Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 14

Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 14
Þegar hér er komið í myndinni, klippi ég inn í þar sem Steinar sést fljúga á hægum hraða í mínútu eða lengur. Hann flýgur á skíðum. Stórkostlegur maður, hann flýgur í algjörri leiðslu eins og inn í jökulsprungu, eins og hann væri að fara inn í dimmasta djúp sem hægt er að hugsa sér. Þangað flýgur hann og flýgur og flýgur og svo lendir hann og er aleinn í brekkunni og sést þar óskýrt, mjög einkennilega. Þá birtist texti, skrifaður texti, byggður á oröum Róberts Walser, yfir myndinni. Og þar stendur ,,Ég ætti aö vera aleinn í þessum heimi, ég Steinar, og engin önnur lifandi vera. En- gin sól, engin menning, ég nakinn á háum kletti, enginn stormur, enginn snjór, engin stræti, engir bankar, engir peningar, enginn tími, enginn andardráttur. Þá mundi ég ekki lengur vera hræddur.“ Persóna í verkum Goethes segir á einum stað: „Við kunnum að ímynda okkur að við séum í hvaða aðstöðu sem er, en við hugsum alltaf um okkur sem sjáandi. Ég held að ástæða þess að manninn dreymir sé að hann ætti ekki að hætta að sjá. Einn dag mun ef til vill hið innra Ijós lýsa af okkur og þá þurfum við ekki á öðrum Ijósum að halda." Ég vitna í þetta núna vegna þess að mér virðist leyndardómur mynda þinna felast í því hvernig þú birtir þetta sérstaka innra Ijós sem stafar af hinum sjálfhuga, af daufum, dumbum og blindum. Já ég reyni alltaf að komast að hinu innsta Ijósi sem brennur hið innra með okkur. í Kaspar Hauser, er Kaspar aö skrifa nafn sitt með illgresi í grasið og þá sýnir andlit hans þetta Ijós. Eöa þegar hann segir „Mig dreymdi Kákasus" — þá má líka sjá það. Mig dreymir svo til aldrei, kannski einu sinni á ári. En þegar ég er á gangi t. d. þá lifi ég heilar skáld- sögur. Eða þegar ég keyri lengi í bílnum mínum, þá sé ég heilar kvikmyndir og verö hræddur. Einu sinni var ég næstum búinn að valda slysi vegna þess að það voru hundruð fiðrilda í bílnum og vildu ekki út. Ég vissi að þau voru ekki raunveruleg, svo ég stöðvaði bílinn og hleypti þeim út. Ég opnaði hurðina, en þau vildu ekki fara. Ég var á hraðbraut uþpi í sveit, en það var eins og ég væri á götu í Vín með gömlum húsum og hundruð manna sem hölluðu sér útum gluggana og horfðu á mig, og ég var óttasleginn, og var að keyra og fiðrildin í kring- um hausinn á mér . . . og heilar sögur spruttu upp úr þessu. Það er líka mjög sérkennilegt draumkennt and- rúmsloft þegar þú ert að stjórna. f byrjun „Jafnvel dvergar byrja smátt“ sýnirðu t. d. Hombre, minnsta dverginn, sitjandi milli glugganna meðan verið er að yfirheyra hann, og þegar hann segir „Það suðar í eyrunum, einhver er að hugsa um mig“ þá fer myndavélin ... Já, það er eina skiptið sem myndavélin hreyfist, hún byrjar að hreyfast í átt að glugganum og horfir út um gluggann vegna þess að Hombre horfir á gluggann og segir: „Einhver er að hugsa um mig“ og þá sést þessi hrjóstrugi staður um leiö og vélin hreyfist burt í hálfhring. Á því augnabliki heyrist þetta annarlega malag- uena-lag sem ung spænsk stúlka syngur, og svo sést landslagið aftur, en núna úr fjarlægð og næstum í mistri, eins og landslagið væri nú séð af annarri og hærri vitund. Já, ég stjórna dýrum, og ég held því fram að líka sé hægt að stjórna landslagi. í Fata Morgana segir þulurinn: „í paradís ferðu yfir sandinn án þess að sjá skuggann þinn. Til er landslag jafnvel án dýpri merkingar.“ Það er meira að segja sagt tvisvar. Það er eitt- hvað sjáandalegt viö þetta lándslag eins og það er sýnt. Flestar myndir mínar hafa sprottið upp úr stöðum eða landslagi, hafa farið aó byggjast upp í kringum þessi landssvæði. Ég leita nýrra myndsviða fyrir kvikmyndir. Ég er orðinn þreyttur á tímaritamyndum, þreyttur á póst- kortum, nenni ekki að labba inn á ferðaskrifstofu og sjá Pan Am auglýsingar með myndum af Grand Canyon: þetta eru svo útþvældar myndir. Og ein- hvern veginn hef ég nef fyrir nýjar myndir, eins og landslag í fjarska út við sjóndeildarhring. Ég sé nýjar myndir og reyni aö móta þær. Ég reyndi þetta í Fata Morgana og í draumaþáttunum í Kaspar Hauser. Ég er að reyna að uppgötva innstu veru okkar, og það er vitneskja sem liggur mjög djúpt. Við hlustuðum áðan á tónlist frá 13. og 14. öld: þar er minn tími. Það er hægt að sjá sérstakt landslag eöa vissa árstíð í hverjum manni. Til dæmis í De G- aulle — hans landslag er Lorraine og árstíð hans finnst mér vera Nóvember. Og ef til vill gildir hið sama um ákveðin tímabil. Sumir hafa skrifað að ég sé 19. aldar maóur, en þaö er rangt. Rétti tíminn fyrir mig er síóari hluti miðalda. Mér finnsí ég standa tónlist og myndlist þess tíma nær. Það mundi líka ná yfir hugmyndir mínar um verk mitt. Mér finnst ég ekki vera lista- maður, heldur iönaöarmaður. Allir myndhöggvarar og málarar þessa tíma litu ekki á sig sem listamenn, heldur sem iönaðarmenn og voru atvinnumenn eins og þeir. Það er einmitt þannig sem ég upplifi vinnu mína vió kvikmyndagerð — eins og ég væri nafnlaus og stæði nákvæmlega á sama. Ég vissi til dæmis aö Fata Morgana var viðkvæm eins og kóngulóarvefur. Ég sagði við vini mína: Ég er búinn að gera kvikmynd en það má ekki koma við hana. Ekkert grófgert. Hún á að vera ósnert, ónafngreind, ég ætla að geyma hana og sýna einungis besta vini mínum áður en ég dey. Og sá vinur á að geyma hana og áður en hann deyr á hann að sýna hana og gefa besta vini sínum, og svona ætti það aö ganga nokkrar kynslóðir . . . og þá fyrst mætti sýna hana opinberlega. Nú, ég geymdi myndina í tvö ár u. þ. b. án þess að sýna hana, og svo var mér einhvern veginn ýtt út í það, gabbaður til þess. Það er vit í því að sýna hana, en ég hafði samt hugsað mér að sýna hana ekki. Reyndar á ég stutta mynd sem ég hef engum sýnt í 12 ár, — hún heitir Leikur í Sandi. Aðalþersónan er hani, hún er um fjögur börn og einn hana. í einni senu í Kaspar Hauser er sýnd kjöt- kveðjuhátíð þar sem Kaspar er leigður sem sýn- ingargripur; Hombre, sem kom fram í „Jafnvel dvergar byrjuðu smátt"; og Mozart hinn ungi í leiðslu, að rýna inn í hin djúpu hol jarðar, „hugur hans upptekinn af eigin rökkri“. Það er athyglis- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.