Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 12
Werner Herzog.
Langt, langt burt í fjarlægu landi bjó eitt sitt
kóngsson er týnt hafði vitinu. Hann stóð í þeirri trú
að hann væri hani, klæddi sig úr öllum fötum og
hafðist við undir borðstofuborðinu og leit ekki við
öðru matarkyns en fræjum. Kóngurinn sendi eftir
læknum og galdramönnum í þeirri von aö þeir gætu
Iæknað son hans, en tilþrif þeirra báru engan ár-
angur. Dag nokkurn bar þar að ókunnan vitring.
Hann fór úr öllum fötunum, skreiddist undir borðið
til prinsins og sagði honum aö hann væri líka hani.
Þar kom, að vitringurinn gat talið prinsinn á aö
klæða sig, og að lokum tókst honum aö fá hann til
að setjast að snæðingi með hirðmönnunum. Þá
mælti vitringurinn við prinsinn: Láttu þér aldrei
koma til hugar að hani hætti að vera hani, þótt hann
borði eins og maður við þéttsetið veisluborð. Þú
skalt ekki halda að að það nægi hana að hegða sér
eins og maður til þess að veröa að manni. Það er
hægt að gera hvaó sem er við mennina í mann-
heimi, jafnvel fyrir þá, og vera samt alltaf sami
hænsnfuglinn.
í myndum þínum sýnirðu alltaf hænur og hana
sem illgjörn og sóðaleg kvikindi. Það er eins og þú
sért með þetta á heilanum.
Ég er búinn aö leita um þver og endilöng
Bandaríkin að tröllslegasta hana sem ég gæti fen-
gið og núna fyrir stuttu frétti ég af náunga í Kali-
forníu sem hafði alið upþ hana sem hét Weirdo.
Weirdo var 30 pund að þyngd. Weirdo var dauður,
en afkvæmi hans, sem var jafnstórt og hann, var á
lífi. Svo ég fór að sjá Ralph. Hann er 31 pund að
þyngd, og svo fann ég líka hest sem var aðeins 22
þumlungar á hæð. Mig langaði að taka mynd af
þeim, þar sem haninn væri að elta hestinn og
hesturinn væri með dvergriddara á bakinu (hest-
urinn og dvergriddarinn voru til samans minni en
Ralph), en eigandi hestsins vildi ekki láta fara meó
hann út í sequoiatrjáskóg í um 150 mílna fjarlægð.
Ég er meó hænsi á heilanum. Horfðu vel og lengi
í augað á hænu og þú séró hræöilegustu tegund
heimskunnar. Heimskan er alltaf hroðaleg. Hún er
djöfullinn: heimskan er djöfullinn. Horföu í augað á
hænu og þú kemst að raun um það. Þær eru
skelfilegustu, mannætulegustu og martraðar-
legustu skepnur í þessum heimi.
Einu sinni dreymdi mig draum. Mig dreymdi aö
ein vinstúlka mín gifti sig — mig hafði sjálfan lang-
aó að kvænast henni — og ég stóð í kirkjunni,
aftarlega, og presturinn var að spyrja hana, hélt á
stórri bók og spurði staðlaðra spurninga eins og:
„Afneitaröu öllu valdi púkanna?" og hún svaraði:
,,Já, ég afneita öllu valdi púkanna?" og þá tónaói
hann: „Afneitarðu öllum vélabrögóum djöfulsins?"
og svo frv. Og allt í einu geng ég inn kirkjuna, loka
bókinni og segi: „Þaö er ekki til neinn djöfull, bara
heimska." Þau reka mig út úr kirkjunni, ég flý með
brúöinni, við komum aö götuhorni og ég beygi til
vinstri og upp hæðina en hún fór til hægri, og eftir
20 skref kemst ég aö því aö hún er horfin og hleyp
aftur niður hæóina og rétt við götuhornið kemur
múldýr á brokki og slær mig svo harkalega að ég
vakna. Þannig var nú sá draumur.
Alltaf þegar ég horfi á myndir þínar sækir á mig
sú hugsun að það sé einhverskonar samsvörun
rnilli dýranna og tiltekins hugarástands. Til dæmis
þá er hið krjúpandi kameldýr einnig skepna sem
bregður fyrir sí og æ í myndunum — í Kaspar
Hauser og hvað sterkast í „Jafnvel dvergar byrj-
uðu smátt“ þar sem það stendur stöðugt í geð-
veiki lokasenanna.
Við prófðum u. þ. b. 60 kameldýr og fundum
’oks eitt sem var nógu hlýðiö til að vera kyrrt í
stellingu sem er mitt á milli þess aö sitja og standa.
Þegar kameldýr sest fellur það fyrst niður á fram-
lappirnar og sest síðan alveg. Nú og eigandi eins
kameldýrsins sagói við það „sestu niður“ og áður
en það settist sagði hann „stattu upp“, „legstu
niður” „stattu upp“ og að lokum varð dýrió svo
ruglað að það fraus í þessari skringilegu stellingu.
Minnsti dvergurinn fær þá sitt hroðalegasta
hláturskast og forstjórinn tjúllast og bendir með
fingrinum á trjágrein og heimtar að trjágreinin
lækki arma sína og lyfir sjálfur upp handleggnum
og segir ,,ég skal halda handleggnum lengur út en
þú og ég skal standa lengur en þú.“ Þetta virðist
ætla að halda svona áfram svo vikum skipti aö
þegar maður kæmi þangað eftir þrjár vikur yröu
þau þarna enn, kameldýrið á hnjánum. Þetta er svo
sláandi, þetta kemur virkilega við mann. Og ég veit
bara að kameldýrið veröur aö vera þarna. Án þess
væri myndin ekki neitt. Dýrin skiþta svo miklu máli í
myndum mínum. En ég hef engan ákveöinn skiln-
ing á því hvað eitt dýr táknar og hvað ekki, ég veit
bara að þau eru gríðarlega mikilvæg fyrir myndina.
Giordano Bruno skrifaði: „Sköpulag van-
skapðra dýra er fagurt á himnum.“ Margir hafa velt
því fyrir sér hvers vegna þú virðist heillaður af að
hafa „vanskapninga“ í kvikmyndum þínum.
10