Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 15

Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 15
vert að sjá að þessi litla sena virðist hafa að geyma flestöll þemu og mótíf allra mynda þinna. Hún var nú reyndar hugmynd að heilli mynd sem ég var með á prjónunum. Kaspar Hauser kemur bókstaflega út úr dimmunni, dvergar fara á kreik þegar nóttin er dimmust og margar fígúrur mínar koma frá hinni dýpstu nótt. Hin dimma nótt er í myndum mínum. Það fór ekki hjá því að mér fyndist hinn ástríðu- fulli hrjúfi píanóleikur Kaspar Hausers þegar hann lék Mozart sónötuna gefa til kynna að andi Moz- arts væri einhvern veginn byrgður inni af sónötu- allegro forminu sjálfu. Einmitt, ég finn til svo mikillar samúðar þegar ég heyri hvernig Bruno lék verkið. Þetta er alveg rétt. Fólk fór yfirleitt að hlæja þegar hann spilaði það og sagði: ,,Þetta erfáránlegt, fúsk.“ Og ég sagði ,,Nei, þetta er mesti menningarviöburöur ársins, þetta er ekki Bernstein eða von Karajan: þessi hræring, þessi ómengaða geðshræring er menning. Þetta er sönn menning, þetta er það sem menning er, og þess vegna er hann stórkostlegur, það er hann." Fólk skilur þetta ekki, en því mun skiljast. í Kaspar Hauser eru tvær aðrar frábærar senur: eyðimerkurdraumsenan þar sem Kaspari er sagt að fjöllin séu aðeins ímyndun hans . .. Og það að gamli vagnlestarstjórinn er blindur . . . þaö er hans kostur, af því að það er ekki hægt aö afvegaleiða hann. Hann bragðar á sandinum eins og hann væri matur og leiðir fólkiö út úr eyði- mörkinni af því aö hann er blindur. Þetta er kostur hans... Og svo senan við vatnið með svaninum ... Og bátinum. Bátinn rekur þangað, honum er ekki róið, þeir hættu að róa rétt utan við myndgeirann, og hann bara rekur inn í myndina . . . í fimm nætur samfleytt fórum við nióur aö vatni um þrjúleytið og biðum þangað til fjögur, og alltaf vantaði eitthvað upp á, viö þurftum þoku og það var hvergi nein þoka. Svanurinn hvílist og tónlistin, sem er eftir Albinoni . . . viö samstilltum tónlistina hreyfingum fuglsins. Sjáðu bara hvernig svanurinn byrjar að synda burt og hvernig tónlistin syndir með honum. Fegurstu og bestu atriðin í myndum þínum eru annaðhvort þögul („Heyrirðu ekki allsstaðar í kringum okkur þessi skelfilegu óp sem menn kalla þögn?“ — eru orðin sem birtast í byrjun Kaspar Hauser) eða með tónlist sem virðist gefa til kynna eins konar heyranlega þögn. Þögn er mjög mikilvæg í Aguirre til dæmis. Við vorum margar vikur að taka upp fuglaraddir, og ég setti hljóðbandið saman úr átta segulböndum og þaö er ekki ein einasta fuglsrödd sem sem hljómar ekki eins og hún væri á sínum stað í Pólýfónkór. Allt í einu er þögn. Og þegar þögn er merkir það að einhver deyr á flekanum af því að þá hljóta indíánar að vera í felum í trjánum, og allir fuglarnir hætta að syngja. Allir eru svo hræddir að þeir byrja að æpa og öskra og skjóta upp í loftið til þess að heyra ekki þögnina. Ég man líka eftir þessari einkennilegu, hávaða- sömu þögn þegar hermaðurinn brjálast í „Lífsmörk" og gengur um akurinn sem er fullur af því sem manni virðist þúsundir vindmylla sem snúast — ég held að þetta sé ein eftirminnilegasta sena sem ég hef séð í kvikmynd. Já, hún byrjar á þögn og svo kemur voða skrítið hljóð. Ég tók upp lófatak 1500 manna eftir hljóm- leika og brenglaði því meö elektrónískri tækni þannig að það hljómar eins og viöarskellir. Hefurðu nokkurn tíma lagt eyrun að símastaur í hvassviðri? Sem börn kölluðum við það venjulega „engla- söng". Það voru 10000 vindmyllur. Ég var spuróur aö því hvaöa tæknibrellu ég hefði notað, en þaó var bara venjuleg myndavél og svo þessi dalur með 10000 vindmyllum. Það er einmitt þetta sem ég var að hugsa um í sambandi við nýju myndsvióin sem ég er á höttunum eftir: Eitthvað sem er jafnvel handan þess sem mann getur dreymt, eitthvað handan drauma okkar. Ég man líka eftir magnaðri senu í „Jafnvel dvergar byrjuðu smátt“ þar sem sjást sóðalegar hænur, þá pílviðartré, laufgað, í mistri; þá dvergar með hjálma og prik sitjandi eins og smástrákar að látast vera kóngar í steingarðinum ... Sú sena finnst mér mjög góð. Það er ekki hægt að útskýra áhrifin í orðum. Gaman að þú tókst eftir þessu. Og svo er fyrsta myndin í „Land myrkurs og þagnar“ — skíðastökkvari sem flýgur gegnum loftið og saklaus flöktandi rödd blindrar og heyrnarlausrar konu sem segir „Þegar ég verð snert skal ég stökkva“. Ég bað konuna að segja þessa línu — hún hafði aldrei séð skíðastökkvara — og ég sagði: „Þetta verður mikilvægt fyrir myndina, þú skilur það kannski ekki, en segöu þetta samt fyrir mig eins og þú hefðir séö skíðastökkvara". Ég er ekkert fyrir cinéma vérité, þoli það reyndar ekki; það er svosem til hreinn sannleikur, en hann hefur líka ýmsar víddir, og í kvikmynd eru margar víddir sem ná út fyrir cinéma vérité sannleik. Þar fyrst fer málið að verða spennandi. í myndum þínum koma þessi nýju sannleiks- form oft fyrir þegar tungumálið brotnar niður. Til dæmis senan í „Lífsmörk" þegar hermaðurinn hittir ungu sjálfhuga stúlkuna ... Hermennirnir tveir eru í könnunarferð og hitta fjárhirði sem gefur þeim að drekka. Og litla stúlkan er þarna, og hann segir: „Dóttir mín hérna kann varla að tala, það er svo einmanalegt hérna. Ég er í burtu á næturnar, hjá kindunum, og kona mín á daginn og tölum ekkert saman, svo að þótt hún sé sjö ára gömul þá kann hún varla að tala. Stundum lærir hún fáein orð í þorpinu þegar hún fer að heimsækja frænku sína.“ Og svo allt í einu vill faðirinn sanna að það sé allt í lagi með dótturina og segir við hana: „Farðu með vísur fyrir herra- mennina, ha?“ Og stúlkan byrjar að fara með vísur en allt í einu hættir hún, missir málið og fer að toga í pilsið sitt í örvæntingu, svo æst verður hún. Þetta eru vísur sem ég orti sjálfur um kindur, 98 kindur í Lasithi fjallgarðinum á Krít, og ein þeirra týndist. Vísan er svona: „Fljótar, kindur, fljótar, yfir fjallinu sveima gammarnir". Og hún man ekki orðið „gammarnir" og hikar þegar þar er komið. Það skiptir miklu að hún missir málið rétt áður en hermaðurinn brjálast. Þetta sama henti mig 13

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.