Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 24

Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 24
aðstöðu til að dæma um salon þennan en þess má geta að í París cr aragrúi af salonum scm heita ýmsum nöfnum, sumir kenna sig árstíðum svo sem: Sa- lon d’Automnc, Salon d’ Hivcr og svo framvegis, eða mánuðum, þeirra þekkt- astur er Salon de Mai scm fimm Is- lenzkir listamenn í París tóku þátt í síð- astliðinn vetur við góðan orðstír. Einn stór salon heitir Salon d’Independents, salur hinna óháðu, og er haldinn hvert ár. Þar mun svo að inn kcmst hver mað- ur sem um sækir, allt hratið og úrkastið sem ekki á annars staðar skjól. Hef ég gert mér það til skapraunar að ganga um salarkynni hans, þar cru þúsundir málverka allt að því kílómetrar af liti klíndum striga, flest einskisvert. Ekki man ég til að hafa séð nokkru sinni Salon dcs Surindcpcndents sem Svavar talar um og virðist draga niðurstöður af um ástand og listahorfur í París cn nafnið gefur til kynna að þar muni vcra um að ræða etnhvers konar projection af Salon d’Independents cr ég gat áðan, cmhvers konar úthýsi hans, nýr almenn- íngur. Það er leitt til þess að vita að svo á- gætur málari scm Svavar er skuli svo forstokkaður í skandínavískri sveita- mennsku að hann sknli ekki vcrða var neins sem er að gerast í listum í París. Ég leyfi mér að halda því fram að það sé Svavars sök að svo fór en ekki Barís- ar. Að sinni skal ekki greint frá nýjum listaviðburðum og straumum í París en ég vil benda lesendum á grein eftir Hjörlcif Sigurðsson listmálara um það efni scm mun birtast í næsta hefti þessa tímarits. París cr enn í dag engu síður en áð- ur miðsetur listanna og þangað sækja hinir mikilhæfustu listamenn hvaðan- æva að til að þreyta afl við sjálfa sig og timhverfið og ávaxta sitt listapund eftir mætti. Og þar eiga þeir stefnumót við luð stærsta í list samtiðar sinnar. En nú er Svavar aftur heill í Hötn. Höfn 4/1 1951 1 hor Vilhjálmsson. LEIRMUNIR frá FUNA H.F. eru hentugasta tœkifœrisgjöfin Aðalútsala: BLÓMAVERZLUNIN FLÓRA /lusturstrœti 8 24 VfKINGSPRENT LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.