Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 22

Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 22
ar. En því miður hefur Haukur hlaupið yfir undirstöðuatriðin, taltæknina, og hefur málið þar að sjálfsögðu verið honum Þrándur í Götu. En eigi að síð- ur getur útlendingur sem áhorf- andi og hlustandi lært margt á því sviði sem öðru, ef hann legg- ur sig allan fram. En það hefur Haukur auðsjáanlega ekki gert. Taltækni hans var hræðileg, vægast sagt. Þegar hann lægði röddina, pressaði hann radd- bandavöð'vana svo, að ekki heyrðist orðaskil. Og þessi ágalli er svo alvarlegur, að leikferill hans er þegar innsiglaður, ef hann tekur sig ekki til og lærir og æfir undirstöðuatriði í tal- tækni. Hann er að því leyti ver staddur en aðrir ungir leikarar, að málfæri hans er gallað í sjálfu sér. En úr því ætti þó að vera hægt að bæta með elju og á- stundunarsemi. Hér dugar ekki að fara í taltæknitíma, þar sem að'eins er minnzt á undirstöðu- atriðin, heldur verður að fylgja reglunum eftir með þrotlausri æfingu. Eg leyfi mér í fyllstu einlægni að benda hinum unga leikara á, að fyrsta verk hans verður að vera að láta athuga efnaskiptingu, háls- og munnhol og taka síðan til með fullum krafti afmögnunaræfinga, önd- unaræfinga og æfa síðan á grundvelli þess hljómmögnun (Resonans) og framburð (Arti- kulation). Ef ekkert er að lík- amlega séð' (organiskt) mun öll sú áreynsla gefa af sér sinn arð, enda þótt hún taki mánuði eða jafnvel ár. Unun listarinnar er ekki of dýru verði keypt, þar eð Haukur Óskarsson hefur sýnt þar fyrir utan, að hann er vel ldutgengur leikgri. Önnur hlutverk voru allmiklu minni. Þó má geta þess að Ein- ar Pálsson hafði skemmtilegt hlutverk á hendi sem lögdæmis- fulltrúinn. Einar er óþvingaður á sviði, djarfur og fylginn sér. Eramburður hans er Hka mjög skýr, en raddbeitingu hans er á- bótavant. Hann er of sterkur í upphafi máls — eftir þögn eða í byrjun setninga — og verður raddstiginn því of langur. Eram- setningin verður við það of ein- hæf, tilbreytingalaus — já bein- línis kækur, sem stendur honum l'yrir þrifum sem leikara. Eins gætir nokkurrar sjálfsánægju, svro að persóna hans stendur á milli persónunnar, sem hann leikur og áhorfendanna. Hann vantar enn hina sönnu auðmýkt listamannsins fyrir list sinni. Littlefield, einkadómara, lék Gunnar Bjarnason. Einkadóm- arinn var býsna vel leikinn. Framsetningin var skýr og leik- arinn þungur á bárunni sem andstæðingur Roberts Befords. Segja mætti þó, að leikur hans í heild hafi verið helzt til þung- lamalegur. Þá lék sjálfur leikstjórinn, Gunnar R. Hansen bæði prófess- or Bridge og Arthur Graham Winthorp, hvort tvæggja hlut- værkið vel með farið, einkum hið síðarnefnda, þar náði hann kímni í hverja hreyfingu. Aðrir leikarar voru: Anna Guðmundsdóttir: frú Belford, Steinunn Mmteinsdóttir: Blanche, dóttir hennar og Williams Belford, Emilía fíorq: frú Littlefield, Signin Magnús- dóttir: greifafrú Montevecehio (mjög skemmtilegur leikur), Elín Inqvarsdóttir: frú Thursby, Margrét Magnúsdóttir og Erna Sigurleifsdóttir stofumevjar hjá W. Belford, Höskuldur Slcag- fjörð: þjónn Roberts Belford, Guðjón Einarsson: Henry Wris- lovv (enginn leikur), Hallberg Hallmundsson: dómsritari, Sig- urður Guðmu ndsson: réttar- þjónn, Aróra Ilalldórsdóttir: frú Dixon (laglegur leikur), Láms Hansson: formaður kv'iðdórnsins, Þorgrímur Einarsson: leynilög- reglumaður (of stífur), Rúrík Haraldsson: forseti, Einar Páls- son: Wellmann, lögdæmisfull- trúi, Ilaukur Óskarsson: Oliver P. Gear, Villielm Norðfjörð: Al- fred Carson, Edda Kvaran: ung- frú Ethel Harper (hreinræktuð k venréttin dakona), Gunnar Bjarnason: Dellenbough, saka- máladómari, Steindór Hjörleifs- son: Parker, sakamann (lítið hlutverk vel af hendi leyst) og fírynjólfur Jóhannesson: dóm- ari. Gunnar R. Hansen er auðsjá- anlega vanur leikstjóri og fórst honum hún yíirleitt vel úr hendí og stundum jnýðilega. Sums stað'ar mátti þó betur fara, eink- um má ekki leikstjóri trassa suma leilcarana, jafnvel þótt jafnerfitt sé að pressa leik út úr sumum þeirra eins og vatni úr þurri sinu. En þá á hann bara að vísa þeim á bug og taka aðra. Vér erum ekki komnir í leikhús- ið til að sjá dauð, starandi and- lit og hlusta á hjáróma raddir á leiksviðinu. Þá á leikstjórinn að vera búinn að undirbúa frmn- köllun á leiksviðinu en ekki láta allt fara í handaskolum eins og á frumsýningunni með dyggi- legri hjálp leiksviðsstjórans Agn- ars Magnússonar, sem líklegast hefur verið farinn heim í leiks- lok, því að annars er óskiljan- legt, hví hann lætur draga tjald- ið frá eftir hverja framköllun, svo að leikararnir höfðu ekki svigrúm að hverfa af sviðinu á meðan tjaldið var dregið fyrir. Annars mun Agnar Magnússon vera alveg óþekktur í þessari grein. Þá má Gunnar R. Han- sen ekki láta blómastúlkurnar 22 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.