Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 5
— Ég hygg, að þcr konnð þarna að van-
rœktasta vandamáli jarðnesks lífs. Það er hvorki
vanmat á vináttu eða ást, þó að ég telji stundir,
þegar óg er einn með sjálfum mér, yndislegustu
eilífðir, sem ég hefi lifað.
Er bœtta á því, að ósjálfráð hrifnæmi skálds,
sem í hjarta sinu er rómantískt, sljóvgist, þegar
það tekur að beita sér fyrir því að flytja frum-
spektlegan (metafysiskan) boðskap í Ijóðum sín-
nm?
— Hefir ekki orðið metafysik breytt merk-
ingu? I fornöld hafði hún að vissu Ieyti andlegt
gildi, sem náttúruyísindin eru núna búin að taka
frá henm. Ég vildi mega ráða ungum skáldum
til þess að vera mjög klökk, en birta ekki ljóð
sín, fyrr en þau eru hætt að gráta.
Finnst yður sannfœrandi sú skoðun Steins
Steinars, að hið hefðbundna Ijóðform sé nú loks-
ins dautt?
— Eftir að lesa ljóð Steins Steinars, finnst
mér sú skoðun ekki mjög sannfærandi.
Virðist yður réttmœtt að álykta, að hinn svo-
nefndi atómskáldskapur islenzki sé ekkert nema
auðn og tóm?
— Því miður — sá íslenzkur atómskáldskap-
l>r, sem ég hefi séð, er eftirhermufynrbrigði, sem
eE alls staðar 'komið úr tízku fyrir tveim manns-
óldrum, nema á Islandi. — Hins vegar — ef
nng skáld hvorki nenna að menntast eða hugsa
— ja, þá —
Teljið þér nokkra hœttu stafa af grátljóðastefnu
hinna ungu höfunda?
— Ekki að minnsta kosti fyrr en þau verða
gáfaðri og vekja meiri eftirtekt.
Gætuð þér tilgreint nokkur Ijóðskáld, innlend
eða erlend, sem þér hafið orðið fyrir áhrifum frá?
— Já, ákaflega mörg. Heimurinn man eft-
ir flestum þeirra, en mig langar mest td að muna
éftir — aðeins einum — fóhanni fónssyni. Mér
finnst enn í dag, að hann hafi verið mesta skáld
heimsins. Þó orti hann eiginlega ekki neitt. Að-
cins á sjaldgæfum stundum -fengum við, vinir
hans, að skyggnast ínn í þann heim -— mig lang-
ar til að segja þann hrottalega fagra heim, sem
honum bjó í brjósti. Það veldur mér að vissu leyti
sársauka, að ég skuh vera þekktara skáld en þessi
vinur nnnn.
En er það nokkuð af núlifandi skáldum, sem
þér hafið sérstakar mætur á?
— Já, vissulega. Ezra Pound/ Það er sama
hvað maður er andlaus, þegar maður byrjar að
lesa bann — (og ég skal játa, að ég hefi alltaf
-forðazt að reyna að skilja hann) — en á eftir skil-
ur maður hins vegar allt hitt í veröldinni. Er
það ekki einmitt þetta, sem menmrnir, er höfn-
uðu metafýsikinni, áttu við, þegar þeir fundu
upp orð eins og illumination ándans?
Segið mér: Hvernig fær það á yður að verða
fimmtugur?
— Ég hefði gjarnan kosið, að það hefði tekið
mig fleiri ár.
r ; ' ■ :---—---------------—n,
| FEGURÐIN
,, . . . Annað atriði, sem við aldreí ötlum
að' gleýma, er fegurðin. Hún er sameínuð
nytseminni, — að so miklu leíti sem það
sem fagurt er ætíð er til nota, andlegra eða
líkamlegra, — eða þá til eblíngar nytsem-
inni. Samt er fegurðin lienm eptir eðli sínu
aungvanveginn háð, heldur so ágæt, að all-
ír menn eíga að gyrnast hana sjálfrar henn-
ar vegna. . .“
(FJÖLNIR, fyrsta ár, 1835.)
— Stafseming óbreytt. —
v.......................................J
LÍF og LIST
5