Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 2
Gleðilegt nýjár
Sá, sem kveðið hefur niður þó
ekki sé nema einn draug á liðnu ári,
hefur ekki til einskis barizt. Þessa
varð oss auðið. Jón Reykvíkingur
hafði um stund riðið húsum hér-
lendra manna af meiri skelmiskap
en við væri unandi. Vér veittum
honum þá yfirsöngva, sem dugðu til
að senda hann niður í niflheim þeirr-
ar þagnar, sem geymir hann bezt, og
þótti mörgum landhreinsun. Slikt
var að vísu ætlun vor, en hinu neit-
um vér ekki, að dálítill draugagang-
ur getur verið upplífgandi, ekki sízt
þar sem heimilisbragur er eins og í
Mánudagskoti. En þótt vér látum hér
nægja að benda á hvarf Reykvikings,
er það von vor, að þættir vorir hafi
að sínum litla hlut orkað fleira til
þrifa í andlegu lífi voru. í trausti
þess óskum vér landsfólkinu gleði-
legs nýjárs og bjóðum því í hógværð
jþjónustu vora hér eftir sem hingað
til.
Náttúruhamfarir
STÓRKOSTLEG árleg náttúrufyr-
irbæri, sem koma eins reglulega og
sól og máni, setja svip sinn á lifn-
aðarháttu margra þjóða, vatnavext-
ir, monsúnvindar, skordýragöngur.
Vér höfum eitt slikt undur hér á
iandi, bókaflóðið mikla í desember,
sem ekki bregzt fremur en stjarna
og sól. Allir þekkja hina hljóðbæru,
hlustnæmu kyrrð eftir miklar nátt-
úruhamfarir, náttúran hefur gengið
íram af sér og hvílist lémagna eins
og guð eftir sköpun heimsins. Janúar
er slíkur hvíldardagur, fæðingarhríð-
unum er slotað, og oss gefst ráðrúm
til að skoða afleiðingar undursins.
Og sjá, allt er morandi í bókum,
hvarvetna í borg og byggð eru
hrannir og kestir bóka, sem flóð-
bylgjan skildi eftir, þegar út fjaraði.
3 janúar kanna menn vogrekið, hver
cá sinni fjöru.
'Tungan og vorir ungu menn
HÉR eru engin tök á að ræða þær
fjölmörgu bækur, sem út komu um
síðast liðin jól. En vér höfum lesið
sitthvað af þessu jólaprenti og vilj-
;um lítillega ræða hugboð, sem búið
hefur með oss lengi, en styrktist við
þessa lesningu. Það er grunur vor
og uggur fyrir framtíð íslenzkrar
lungu. Vorir ungu menn, er sig vilja
arithöfunda kalia láta, kunna ekki
málið. Þeir eru raunalega orð-
snauðir, en rithöfundur, sem ekki
kann mörg orð, er eins og stríðsmað-
ur, sem gengur slyppur til orustu.
Þetta er þó ekki verst, orð má ef til
vill læra, ef ekki af afa og ömmu,
þá af Blöndals orðabók, eins og
Kristmann gerði. Hitt er verra, að
vorir ungu menn hafa ekki tiifinn-
ingu fyrir málinu, hafa glatað henni
eða aldrei haft hana. Þetta er sorg-
legt, því að fátt er meiri örðugleik-
um bundið en að hressa upp á
sljóvgaða málkennd. Glötuð mál-
kennd er eins og glataður meydóm-
ur, hann er ekki hægt að veita sér
aftur. Með málkennd eigum vér ekki
við listrænan málsmekk, heldur til-
finningu fyrir lögum og sérkennum
málsins, öryggi í notkun hátta og
falla, að vera svo innlifaður sál máls-
ins, að maður sé hárviss í meðferð
allra parta ræðunnar og þurfi ekki
að ráðfæra sig við aðra en málsam-
vizku sjálfs sín, og siðast en ekki
sízt hafa á hraðbergi og óþvingað
hinn mikla auð orðatiltækja, sem
styrkja og iífga allan góðan íslenzk-
an stíl. En það er einmitt í þessu
síðasta atriði, sem vorum ungu höf-
undum bregzt bogalistin hvað mest.
Þeir vilja nota orðatiltæki, en eru
þeim ekki samlifaðir.
Mikið er talað um ,,þágufallssýki“
nú, og mikið af móðurmálskennslu
skólanna fer í að reyna að lækna
þennan sjúkdóm. Fara menn þó unn-
vörpum gegnum allt skólakerfið án
þess að ná heilbrigðisvottorði af sýk-
inni. En raunar er rangt að kalla
hana þágufallssýki. Ofnotkun og
misnotkun þágufalls er ekki annað
en ein svipbrigði þeirrar upplausn-
ar, sem er að gagntaka tungumál
vort og gera það að hringavitleysU'
þar sem enginn veit lengur stað ne
áttir og allt verður að óskapnaði-
Allt fer í graut, þolfall, þágufall
eignarfall, framsöguháttur og við"
tengingarháttur, og orðatiltæk’11
standa á haus og steypa sér kollhnis
eins og bjánar. Hin óbrigðula mál"
samvizka feðra vorra er ekki leng'
ur til hjá fjölda ungra manna. Þeb
eru ekki herrar síns eigin móðui'-
máls.
Því miður er allt of vandalítið að
staðfesta þetta með dæmum, til a^
mynda úr jólalesningunni, sem val
tilefni þessara hugleiðinga. Óskai
Aðalsteinn segir í dáfallegri drengí3'
sögu, Högna vitasveini: Hvað san
þau ekki? Kýrina Hörpu og heim-
alninginn Golsu.. . Þú verður að una
þér hvíldar... Hann ætlaði að herkja
af sér.. . Hann hliðraði um sig 1
rúminu... Elías Mar segir í skemmb'
legri sögu í jólablaði ÞjóðviljanS'
Mér fannst þeir vera að troða eig®'
arrétt minn um tær... Hún f°r’
Henni var jafnað við jörðu... Ver
tökum fram, að oss er hlýtt til þess-
ara höfunda og nefnum þá ekki af
fyrirtekt, enda dugar ekki að sanna
mál sitt með tilvitnun í það lakasta-
Biáa gufan
LESANDINN segir ef til viU;
„Hvað er þetta, mega mennirnir ekki
endurnýja málið?“ Ojæja, það ei
efni í annan þátt, hvað er endurnýj'
un og málsköpun og hvað oftekjm
og lögbrot gegn málinu, en oss grun'
ar, að jafnvel höfundamir sjálfn
mundu ekki kalla þetta endurnýjun’
heldur játa syndir sínar og segja-
„Ég vandaði mig, en ég gat ekki
Frh. á bls. 23
2
LÍF og LIST