Svart á hvítu - 01.10.1977, Síða 3
Svart á hvítu
1. tbl. 1. árg. 1977 — Haust
Útgefandi:
Gallerí Suðurgata 7
101 Reykjavík
Ritstjórn:
Friðrik Þ. Friðriksson
Gunnar Harðarson
Steingrímur E. Kristmundsson
Örn D. Jónsson
Ábyrgðarmaður:
Þórleifur V. Friðriksson
Umsjón með uppsetningu
og frágangi:
ÞórleifurV. Friöriksson
Steingrímur E. Kristmundsson
Ljóssetning:
Prentsmiðjan ODDI hf.
Prentun:
Offsetmyndir
Bókband:
Bókbindarinn hf.
Allar greinar eru birtar á ábyrgð höfunda.
LANOi
353761
ISLAMOS
Tæknilegir möguleikar á upplýsingu hafa aldrei
veriö meiri en nú á tímum. Sjónvarp gerir aðeins
þær kröfur til áhorfandans að hann hafi nokkurn
veginn óskerta sjón og heyrn. Útvarpað er frá 7 til
24 dag hvern. Menn geta valið úr einum 6 dag-
blöðum og fjölda viku og mánaðarrita. Undanfarin
ár hefur auk þess færst í aukana útgáfa tímarita
fyrir ,,hópa með sérþarfir'1, ýmis klám- og
skemmtirit svo sem íþróttablöð, tímarit kvartmílu-
klúbbsins, frjáls verslun, hagtölur mánaðarins,
alþingistíðindi o. fl. Nú mætti ætla aö tímaritið Svart
á Hvítu eigi að þjóna einni þessara sérþarfa,
menningarneyslu. Því er þó hugsaó annaö hlut-
verk.
Þrátt fyrir mikiö af upplýsingum sem fjölmiðlar
bera á borö er harla lítil upplýsing þar á boðstólum.
í stað fræðslu eru settar fram einstakar staóreyndir
um óskyldustu efni án þess að gerð sé grein fyrir
eðli og uppruna viðkomandi fyrirbæra. Þessi upp-
lýsingabrot raðast saman í vélhyggjukennda mynd
af heiminum sem lokaðri hringrás og ýta þannig
Efnisyf irlit:
Að mála, sýna og selja ..................... 3
Steingrímur E. Krlstmundsson og örn Jónsson
Viðtal við Werner Herzog ................... 9
Fyrir þína hönd, Ijóö ..................... 16
Stelnunn Slgurðardóttir
á hvíta örk, Ijóð ......................... 17
Sigurður Pálsson
Menning og bylting ........................ 18
Dragoliub Igniatovlc
Verksummerki, Ijóð ........................ 21
Steinunn Sigurðardóttir
Hann, Ijóð ................................ 21
Steinunn Sigurðardóttlr
New York djass ............................ 22
Árni Óskarsson og öm Jónsson
Gunnar Harðarson, Ijóð .................... 29
Myndverk ..............................30—39
Tímamótaverk .............................. 40
Níels Hafstein
Frí í hernum, Ijóð ........................ 43
Jacques Prévert
Alexander Solsjenitsyn, Ijóð .............. 44
Klaus Rifbjerg
Heimkoma, Ijóð ............................ 46
Jacques Prévert
Dónaleg skrýtla, Ijóð ..................... 47
Skaftl Þ. Halldórsson
Fútúrisminn ............................... 49
Einar Már Guðmundsson
Leiðari
undir falshugmyndina um óbreytanlegt eðli
mannsins. Þau eru í senn einföldun og fölsun á
veruleikanum: staöreynd er staðreynd og heimur-
inn er nú einu sinni eins og hann er: allt annað er
ölvíma og ópíumdraumar.
Bakvið þessa einföldu heimsmynd býr öllu
flóknari en þó skiljanlegur veruleiki, sem felur í sér
ýmsa hugsanlega möguleika á breytingu, aðra val-
kosti en menn kynnast að jafnaði gegnum fjöl-
miðlana. Þessu riti er m. a. ætlað aö vera vett-
vangur fyrir umræðu um slíka valkosti ásamt því að
gegna hefðbundnu hlutverki menninartímarits, og
verður efni sem berst þakksamlega þegið. Ritinu er
þó ekki ætlað að vera einskonar konfektkassi
handa staöreyndafíknum menningarneytendum,
heldur gefa heildstæða mynd af þeim viðfangs-
efnum sem fjaliað verður um hverju sinni.
Aðsetur ritsins mun veröa að Suðurgötu 7.
Ritnefnd.
1