitað að láta hana fara á síðustu stundu. En allt í einu sá ég hilla undir hann, háan mann í þröngum yfir- frakka með liðsforingjahúfu og svíns- leðurhanzka; hann leiddi hana við arm sér og strunzaði áfram. Ég vék mér snöggt frá glugganum og slengdi mér ofan í hornið. Við hliðina á mér var annars farrýmis-vagn — ég gerði mér í hugarlund, hvernig hann kæmi þar inn með henni, liti í kringum sig eins og yfirboðari — hafði burðar- þjónninn komið farangri hennar sóma- samlega fyrir? — tæki af sér húfuna og hanzkana, gerði yfir henni krossmark, kyssti hana . . . bjallan hringdi í þriðja sinn, skilningarvit mín dofnuðu og lest- in tók að rykkjast til. Hún byrjaði að hreyfast, fyrst komu á hana rykkir og skrykkir, síðan fór hún smám saman á fulla ferð . . . Með ískaldri hendi rétti ég vagnstjóranum tíu rúblur, er flutti farangur hennar og fylgdi henni til mín . . . Þegar hún kom inn, gerði hún ekki svo mikið sem að kyssa mig, heldur brosti aðeins angurblítt um leið og hún settist niður og byrjaði að losa litla hattinn sinn úr hárinu. „Ég gat ekkert borðað um hádegið," sagði hún, „Ég hélt, að ég gæti aldrei þolað að leika þetta andstyggilega hlut- verk til enda. Og ég er hræðilega þyrst. Gefðu mér sódavatn," sagði hún og kallaði mig í fyrsta sinni með nafni. >,Ég er sannfærð um, að hann kemur strax á eftir mér. Ég vísaði honum á tvo staði, Gelendjik og Gagry. Jæja, hann verður kominn til Gelendjik eftir þrjá eða fjóra daga . . . Guð hjálpi honum — betra fyrir hann að deyja en að líða þessar þjáningar . . .“ Þegar ég fór út úr klefanum næsta morgun, skein sólin inn á lestargöngin, loftið var þungt af sápu- og köinarvatni og lykt, er einkennir mannmarga járn- brautarlest að morgni dags. Gluggarnir voru svartir af ryki og sóti, og þegar litið var út um þá, sáust viðáttumiklar og jafnar saltsléttumar, rykugir og breiðir vegirnir, trévagnar dregnir áfram af uxum, fram hjá þutu stöðvar- kofarnir umhverfis þá voru litlir garð- ar með ljósgulum doppum af sóleyjum og fagurrauðum hávöxnum runnum .. . lengra í burtu hurfu óendanlegar berar slétturnar með grafhaugum sínum og dysjum, sólin, þurr og óþolandi, him- inninn, sem var eins og dökkt ský, og loks sást hilla draugalega undir fyrstu fjöllin úti við sjóndeildarhringinn. Hún skrifaði honum póstkort frá Gelendjik, og sagði, að hún vissi enn ekki, hvar hún ætlaði að dveljast. Síðan héldum við í suðurátt meðfram ströndinni. Við fundum ósnortinn stað nálægt hlynskógi, þar uxu feiknin öll af burknum, rauðviði, magnolíum, granat- viði, inn á milii gnæfðu kyprus-tré og pálmatré, sem líktust blævængjum. Ég vaknaði snemma, og meðan hún var enn sofandi og áður en við drukk- um saman te kl. 7, gekk ég um skógi- vaxið hálendið. Sólin skein glatt, það var þegar orðið heitt og notalegt. Björt og ilmandi þokuslæðan dreifði sér og leystist upp, þar sem skein í bláan him- 8 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.