Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 13

Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 13
Þetta er stór fullyrðing, en það er ekkert van- skapaó fólk í myndum mínum. Dvergarnir samsvara sér til dæmis ágætlega. Það sem er vanskapað það er einmitt þetta venjulega, þessir gamalkunnu hlutir: verslunarvörur, tímarit, stóll, hurðarhúnn, og trúarsiðirnir, borðsiöirnir, menntakerfið . . . þetta eru hinir sönnu vanskapningar, ekki dvergarnir. En það er til önnur hlið á því hvernig þú sýnir dýrin í myndum þínum. Stundum koma þau fram eins og verur sem með nærveru sinni vekja eins konar frelsunartilfinningu — t. d. turtildúfan í Fata Morgana, svanurinn í Kaspar Hauser — til- finningu sem Ijáð er máls á í einum frægasta kaflanum í bók Whitmans Song of Myself: I think I could turn and live with animals, they are so placid and self-contain’d I stand and look at them long and long. They do not sweat and whine about their condition They do not lie awake in the dark and weep for their sins They do not make me sick discussing their duty to God Not one is dissatisfied, not one is demented with the mania of owning things. Já, Whitman getur sagt það með oróum, ekki ég. Ég get bara sýnt það. En þetta er mjög svipað því sem dýrin mín eru um. . . En ekki hænurnar: þær eru illar, taugaveiklaöar, hin Raunverulega Hætta. Hænur eru fuglar sem geta ekki flogið. Það er kannski ein ástæðan fyrir því að þér er svona illa við þær. Já, þaö kann að hafa einhverja þýðingu, af því að sjálfur get ég ekki flogið. Mér þótti gaman að skíðastökki, en varð að leggja þaó nióur. Þaó fékk svo mikið á mig að einn besti vinur minn varð fyrir slysi og var næstum því dauður. Ég má til með aö segja þér söguþráðinn í mynd minni ,,Hin mikla hugljómun Steinars myndhöggvara". Steinar, sem er tréskeri og að mínum dómi besti skíðastökkvari í heimi, átti myndaalbúm sem ég fletti eitt sinn í gegnum af tilviljun. í því voru myndir frá barnæsku hans, og ein einkennileg mynd af hrafni. Nú, ég spurói hann um hrafninn, og hélt áfram að jagast í honum -þangað til hann sagði mér alla söguna. Þá var það þannig aö þegar hann var 12 ára var eini vinur hans hrafn sem hann ól upp og gaf að éta. Og bæði Steinar og hrafninn voru dálítið vand- ræðalegir yfir þessu sambandi sínu. Og þessvegna beið hrafninn eftir honum langt í burtu frá skóla- húsinu, og þegar allir hinir krakkarnir voru farnir, flaug hann til hans og settist á öxlina á honum, og svo röltu þeir saman gegnum skóginn. Nú, á end- anum missti hrafninn fjaörirnar og aórir hrafnar fór að stríða honum og gogga í hann. Hann ætlaði að flýja, en féll niður úr trénu því hann gat ekki flogið lengur, og Steinar varð að skjóta hrafninn sinn því að hann þoldi ekki að horfa lengur upp á þessar grimmilegu aðfarir. Úr myndinni „Jafnvel dvergar byrjuðu smátt." 11

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.