Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 9
frá því, sera verðugt væri, því
að auk annarra ágætra skilvrða
er hér víða sæmilegur og jafn-
vel ágætur leir. Það ætti samt
að standa til bóta. Hitt er verra,
að þessi fáu fyrirtæki virðast
reka verkstæði sín aðeins, í fjár-
gróðaskyni og framleiða næst-
um eingöngu nauð'aljótt skran til
að pranga inn á almenning. Og
almenningur gín yfir draslinu
eins og þorskur yfir agni.
Smekkur aiþýðu hér á landi
er heldur bágborinn — og er það
sízt að furða, þegar litið er á
þann gífurlega fjölda ábyrgðar-
snauðra og gjörsamlega hæfi-
leikalausra loddara, sem hafa
tranað „list“-káki sínu fram-
an í aþýðu og gert sér hana
að féþúfu. — Margir munu
segja, að hér á landi sé keramik-
iðnin svo ung, að þetta sé fljót-
færni og óréttmætar ásaltanir.
En það er ekki rétt. Það er á-
stæðulaust að bera æsku við,
þegar nóg er um menntaða hæfi-
leikamenn.
Hér á landi eru margir lista-
menn bæði á sviði forma og lita,
hér er skóli, sem kennir undir-
stöðuatriði fyrir keramik, hér
g'ætu verið nógu margir lærðir
leirkerasmiðir til að sjá um
framkvæmdir og koma keraniik-
inni á góðan rekspöl, svo að hún
yrði að minnsta kosti sambæri-
MVNI) 4: Þetta könnusett er gert af
Ragnari Kjartanssyni, leirkerasniið.
Hér eru mismunandi form notuð á
skemmtilegan hátt og skreytingin,
sem er fyrst og fremst skúlptúral,
nýtur sín vel.
leg við nútímakeramik annarra
þjóða.
Við höfum á síðustu árum
eignazt nokkra myndlistarmenn,
sem hafa eytt drjúgum tíma af
sinni stuttu ævi til að komast í
allan sannleika í list sinni og
notað menntun sína og hæfi-
leika til hins ítrasta og unnið
samvizkusamlega. Þeim hefir
vægast sagt ekki verið tekið vel,
almenningur hefir hneykslazt,
blöðin skammazt, útvarpið þag-
að. Þetta hefir samt orkað eins
og þegar vatni er skvett á gæs;
þessir ungu listamenn hafa ekki
gefizt upp, en lialda áfram leit
sinni og septembersýningnm —
og eru hinir ánægðustu. Að vísu
selja þeir lítið sem ekkert og
vinna fyrir sér með ýmiss konar
snatti.
MYND 5: Skrautker frá Krít. Hvítt,
ljósrautt og gult skraut á svörtum
grunni. Stíll skreytingarinnar er
kenndur við Kamares hellinn á Krít
og gefur allgóða hugmynd um hann.
1800—1700 f. Kr.
Hvers vegna reyna ekki kera-
mikfyrirtækin að ráða þessa
ungu listamenn, sem flestir eru
gæddir góðum hæfileikum, til að
skreyta keramik fyrir sig?
Ætli framleiðslan breytti eklci
um svip, ef formslyngir og
myndskyggnir listamenn sæju
um sköpun og skreyting leir-
MYND 6: Keramik eftir Picasso.
munanna í stað áhugalítilla
handverksmanna, sem aldrei sjá
fegurð en aðeins peningaseðla.
Okkar ungu listamenn eiga yf-
irleitt ekki við góð kjör að búa,
hvað atvinnu snertir, og sumir
þeirra hafa ekki aðgang að
vinriustofum nema með höppum
og glöppum. Ef þeir eiga ekki
að svelta, verða þeir að fara á
eyrina eða á síld að sumrinu og
eyða þannig þeim dýrmæta
tíma, sem þeir annars gætu not-
að til að fullkomna sig í list
sinni.
Við höfum ekki efni á að kasta
þessari orku á glæ, með'an slík-
ur skortur er á fögrum mynd-
um og listmunum, að fólk fyllir
híbýli sín með viðbjóðslegum
mvndum og andstyggilegu
drasli. Við skyldum sjá hvort
almenningur ky.si heldur fagra
gripi eða ómerkilegt dót, ef sam-
vizkusömum listamönnum væru
gefin skilvrði til að keppa við
snobbana og gervimálarana. —
Eg vona, að hæstvirt keramik-
fyrirtækin athugi þessar tillög-
ur og taki, kannske eitthvað af
þeim til greina, þá er þau hafa
rannsakað málið hreinskilnis-
lega og með örlítilli sjálfsgagn-
rýni.
1. janúar 1951.
LÍF og LIST
9