Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 12

Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 12
TVÆR SAMANBURP1 MEISTAB^ J SJÁLFSMYNDIN: ÁTH^ REMBRANDT VAN RYN (1606—1669) Sjálfsmynd Malaranum Rembrandt van Ryn, sem var inestur meistari hollcnzka skólans í málaralist og einn af höfuðsnillingum allra listamanna heimsins, var fremur öðru geðþekk rósemi <og umburðarlyndi ellinnar. En hvort scm slíkt hcfur stafað af þeirri óvissu, sem vofði sífellt yfir lífi hans, eða ekki, er víst um, að trauðla er hægt að hugsa sér í nokkurri annarri list fallegri og hugþekkari andlitsmyndir af gömlu fólki, kon- um cða körlum, cn einmitt í list hans. Á hinn bóginn kem- ur einnig fram í sjálfsmynd hans hér að ofan cinhver ang- ístarkennd, svo að andlitsmyndin fær á sig svip gamals manns, cnda þótt hann hafi aðcins verið um það bil 55 ára, þegar hann gerði myndina. Þessi kennd veldur djúpstæðustu á- hrifum margra sjálfsmynda, er hann gcrði á ýmsum tíma- hilum ævinnar. Þó eru þessi áhríf kannske ckki eins undrun- -arverð, ef litið er á þá ógæfu, sem hafði dunið yfir hann, svo sem fráfali Saskíu konu hans, sem hann kvæntist á fyrstu velgengni- og sigurljómaárum sínum í Amsterdam; mjssi allra barna sinna, að Títus undanskildum; fjárhagsörðugleika þá, scm hann átti við að etja, scm lyktaði þannig, að hann varð gjaldþrota og neyddist til að selja allar eigur sínar; og að lokum þá vanrækslu, sem honum var sýnd, er almennur smckkur þjóðarinnar fyrir háfleygri list dvínaði og fólkið tók að hneigjast til að dásama óæðri listir eftirkomenda hans, sem voru í meira samræmi við hugsunarhátt lýðsins og aldarandann. Þrátt fyrir þá veraldlegu örbirgð, scm hrjáði hann í lífinu, hélzt snilligáfa hans í listinni óskert, og hann hélt áfram fram 1' andlátið að vinna að list sinni á þann hátt, sem hann hafði tileinkað sér, að byggja upp myndir sínar með því að færa sér í nyt ljós og skugga á þann veg, að allar eigindir og öll einkenni fyrirmyndarinnar opinber- ast, þegar hún (fyrirmyndin) birtist fram í ljósið úr gulln- um og brúnum skuggum bakgrunnsins. 22 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.