Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 4
„Eg hefði gjarnan kosið, að fjctð hefði tekið mig fleiri ár að verða fimmtugur“ Viðtal við Tómas Guðmundsson, skáld TÓMAS GUÐMUNDSSON varð firiim- tugur 6. þ. m. Nokkru áður kom tit Ijóða- bók lians, Fljótið lielga. I tilcfm livors tveggja fór Líf og List á fund lians til þess að ínna hann ýnnslegs, sem því lék hugur á: Teljið þér þörf á því, að skálcl og aðrir menn á skylclu sviði i lífinu séu bundnir við moldina t þeim skilningi að missa aldrei sjónar af jarðlífs- safanum svokallaða? — Ég myndi, ef til vill, óska, að þessi spurn- ing væn orðuð öðruvísi — en livað um og hún er, svara óg henni lnklaust játandi. Ég hef enga trú á því, að fólk, sem ekki kenmr skyld- leika síns við mold og grjót, geti túlkað jarð- nesku mannkym nokkurn fögnuð. Teljið þér horfur á því, að Reykjavtk geti stað- ið undir merki íslenzkra bókmennta og lista í framtíðinni? — Já, og eg er viss um, að svo verður. I undarlegustu húsum hér í bæ er að koma fram æska, sem er bæði falleg og gáfuð. Mér kænn það ekki á óvart, þó að eftir nokkur hundruð ár yrði vitnað til Reykjavíkur á síðari aldarhelmingi 20. aldarinnar sem nýrrar Hellas. það — ems Af hverju stafar sú tilhneiging margra skálda, sem komin eru á efri ár, að leggja áherzlu á trúarkennd verðmœti í Ijóðagerð? — Hvers vegna á efri ár? Ég mundi annars óska þess, að mega svara svona spurnmgu í lengra máli. Má ég þó aðeins segja yður það, að frá því að ég var barn, hefi ég aldrei getað skilgreint nokkurn mun skáldlegrar hrifni og trúarlegrar tilbeiðslu. Já, nng langar ennfremur að segja yð- ur frá því, að ég er foreldrum mínuni ekki þakk- látari fyrir nokkurn annan hlut en þann að liafa með bænum og Ijóðum komið mér hvert ein- asta kvöld bernskunnar — ef ég má segja svo — í eins konar trúnaðarsamband við — við eitt- livað sem ég hafði ckki neina Jiörf fyrir að bera skyn á, en var áreiðanlega fallegt og heilagt. — Steingrímur! Hafið þér nokkru sinni séð yndislegn sýn en barn, sem er nýsofnað út frá Jiví að segja með mömmu sinni: „O, Jcsú, bróðir bczti, ó, barnavinur mesti Hverjar eru þcer innri gleðistundir, sem veita mannltfinu eitthvert gildi? 4 LIF og I.IST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.