Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 28

Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 28
John Cottrano. Á 6. áratugnum spilaði Coltrane bæði með Thel- onious Monk og Miles Davis og mótaði þar sinn persónulega stíl, en hóf eftir það sjálfstæöan feril. Tónlist hans byggðist í upphafi á mjög hröðum hljómaröðum, sem sólóistinn var mjög bundinn af. Þessi stíll Coltranes var stundum kallaður „sheets of sound" og dæmi um hann eru lög eins og ,,Giant Steps" og „Countdown". Mikil breyting varð á tónlist hans með laginu „My Favorite Things" árið 1961. Þar sagði hann skilið við „Sheets of sound", en tók í staðinn upp lag með mjög einfaldri laglínu og hægri hljómahreyfingu. Sólóistinn var ekki len- gur fangi í viðjum hljómaraðanna, en gat einbeitt sér að mun frjálsari spuna út frá hinni einföldu lag- línu. Það er einkennandi fyrir Coltrane, Ornette Coleman og fleiri saxófónleikara þessarar hreyf- ingar hversu mjög þeir ná fram ýmsum eiginleikum mannsraddarinnar, oft með því að fara út fyrir hinn evrópska tólf tóna skala. Hinn rythmiski bak- grunnur varö stöðugt flóknari og tilkomumeiri hjá Coltrane og áttu þar trommuleikararnir Elvin Jones og síðar Rashied Ali stærstan hlut aö máli. Coltrane leitaði fanga í austurlenskri, afrískri og suður- Amerískri tónlist. Á plötu hans „Kulu Se Mama" koma hin afrísku áhrif hvað skýrast í Ijós. Þar eru notuð afrísk ásláttarhljóðfæri ásamt hinni hefð- bundnu hljóðfæraskipan djassins og sungið er á afrískri mállýsku. Eins og aðrir free djass-leikarar fór hann út fvrir ramma vestrænnar tónlistarhefðar. t. d. gegndi bassinn stundum svipuðu hlutverki og tambúra í indverskri raga-tónlist. Bassinn var látinn viðhalda stöðugum grunntóni (drone) meðan aðrir hljóðfæraleikarar léku af fingrum fram. Coltrane hafði mikil áhrif, sem náöu langt út fyrir raöir djasstónlistarmanna. Cecil Taylor Ólíkt flestum öðrum svörtum djassleikurum á þessum tíma hlaut Cecil Taylor mikla tónlistar- menntun. Foreldrar hans voru tiltölulega vel stæðir. Faóh' ^ans var bryti hjá einum af þing- mönnum New York borgar. Strax 5 ára gömlum var honum komið í nám í píanóleik og síðar áslátt. Eftir stutta veru í tónlistarskóla fór hann til Boston. [ New York lærði hann aðallega tónsmíöar og tónfræði, en þau 4 ár sem hann var í New England Con- servatory í Boston stúderaði hann Bartok og Stravinsky. Móðir hans hvatti hann mjög til mennta til þess að hann næði frama í heimi hinna hvítu. Jafnframt náminu fylgdist hann vel með því sem var að gerast í djassinum. Taylor kynntist hljómsveitum swing-áranna, uppgötvaöi boogie-woogie pianist- ana og lærði að meta Duke Ellington. í Boston kynntist hann bebobinu og varð fyrir miklum áhrif- um frá Bud Powell. Eins og áöur var minnst á hvatti móðir Taylors hann áfram í náminu. En eins og hann sagói sjálfur hefói það hryggt hana mjög ef hún hefði vitað að hann sneri sér að djass. Hún var uppfull af gildum svartar millistéttar þess tíma um framavon svartra í samfélagi hvítra. Djass tilheyrði fortíðinni, tónlist þrælanna. Cecil Taylor átti miög erfitt uppdráttar. Tónlist hans var mjög frábrugðin því sem þekktist þá. I byrjun 6. áratugsins, eins og fyrr, var helsta leiðin fyrir unga tónlistarmenn til að vekja athygli og komast í starfandi hljómsveitir að taka þátt í „jam- sessions". Taylor átti erfitt með að fara þessa leið því hugmyndir hans um hljóðfæraleik og sá stíll sem hann var aö byrja að móta krafðist samæfingar þeirra sem hann lék með. Það tekur hljóðfæra- leikarana í hljómsveitum Taylors mörg ár að ná fullkomnu valdi á stíl hans. Strax 1953 stofnaói Taylor sína eigin hljómsveit. Vegna fjandskapar næturklúbbaeigenda og annarra orsaka var mjög erfitt fjárhagslega að halda hljómsveitinni starfandi og varð hann að leysa hana upp í hámarki sköp- unarferils hennar. Eins og fyrir aðra sérstæða hljómlistarmenn t. d. Ornette Coleman og Thelon- ious Monk er þaö mjög alvarlegur hlutur fyrir Cecil Taylor ef hljómsveit hans neyðist til að hætta. Flestir meðleikara hans viðurkenna aó það taki a. m. k. þrjú ár aö aðlagast tónlist hans. Afstaða Taylors til impróvisasjónar hljómsveitarinnar krefst algers endurmats einstakra meðlima á tónlistinni. Bæði í tónlist Cecil Taylors og Ornette Colemans öðlast lagalínan ákveöna rythmíska eiginleika. Taktsveitin, trommur og bassi, losnar undan sínu hefðbundna hlutverki. Hún gegnir jafnmiklu hlut- verki í einleik og önnur hljóðfæri. Þannig rofnar verkaskiptingin milli einleikshljóðfæra og takt- hljóófæra. Þetta nálgast það sem nefnt hefur verið „collective improvisation". Free djassinn endur- vakti þar með eitt af einkennum New Orleans stíls- ins, en þó í breyttri mynd. Hin sameiginlega imþróvisasjón var þar bundin við blásarana, en nær hértil allrar hljómsveitarinnar. í seinni tíð hefur mikil áhersla verið lögð á klassíska tónlistarmenntun Taylors og hvernig 24

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.