Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 5
Að mála, sýna og selja
Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson
Örn Jónsson
Þjóðhátíðarárið var merkilegt ár fyrir íslenska
myndlist. Þá gafst íbúum höfuðborgarsvæðisins
tækifæri til aö líta þverskurð myndíöar hér á landi
síðastliðin ellefu hundruð ár. Án tillits til hversu val
sýningarverka tókst mátti draga mikinn lærdóm af
þessari sýningu. Afgerandi einkenni var hve stóran
hluta sýningarrúms málverk tóku, málverk frá
þessari öld. Annar mikilsverður sannleikur var
einnig greinanlegur, íslendingar höföu eignast sína
gömlu meistaral. Enn frekari staðfesting á þjóðar-
eigninni hefur síóan komið fram með fjölda yfirlits-
sýninga á meisturum fortíðarinnar. Málarinn og
málverkiö er oröinn rótgróinn þáttur í íslenskri
menningu. íslenskir málarar hafa sérstöðu þó þeir
byggi augljóslega á sam-vestrænni hefð.
Málarinn og þá um leið myndlistamaðurinn hefur
í dag fengió fastmótað hlutverk, sem viröist vera í
beinu framhaldi af þróuninni síðastliðin 100 ár.
Myndlistamanninum er ætlað aö sýna verk sín með
ákveðnu millbili, verk sem unnin eru í ákveðin efni.
Til að hann nái valdi á viðfangi sínu verður hann að
afmarka sig við sem fæst efni og helst fylgja ákv-
eðinni stefnu. Skýr greinarmunur er gerðir á málara
og myndhöggvara milli afstrakt og fígúratífs.
Gagnrýnendur dagblaóanna, réttmætir miðlar milli
sýnenda og áhorfenda, setja fram kröfur um val
mynda á sýningar. Málarinn á að gera fleiri verk en
komast fyrir í sýningarsalnum, velja síðan úr það
,besta‘ til að mæta kröfum áhorfenda. Sýningin er
endapunktur á langri þróun þar sem listamaðurinn
býður vöru sína til kaups og umsagnar.
Áhorfandinn hefur einnig fengiö hlutverk. Mynd-
list er oröin sérstakt áhugasvið. Til þess að hann
geti tekið ,rétta‘ afstöðu verður hann að hafa vissa
lágmarks þekkingu. Hann á aö þekkja helstu lista-
menn þjóðarinnar, vera samkvæmishæfur í helstu
stefnum og straumum síðastliðin hundrað ár erl-
endis og kunna kjaftasögur um hálfguðinn okkar
Kjarval.
Gagnrýnendur (hvort sem þeir eru lærðir eða
leikmenn) hafa einnig sitt fasta hlutverk. Þeir til-
kynna sýningar og gefa verkunum .einkunn' oftast
út frá eigin fegurðarsmekk. Ef þeir fylgjast vel með
meta þeir jafnvel nýjustu sýninguna út frá öðrum
sýningum sama manns, eða reyna að greina áhrif
annarra listamanna á verk sýnanda.
Á síðustu árum höfum við fengið hóp listfræð-
inga; verksvið þeirra hlýtur að veröa að greiða úr
flækjum íslenskrar listasögu.
>
Allir hafa fastmótað verksvið. Listamenn undir-
búa einkasýningar, en taka þátt í samsýningum á
meðan til að gefa til kynna aö þeir séu enn að.
Gagnrýnendur dagblaðanna hafa sinn vikulega
þátt. Listfræðingar glíma við listasöguna og áhorf-
endur, eða réttara sagt listunnendur, fara í frítíma
sínum að njóta sýninga og ef pláss er á stofuvegg
heimafyrir að kaupa. Listin er heimur út af fyrir sig.
Það eina sem í fljótu bragði virðist ógna þessari
stöðugu veröld er ójafnvægi milli myndlistamanna
og listunnenda: Of margir listamenn fyrir of þröng-
an markað.
Málverk sýning sala
Augljóslega eru hér settar fram miklar einfaldanir.
En formlega séð virðast þær standast að mestu.
Þeir sem reynt hafa að brjótast gegn þessari ímynd
hafa annaöhvort mætt fádæma hneykslun eða af-
skiptaleysi. Afstaðan til Súmmara segir sína sögu.
Fyrstu sýningum þeirra var tekið með offorsi og
skömmum. Þegar á leið einkenndist afstaða þeirra
sem myndlist varðaði af sinnuleysi. Sýningar í SÚM
voru sniðgengnar og nokkrum þeirra sem að gall-
eríinu stóðu var neitað um inngöngu í fagfélag
myndlistarmanna, FÍM. Þessi fagfélagsmórall
manna sem telja sig arftaka „gömlu meistaranna'
hefur átt þátt í að viðhalda þeirri einangrun sem
ofangreindur starfsgrundvöllur felur í sér. Einan-
grun sem fyrr var nefnd þröngur markaður.
Myndlist og málverk er orðið það tengt í hugum
landsmanna að það þótti tíðindum sæta að
grafíktæknin var að vinna sér hylli. Þeir framsýnni
hafa fyrir nokkru gert sér grein fyrir vandanum sem
felst í að gera sýningarsali að helsta möguleikanum
til að koma verkum á framfæri. Fyrir stuttu síðan var
gerð tilraun til að sýna málverk á vinnustöðum, eða
réttara sagt kaffistofum nokkurra vinnustaða. Til-
raunin var allra góðra gjalda verð, en sýndi fyrst og
fremst hvað málverkið er háð sýningarsalnum, eða
réttum stofuvegg. Kaffistofurnar urðu að tíma-
bundnum sýningarsölum. öllu vænlegri var hug-
myndin um farandsýningar, sem fram kom um líkt
leyti. Slík framtakssemi hefði þýtt raunhæfa útvíkk-
un á markaðnum fyrir myndverk, þó óneitanlega
virki það sem útflutningur frá hinum mettu til hinna
sveltandi. Niðursuðuvarningurtil menningarneyslu
þeirra sem hafa fisk undir steini.
3